Kalla eftir fjölgun dómara við Landsrétt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. mars 2019 18:43 Fjórir dómarar Landsréttar eru frá störfum við dómstólinn um óákveðinn tíma. Dómstólasýslan hefur farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið að ráðuneytið hlutist til um lagabreytingu sem myndi heimila fjölgun dómara við Landsrétt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá dómstólasýslunni. Fjórir Landsréttardómarar munu ekki starfa við réttinn í óákveðinn tíma eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu, sem komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið löglega staðið að skipan dómara við Landsrétt. Í tilkynningunni kemur fram að formaður stjórnar dómstólasýslunnar og framkvæmdastjóri hennar hafi átt í ítarlegum viðræðum við fulltrúa ráðuneytisins og nokkra Landsréttardómara. Auk þess hafi verið haft samráð við réttarfarsnefnd. Eftir viðræðurnar hafi verið tekin ákvörðun um að fara þess á leit við dómsmálaráðuneytið að lögum verið breytt svo mögulegt verði að fjölga dómurum Landsréttar. Dómstólasýslan telur fjölgunina nauðsynlega þar sem að þeir fjórir dómarar sem skipaðir voru af Sigríði Á Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, í stað þeirra fjögurra sem hæfnisnefnd mat hæfasta, geti að óbreyttu ekki tekið þátt í störfum réttarins. Álag á Landsrétt komi því til með að aukast til muna með tilheyrandi drætti mála, verði dómurum ekki fjölgað. Þá leggur dómstólasýslan áherslu á að áður en ákvörðun um hvort skjóta eigi málinu til Yfirdómstóls Mannréttindadómstólsins verði áhrif þess könnuð. Mikilvægt sé að hafa í huga þá óvissu sem umkringt hefur Landsrétt frá því hann tók til starfa í upphafi síðasta árs. Alþingi Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ellefu dómarar munu sinna dómstörfum við Landsrétt Landsréttur hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að ellefu dómarar munu sinna dómstörfum frá og með mánudeginum. 15. mars 2019 11:21 Landsréttur mun starfa án fjögurra dómara Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins. 15. mars 2019 06:15 832 mál afgreidd hjá Landsrétti síðan rétturinn tók til starfa Réttarkerfið á Íslandi er svo gott sem á hliðinni að sögn dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík. 13. mars 2019 20:00 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
Dómstólasýslan hefur farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið að ráðuneytið hlutist til um lagabreytingu sem myndi heimila fjölgun dómara við Landsrétt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá dómstólasýslunni. Fjórir Landsréttardómarar munu ekki starfa við réttinn í óákveðinn tíma eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu, sem komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið löglega staðið að skipan dómara við Landsrétt. Í tilkynningunni kemur fram að formaður stjórnar dómstólasýslunnar og framkvæmdastjóri hennar hafi átt í ítarlegum viðræðum við fulltrúa ráðuneytisins og nokkra Landsréttardómara. Auk þess hafi verið haft samráð við réttarfarsnefnd. Eftir viðræðurnar hafi verið tekin ákvörðun um að fara þess á leit við dómsmálaráðuneytið að lögum verið breytt svo mögulegt verði að fjölga dómurum Landsréttar. Dómstólasýslan telur fjölgunina nauðsynlega þar sem að þeir fjórir dómarar sem skipaðir voru af Sigríði Á Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, í stað þeirra fjögurra sem hæfnisnefnd mat hæfasta, geti að óbreyttu ekki tekið þátt í störfum réttarins. Álag á Landsrétt komi því til með að aukast til muna með tilheyrandi drætti mála, verði dómurum ekki fjölgað. Þá leggur dómstólasýslan áherslu á að áður en ákvörðun um hvort skjóta eigi málinu til Yfirdómstóls Mannréttindadómstólsins verði áhrif þess könnuð. Mikilvægt sé að hafa í huga þá óvissu sem umkringt hefur Landsrétt frá því hann tók til starfa í upphafi síðasta árs.
Alþingi Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ellefu dómarar munu sinna dómstörfum við Landsrétt Landsréttur hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að ellefu dómarar munu sinna dómstörfum frá og með mánudeginum. 15. mars 2019 11:21 Landsréttur mun starfa án fjögurra dómara Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins. 15. mars 2019 06:15 832 mál afgreidd hjá Landsrétti síðan rétturinn tók til starfa Réttarkerfið á Íslandi er svo gott sem á hliðinni að sögn dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík. 13. mars 2019 20:00 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
Ellefu dómarar munu sinna dómstörfum við Landsrétt Landsréttur hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að ellefu dómarar munu sinna dómstörfum frá og með mánudeginum. 15. mars 2019 11:21
Landsréttur mun starfa án fjögurra dómara Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins. 15. mars 2019 06:15
832 mál afgreidd hjá Landsrétti síðan rétturinn tók til starfa Réttarkerfið á Íslandi er svo gott sem á hliðinni að sögn dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík. 13. mars 2019 20:00