Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur beitt neitunarvaldi sínu á ákvörðun Bandaríkjaþings um að hafna yfirlýsingu forsetans um neyðarástand á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta er í fyrsta sinn í valdatíð Trumps sem hann hefur beitt neitunarvaldinu.
Repúblikanaflokkurinn, flokkur Trumps, er með sex þingmanna meirihluta í öldungadeild þingsins, en tólf Repúblikanar greiddu atkvæði með því að hafna yfirlýsingu forsetans. 59 þingmenn greiddu því atkvæði með tillögunni en 41 á móti.
Til þess að koma í veg fyrir að forsetinn geti beitt neitunarvaldi á ákvarðanir þingsins þarf hins vegar atkvæði tveggja þriðju hluta þingsins.
Trump beitir neitunarvaldi í fyrsta sinn í sinni valdatíð

Tengdar fréttir

Þingið fellir líklega neyðarástand Trump úr gildi
Bandaríkjaþing mun að líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó í dag.

Líklegt að þingið hafni neyðarástandi Trump
Ólíklegt er þó að nógu margir þingmenn muni greiða atkvæði með því að koma í veg fyrir neitunarvald forsetans.