Sextán aðildarfélög Starfsgreinasambandsins ætla að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins ef atvinnurekendur leggja ekkert nýtt fram í viðræðum þeirra um helgina. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir samningaviðræður steyta á ágreiningi um vinnutíma.
„Það var samþykkt í samninganefndinni okkar sem eru formenn allra þessa 16 félaga sem eru innan sambandsins að við gefum þessu núna helgina,“ segir Björn sem bætir við að komi ekkert nýtt fram í viðræðunum um helgina sé öruggt að viðræðunum verði slitið.
Það hefur greinilega reynt á þolinmæði samninganefndar SGS því síðastliðinn föstudag kom fram í tilkynningu frá nefndinni að þolinmæði sambandsins væri ekki endalaus. Björn segir margt hafa gengið vel í viðræðunum undanfarnar þrjár vikur. Menn hafi náð saman um dýrmæt atriði eins og möguleika á styttingu vinnuvikunnar en ekkert sé þó á hreinu fyrr en skrifað hefur verið undir.
„Ég verð með símann opinn og ég vona að ég fái eitthvað gott símtal um helgina,“ segir Björn.
Öruggt að SGS slíti viðræðum ef ekkert gerist um helgina
Tengdar fréttir

SGS ákveður að halda áfram kjaraviðræðum þó staðan sé viðkvæm
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur samþykkt að halda áfram viðræðum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning en viðræðum verður haldið áfram eftir helgi.

SGS lýsir yfir fullum stuðningi við boðað verkfall Eflingar
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands (SGS) lýsir yfir fullum stuðning við verkfall félagsmanna í Eflingu sem boðað hefur verið til þann 8. mars næstkomandi.

Slíta viðræðum ef ekki koma fram nýjar hugmyndir
Þetta kemur fram í tilkynningu frá SGS.