Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. mars 2019 12:45 Mótmælendur sem mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi hyggjast ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld setjast með þeim að samningaborðinu. Í dag fer fram samstöðufundur með flóttafólki á Austurvelli, en á sama tíma mótmælir Íslenska þjóðfylkingin meintu ofbeldi hælisleitenda í garð lögreglu. Boðað hefur verið til samstöðufundar með flóttafólki á Austurvelli í dag, en mótmælendur hafa síðustu daga mótmælt aðstæðum hælisleitenda hér á landi. Hafa þeir gist á Austurvelli en mótmælin hófust síðastliðinn mánudag. Mótmælendur settu fram kröfur í fimm liðum sem beint er til íslenskra stjórnvalda og ætla þeir ekki að yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld eru tilbúin að setjast með þeim að samningaborðinu og ræða kröfur þeirra. Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til þögulla og friðsamlegra mótmæla á milli klukkan 13 og 14 á Austurvelli í dag, á sama tíma og samstöðufundurinn fer fram. Þjóðfylkingin hvetur fólk til að mæta með íslenska fánann og mómæta meintu ofbeldi sem þeir telja að hælisleitendur hafi sýnt samfélaginu og lögreglu í vikunni. „Það sáu allir sem skoðuðu fréttamyndir frá mánudeginum að viðbrögð lögreglu voru úr hófi og í engu samræmi við það sem var að gerast hérna. Þjóðfylkingin má að sjálfsögðu koma sínum sjónarmiðum á framfæri líkt og aðrir. Það verður allt í friði hér í dag líkt og búið er að vera undanfarna daga. Alla daga hefur fólk komið hingað, gefið mat og boðið heimili sín til afnota. Samstöðugleðin í dag er fyrst og fremst haldin til að fagna þeim mikla samhug sem er í samfélaginu. Það verður tónlist, matur, drykkir og ræðuhöld. Íslendingum gefst færi á að hitta og ræða við þetta fólk, sjá aðstæður þess og reyna að skilja þeirra sjónarmið,“ sagði Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, talskona No Borders. Samstöðufundurinn fer fram á Austurvelli í dag á milli klukkan 12 og 15.Loka þurfti ummælakerfinu við fréttina vegna hatursfullra ummæla. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Mótmælendur sem mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi hyggjast ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld setjast með þeim að samningaborðinu. Í dag fer fram samstöðufundur með flóttafólki á Austurvelli, en á sama tíma mótmælir Íslenska þjóðfylkingin meintu ofbeldi hælisleitenda í garð lögreglu. Boðað hefur verið til samstöðufundar með flóttafólki á Austurvelli í dag, en mótmælendur hafa síðustu daga mótmælt aðstæðum hælisleitenda hér á landi. Hafa þeir gist á Austurvelli en mótmælin hófust síðastliðinn mánudag. Mótmælendur settu fram kröfur í fimm liðum sem beint er til íslenskra stjórnvalda og ætla þeir ekki að yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld eru tilbúin að setjast með þeim að samningaborðinu og ræða kröfur þeirra. Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til þögulla og friðsamlegra mótmæla á milli klukkan 13 og 14 á Austurvelli í dag, á sama tíma og samstöðufundurinn fer fram. Þjóðfylkingin hvetur fólk til að mæta með íslenska fánann og mómæta meintu ofbeldi sem þeir telja að hælisleitendur hafi sýnt samfélaginu og lögreglu í vikunni. „Það sáu allir sem skoðuðu fréttamyndir frá mánudeginum að viðbrögð lögreglu voru úr hófi og í engu samræmi við það sem var að gerast hérna. Þjóðfylkingin má að sjálfsögðu koma sínum sjónarmiðum á framfæri líkt og aðrir. Það verður allt í friði hér í dag líkt og búið er að vera undanfarna daga. Alla daga hefur fólk komið hingað, gefið mat og boðið heimili sín til afnota. Samstöðugleðin í dag er fyrst og fremst haldin til að fagna þeim mikla samhug sem er í samfélaginu. Það verður tónlist, matur, drykkir og ræðuhöld. Íslendingum gefst færi á að hitta og ræða við þetta fólk, sjá aðstæður þess og reyna að skilja þeirra sjónarmið,“ sagði Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, talskona No Borders. Samstöðufundurinn fer fram á Austurvelli í dag á milli klukkan 12 og 15.Loka þurfti ummælakerfinu við fréttina vegna hatursfullra ummæla.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00