Óttast frekari ágjöf á byggðir á Austfjörðum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. mars 2019 06:15 Karl Óttar segir höggið sem loðnubresturinn valdi gríðarlegt fyrir fjarðabyggð. Fréttablaðið/Vilhelm „Nú er ljóst að loðnan kemur ekki og enn eru blikur á lofti og við eigum enn eftir að sjá hvort frekari áföll dynja yfir okkur. Við vitum ekki hvort verkföll skelli á og óvissa ríkir um kolmunnaveiðarnar og hvort hlutdeild okkar í þeim minnki en það á enn eftir að semja um þær við Færeyinga,“ segir Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Hafrannsóknastofnun hefur ákveðið að leggja ekki til að aflaheimildir verði gefnar út fyrir loðnu að sinni en loðna hefur ekki fundist þrátt fyrir 100 daga leit. Karl Óttar segir höggið sem loðnubresturinn valdi gríðarlegt fyrir sveitarfélagið. Reynt verði að standa vörð um grunnþjónustu en hægja verði á framkvæmdum í sveitarfélaginu. A-hluti bæjarsjóðs verði af 260 milljónum vegna brestsins en tekjumissir hafnarsjóðs verði um 100 milljónir. Við eigum eftir að fara yfir þetta og hvað við gerum varðandi A-hlutann; rekstur á skólum, félagsþjónustu og ýmsar framkvæmdir í sveitarfélaginu. Við minnkum auðvitað ekki skólana. Þeir eru bara föst stærð,“ segir Karl. Hann segir líklegast að reynt verði að hægja á ýmsum framkvæmdum. „Við höfum enn ekki ákveðið að stöðva byggingu nýs leikskóla sem hafin er á Reyðarfirði. Vonandi kemur ekki til þess.“ Í frétt á vef Fjarðabyggðar kemur fram að launatekjur í sveitarfélaginu muni lækka um rúman milljarð vegna loðnubrestsins og laun starfsmanna í sjávarútvegi muni lækka um 13% frá fyrra ári miðað við lítt breytta loðnuvertíð á milli ára. Þá verði samfélagið af um 10 milljörðum í útflutningstekjur. „Þetta hefur auðvitað mikil áhrif á samfélögin. Bæði fyrir þá sem vinna við veiðarnar og vinnsluna og svo bara á allt samfélagið þar sem þessi vinnsla hefur farið fram,“ segir Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls starfsgreinafélags Austurlands. Áfallið og fjárhagsskaðinn sé mikill fyrir hafnirnar og svo smiti skaðinn frá sér út í samfélagið. Loðnuvertíðin stendur jafnan í átta til níu vikur og meðan á henni stendur hafi mörg hundruð manns af henni atvinnu. Unnið sé á sólarhringsvöktum í sjö helstu byggðarlögunum á starfssvæði félagsins; Hornafirði, Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Neskaupstað, Vopnafirði og Seyðisfirði. „Ég myndi skjóta á að þetta væru ekki færri en 500 manns í landvinnslunni og svo sjómenn á um það bil tíu skipum. Þetta er mjög mikið áfall fyrir svæðið allt,“ segir Hjördís. Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Sjávarútvegur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Nú er ljóst að loðnan kemur ekki og enn eru blikur á lofti og við eigum enn eftir að sjá hvort frekari áföll dynja yfir okkur. Við vitum ekki hvort verkföll skelli á og óvissa ríkir um kolmunnaveiðarnar og hvort hlutdeild okkar í þeim minnki en það á enn eftir að semja um þær við Færeyinga,“ segir Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Hafrannsóknastofnun hefur ákveðið að leggja ekki til að aflaheimildir verði gefnar út fyrir loðnu að sinni en loðna hefur ekki fundist þrátt fyrir 100 daga leit. Karl Óttar segir höggið sem loðnubresturinn valdi gríðarlegt fyrir sveitarfélagið. Reynt verði að standa vörð um grunnþjónustu en hægja verði á framkvæmdum í sveitarfélaginu. A-hluti bæjarsjóðs verði af 260 milljónum vegna brestsins en tekjumissir hafnarsjóðs verði um 100 milljónir. Við eigum eftir að fara yfir þetta og hvað við gerum varðandi A-hlutann; rekstur á skólum, félagsþjónustu og ýmsar framkvæmdir í sveitarfélaginu. Við minnkum auðvitað ekki skólana. Þeir eru bara föst stærð,“ segir Karl. Hann segir líklegast að reynt verði að hægja á ýmsum framkvæmdum. „Við höfum enn ekki ákveðið að stöðva byggingu nýs leikskóla sem hafin er á Reyðarfirði. Vonandi kemur ekki til þess.“ Í frétt á vef Fjarðabyggðar kemur fram að launatekjur í sveitarfélaginu muni lækka um rúman milljarð vegna loðnubrestsins og laun starfsmanna í sjávarútvegi muni lækka um 13% frá fyrra ári miðað við lítt breytta loðnuvertíð á milli ára. Þá verði samfélagið af um 10 milljörðum í útflutningstekjur. „Þetta hefur auðvitað mikil áhrif á samfélögin. Bæði fyrir þá sem vinna við veiðarnar og vinnsluna og svo bara á allt samfélagið þar sem þessi vinnsla hefur farið fram,“ segir Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls starfsgreinafélags Austurlands. Áfallið og fjárhagsskaðinn sé mikill fyrir hafnirnar og svo smiti skaðinn frá sér út í samfélagið. Loðnuvertíðin stendur jafnan í átta til níu vikur og meðan á henni stendur hafi mörg hundruð manns af henni atvinnu. Unnið sé á sólarhringsvöktum í sjö helstu byggðarlögunum á starfssvæði félagsins; Hornafirði, Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Neskaupstað, Vopnafirði og Seyðisfirði. „Ég myndi skjóta á að þetta væru ekki færri en 500 manns í landvinnslunni og svo sjómenn á um það bil tíu skipum. Þetta er mjög mikið áfall fyrir svæðið allt,“ segir Hjördís.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Sjávarútvegur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira