Verulega dregið í land um málskot í Landsréttarmálinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. mars 2019 06:15 Í skýrslu sinni til þingsins sagði Katrín Jakobsdóttir að í hennar huga snerist þetta fyrst og fremst um að gera það sem rétt væri fyrir íslenskt samfélag, íslenskt réttarkerfi og fyrir alþjóðlegt samhengi. Fréttablaðið/Anton Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra drógu heldur í land í yfirlýsingum sínum um fyrirhugað málskot dóms Mannréttindadómstóls Evrópu til efri deildar dómsins í umræðum um málið á Alþingi í gær. Þær lögðu áherslu á að málið yrði skoðað af yfirvegun og ítarlegt hagsmunamat færi fram áður en ákvörðun um beiðni um málskot verði tekin. Í skýrslu sinni til þingsins sagði Katrín Jakobsdóttir að í hennar huga snerist þetta fyrst og fremst um að gera það sem rétt væri fyrir íslenskt samfélag, íslenskt réttarkerfi og fyrir alþjóðlegt samhengi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem hafði lýst með eindregnum hætti að það væri hennar vilji að málinu yrði vísað til efri deildar MDE, dró verulega í land og sagði mikilvægt að nálgast málið af yfirvegun. „Í dag er því ekki ein augljós leið að fara, með augljósum fararskjóta og augljósan áfangastað. Það væri enda óráð að hafa valið sér leiðina og áfangastaðinn strax. Það sem skiptir mestu máli er að hafa valið sér leiðarljós. Og mitt leiðarljós er að nálgast þetta verkefni af yfirvegun, heildstætt og í samráði til að tryggja virkni dómstólanna, traust á dómskerfinu og réttaröryggi í landinu,“ sagði Þórdís. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hvöttu einnig til þess að varlega yrði stigið til jarðar í ákvörðunum um framhaldið. Bæði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður þingflokks Pírata, véku að umdeildum skipunum dómara á undanförnum áratugum sem leitt hafa af sér málaferli og bótagreiðslur af hálfu ríkisvaldsins og sögðust binda vonir við að með dómi MDE myndu pólitískar skipanir dómara hér á landi líða undir lok. Þórhildur Sunna vísaði til eftiráskýringa fráfarandi dómsmálaráðherra, meðal annars um að hún hefði ákveðið að auka vægi dómarareynslu við mat á umsækjendum. Þórhildur Sunna sagði þessa eftiráskýringu kunnuglegt stef og rifjaði upp sambærilegar skýringar annarra ráðherra Sjálfstæðisflokksins á undanförnum áratugum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Stj.mál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra drógu heldur í land í yfirlýsingum sínum um fyrirhugað málskot dóms Mannréttindadómstóls Evrópu til efri deildar dómsins í umræðum um málið á Alþingi í gær. Þær lögðu áherslu á að málið yrði skoðað af yfirvegun og ítarlegt hagsmunamat færi fram áður en ákvörðun um beiðni um málskot verði tekin. Í skýrslu sinni til þingsins sagði Katrín Jakobsdóttir að í hennar huga snerist þetta fyrst og fremst um að gera það sem rétt væri fyrir íslenskt samfélag, íslenskt réttarkerfi og fyrir alþjóðlegt samhengi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem hafði lýst með eindregnum hætti að það væri hennar vilji að málinu yrði vísað til efri deildar MDE, dró verulega í land og sagði mikilvægt að nálgast málið af yfirvegun. „Í dag er því ekki ein augljós leið að fara, með augljósum fararskjóta og augljósan áfangastað. Það væri enda óráð að hafa valið sér leiðina og áfangastaðinn strax. Það sem skiptir mestu máli er að hafa valið sér leiðarljós. Og mitt leiðarljós er að nálgast þetta verkefni af yfirvegun, heildstætt og í samráði til að tryggja virkni dómstólanna, traust á dómskerfinu og réttaröryggi í landinu,“ sagði Þórdís. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hvöttu einnig til þess að varlega yrði stigið til jarðar í ákvörðunum um framhaldið. Bæði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður þingflokks Pírata, véku að umdeildum skipunum dómara á undanförnum áratugum sem leitt hafa af sér málaferli og bótagreiðslur af hálfu ríkisvaldsins og sögðust binda vonir við að með dómi MDE myndu pólitískar skipanir dómara hér á landi líða undir lok. Þórhildur Sunna vísaði til eftiráskýringa fráfarandi dómsmálaráðherra, meðal annars um að hún hefði ákveðið að auka vægi dómarareynslu við mat á umsækjendum. Þórhildur Sunna sagði þessa eftiráskýringu kunnuglegt stef og rifjaði upp sambærilegar skýringar annarra ráðherra Sjálfstæðisflokksins á undanförnum áratugum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Stj.mál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira