Þvert á kynslóðir Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. mars 2019 08:00 Fullorðna fólkið segir oft: „Okkur ber skylda til að tryggja ungu fólki von.“ En ég vil ekki vonina ykkar. Ég vil ekki að þið séuð vongóð. Ég vil að þið séuð skelfingu lostin. Ég vil að þið upplifið þá skelfingu sem ég finn fyrir á degi hverjum. Síðan vil ég að þið grípið til aðgerða.“ Þessi orð ungu baráttukonunnar Gretu Thunberg, sem hún lét falla við dræmar viðtökur á viðskiptaráðstefnu Alþjóðlegu efnahagsstofnunarinnar í Davos í janúar, eru viðeigandi heróp á tímum viðvarandi og skæðs andvaraleysis í loftslagsmálum. Á þessari öld skeytingarleysisins er almenningi talin trú um að hægt sé að stemma stigu við loftslagsbreytingum með einföldum, og sannarlega skynsamlegum, lífsstílsbreytingum; með því að hjóla á milli staða, með því að velja sparneytnari ljósaperur, með því að flokka og endurvinna. Á sama tíma stefnum við hraðbyri í átt að tveggja gráðu takmarkinu sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu. Raunar er það svo, samkvæmt nýjustu úttekt Sameinuðu þjóðanna, að þjóðir heimsins hafa lítið sem ekkert gert á undanförnum árum sem mun hafa teljandi áhrif til hins betra á losun gróðurhúsalofttegunda. Við getum ekki tekist á við yfirvofandi loftslagsbreytingar nema með róttækum og fordæmalausum breytingum á lifnaðarháttum okkar, samfélagi okkar og innviðum þess. Slíkar breytingar verða ekki knúnar áfram af almenningi, heldur af opinberri stefnumótun og áherslum. Sú framtíðarsýn sem blasir við börnum okkar og afkomendum þeirra er skelfileg. Á næstu áratugum munu gjörðir mannanna ógna fæðuöryggi milljarða manna með eyðimerkurmyndun og þverrandi líffræðilegum fjölbreytileika, loftmengun mun draga tugi milljóna til dauða árlega, hlýnandi höf ógna kóralrifjum og búsvæðum lífsnauðsynlegra fiskistofna. Sviðsmyndirnar eru sannarlega hörmulegar, en til að eiga möguleika á að bægja frá alvarlegustu afleiðingum loftslagsbreytinga þá þurfum við að horfast í augu við staðreyndir málsins. Þannig er krafa þeirra ungmenna, sem marserað hafa víða um heim á undanförnum dögum og vikum og krafist aðgerða, með öllu réttmæt. Þau gera þá einföldu og nauðsynlegu kröfu að staðreyndir og veruleiki hnattrænna loftslagsbreytinga verði höfð að leiðarljósi hjá þeim sem við höfum falið að tryggja komandi kynslóðum sömu tækifæri og við fengum. Þetta er ekki ósanngjörn krafa, hún er siðferðilega réttmæt. Engum dylst að verkefnið er sannarlega ærið. Á okkur er gerð sú krafa að fórna þeim stöðugleika sem stór hluti lífs okkar hefur gengið út á að öðlast. Mögulega er þetta ástæðan fyrir því að ástríða unga fólksins er svo tær, svo einbeitt. Án raunverulegra og tafarlausra aðgerða eru líkur á að okkar verði minnst sem kynslóðarinnar sem kæfði ástríðu barnanna sinna, kynslóðar sinnuleysisins, kynslóðarinnar sem greip ekki til aðgerða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Skoðun Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fullorðna fólkið segir oft: „Okkur ber skylda til að tryggja ungu fólki von.“ En ég vil ekki vonina ykkar. Ég vil ekki að þið séuð vongóð. Ég vil að þið séuð skelfingu lostin. Ég vil að þið upplifið þá skelfingu sem ég finn fyrir á degi hverjum. Síðan vil ég að þið grípið til aðgerða.“ Þessi orð ungu baráttukonunnar Gretu Thunberg, sem hún lét falla við dræmar viðtökur á viðskiptaráðstefnu Alþjóðlegu efnahagsstofnunarinnar í Davos í janúar, eru viðeigandi heróp á tímum viðvarandi og skæðs andvaraleysis í loftslagsmálum. Á þessari öld skeytingarleysisins er almenningi talin trú um að hægt sé að stemma stigu við loftslagsbreytingum með einföldum, og sannarlega skynsamlegum, lífsstílsbreytingum; með því að hjóla á milli staða, með því að velja sparneytnari ljósaperur, með því að flokka og endurvinna. Á sama tíma stefnum við hraðbyri í átt að tveggja gráðu takmarkinu sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu. Raunar er það svo, samkvæmt nýjustu úttekt Sameinuðu þjóðanna, að þjóðir heimsins hafa lítið sem ekkert gert á undanförnum árum sem mun hafa teljandi áhrif til hins betra á losun gróðurhúsalofttegunda. Við getum ekki tekist á við yfirvofandi loftslagsbreytingar nema með róttækum og fordæmalausum breytingum á lifnaðarháttum okkar, samfélagi okkar og innviðum þess. Slíkar breytingar verða ekki knúnar áfram af almenningi, heldur af opinberri stefnumótun og áherslum. Sú framtíðarsýn sem blasir við börnum okkar og afkomendum þeirra er skelfileg. Á næstu áratugum munu gjörðir mannanna ógna fæðuöryggi milljarða manna með eyðimerkurmyndun og þverrandi líffræðilegum fjölbreytileika, loftmengun mun draga tugi milljóna til dauða árlega, hlýnandi höf ógna kóralrifjum og búsvæðum lífsnauðsynlegra fiskistofna. Sviðsmyndirnar eru sannarlega hörmulegar, en til að eiga möguleika á að bægja frá alvarlegustu afleiðingum loftslagsbreytinga þá þurfum við að horfast í augu við staðreyndir málsins. Þannig er krafa þeirra ungmenna, sem marserað hafa víða um heim á undanförnum dögum og vikum og krafist aðgerða, með öllu réttmæt. Þau gera þá einföldu og nauðsynlegu kröfu að staðreyndir og veruleiki hnattrænna loftslagsbreytinga verði höfð að leiðarljósi hjá þeim sem við höfum falið að tryggja komandi kynslóðum sömu tækifæri og við fengum. Þetta er ekki ósanngjörn krafa, hún er siðferðilega réttmæt. Engum dylst að verkefnið er sannarlega ærið. Á okkur er gerð sú krafa að fórna þeim stöðugleika sem stór hluti lífs okkar hefur gengið út á að öðlast. Mögulega er þetta ástæðan fyrir því að ástríða unga fólksins er svo tær, svo einbeitt. Án raunverulegra og tafarlausra aðgerða eru líkur á að okkar verði minnst sem kynslóðarinnar sem kæfði ástríðu barnanna sinna, kynslóðar sinnuleysisins, kynslóðarinnar sem greip ekki til aðgerða.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun