Framkvæmdastjóri Evrópuútgerðar Samherja hættir Birgir Olgeirsson skrifar 19. mars 2019 10:07 Óskar Ævarsson Samherji Óskar Ævarsson hefur ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Evrópuútgerðar Samherja. Greint er frá þessu á vef Samherja en þar kemur fram að Óskar hafi starfað hjá Samherja í rúma þrjá áratugi. Óskar hóf störf hjá Samherja í maí 1989 sem yfirvélstjóri á Hjalteyrinni EA310 og var síðan yfirvélstjóri á ýmsum skipum Samherja allt þar til hann kom í land árið 1997. Hann flutti til Grindavíkur og tók við rekstri Fiskimjöls & Lýsis, en það fyrirtæki var þá í eigu Samherja en rann síðar inn í Samherjasamstæðuna, meðan Óskar hafði yfirumsjón með rekstrinum. Árið 2006 lagði Óskar síðan land undir fót og flutti með fjölskylduna í nágrenni Cuxhaven í Þýskalandi, þar sem hann réð sig sem framkvæmdastjóra útgerðasviðs EU útgerðar Samherja. Þar hefur Óskar staðið í brúnni í nærri 14 ár og meðal annars haft yfirumsjón með nýsmíðaverkefnum á sama tíma og hann hefur verið vakinn og sofinn yfir daglegri útgerð skipa Samherja, sem eru gerð út undir mismunandi þjóðfánum Evrópusambandsríkja. Tveir starfsmenn koma til með að taka við yfirstjórn útgerðasviðs EU útgerðar Samherja af Óskari Ævarssyni sem lætur af störfum 1. ágúst næstkomandi. Pétur Þór Erlingsson hefur búið í nágrenni Cuxhaven frá árinu 2016 og verið aðstoðarmaður framkvæmdastjóra útgerðarsviðs EU útgerðar frá þeim tíma. Pétur er vélfræðingur og rafvirki að mennt ásamt því að hafa lokið véla- og rekstrariðnfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Skrifstofunni í Cuxhaven berst liðstyrkur frá Akureyri, þar sem Guðmundur Óli Hilmisson hefur ákveðið að flytja til Cuxhaven með fjölskyldu sinni. Guðmundur hefur verið Gæðastjóri hjá Samherja frá árinu 2015 en mun hefja störf sem framkvæmdastjóri útgerðasviðs EU útgerðar Samherja við hlið Péturs Þórs. Guðmundur Óli er sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri. Í september á síðasta ári réð Elísabet Ýr Sveinsdóttir sig til EU útgerðar Samherja. Elísabet er Viðskipafræðingur frá Bifröst og með meistaragráðu í Stjórnunarreikningsskilum og viðskiptagreind ( MABI - Management accounting and business intelligence) frá Háskólanum í Reykjavík. Elísabet mun vinna við þróun kerfis þar sem rauntímagögn úr rekstri, veiðum, framleiðslu og sölu eru vistuð í lotur og að þannig verði hægt að bera saman kennitölur úr rekstri í rauntíma við sögulegar rekstrartölur. Sjávarútvegur Vistaskipti Þýskaland Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Sjá meira
Óskar Ævarsson hefur ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Evrópuútgerðar Samherja. Greint er frá þessu á vef Samherja en þar kemur fram að Óskar hafi starfað hjá Samherja í rúma þrjá áratugi. Óskar hóf störf hjá Samherja í maí 1989 sem yfirvélstjóri á Hjalteyrinni EA310 og var síðan yfirvélstjóri á ýmsum skipum Samherja allt þar til hann kom í land árið 1997. Hann flutti til Grindavíkur og tók við rekstri Fiskimjöls & Lýsis, en það fyrirtæki var þá í eigu Samherja en rann síðar inn í Samherjasamstæðuna, meðan Óskar hafði yfirumsjón með rekstrinum. Árið 2006 lagði Óskar síðan land undir fót og flutti með fjölskylduna í nágrenni Cuxhaven í Þýskalandi, þar sem hann réð sig sem framkvæmdastjóra útgerðasviðs EU útgerðar Samherja. Þar hefur Óskar staðið í brúnni í nærri 14 ár og meðal annars haft yfirumsjón með nýsmíðaverkefnum á sama tíma og hann hefur verið vakinn og sofinn yfir daglegri útgerð skipa Samherja, sem eru gerð út undir mismunandi þjóðfánum Evrópusambandsríkja. Tveir starfsmenn koma til með að taka við yfirstjórn útgerðasviðs EU útgerðar Samherja af Óskari Ævarssyni sem lætur af störfum 1. ágúst næstkomandi. Pétur Þór Erlingsson hefur búið í nágrenni Cuxhaven frá árinu 2016 og verið aðstoðarmaður framkvæmdastjóra útgerðarsviðs EU útgerðar frá þeim tíma. Pétur er vélfræðingur og rafvirki að mennt ásamt því að hafa lokið véla- og rekstrariðnfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Skrifstofunni í Cuxhaven berst liðstyrkur frá Akureyri, þar sem Guðmundur Óli Hilmisson hefur ákveðið að flytja til Cuxhaven með fjölskyldu sinni. Guðmundur hefur verið Gæðastjóri hjá Samherja frá árinu 2015 en mun hefja störf sem framkvæmdastjóri útgerðasviðs EU útgerðar Samherja við hlið Péturs Þórs. Guðmundur Óli er sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri. Í september á síðasta ári réð Elísabet Ýr Sveinsdóttir sig til EU útgerðar Samherja. Elísabet er Viðskipafræðingur frá Bifröst og með meistaragráðu í Stjórnunarreikningsskilum og viðskiptagreind ( MABI - Management accounting and business intelligence) frá Háskólanum í Reykjavík. Elísabet mun vinna við þróun kerfis þar sem rauntímagögn úr rekstri, veiðum, framleiðslu og sölu eru vistuð í lotur og að þannig verði hægt að bera saman kennitölur úr rekstri í rauntíma við sögulegar rekstrartölur.
Sjávarútvegur Vistaskipti Þýskaland Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Sjá meira