Leggja drög að verkfallsaðgerðum 20.000 félagsmanna í dag Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. mars 2019 11:10 Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri SGS (til hægri) segir að það kæmi honum ekki á óvart ef félagsmenn myndu samþykkja allsherjarverkföll. Aðgerðahópur Starfsgreinasambands Íslands kemur saman klukkan 14.00 í dag til að leggja drög að verkfallsaðgerðum um 20.000 félagsmanna sem staðsettir eru víða um land. Aðgerðahópurinn ætlar að gefa sér þessa viku í að skipuleggja möguleg verkföll en kemur síðan til með að leggja tillögur sínar fyrir samninganefnd SGS næsta mánudag. Að því loknu þurfa allir formenn 16 félaga sambandsins, sem eru í samfloti í kjaraviðræðum, að leggja tillögurnar fyrir sitt félag. Öll 16 félög SGS sem eru í samfloti þurfa í kjölfarið að greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir. „Það eru fjölmörg formsatriði sem þarf að uppfylla,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, í samtali við fréttastofu.Ef til verkfalla kemur munu áhrifin verða mest á fyrirtæki í margvíslegum rekstri á borð við fiskvinnslu og ferðaþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins.FBL/DaníelAllir muni taka eftir því komi til vinnustöðvunar Spurður um hvaða hópar séu innan SGS svarar Flosi því til að þetta séu félög um allt land að undanskilinni Reykjavík, Akranesi og Grindavík. „Þetta er ófaglært verkafólk á Íslandi. Þetta er starfsfólk í fiskvinnslu, starfsfólk í stórmörkuðum, starfsfólk í ferðaþjónustu mikið, þetta er aðstoðarfólk á veitingahúsum. Þetta eru vörubílstjórar, tækjastjórar, hópferðabílstjórar. Þetta er mjög fjölbreyttur hópur sem kemur að öllum sviðum atvinnulífsins og sinnir meira og minna allt störfum sem við tökum öll eftir þegar þeim er ekki sinnt,“ segir Flosi. Kæmi ekki á óvart ef allsherjarverkföll verða samþykkt Aðspurður hvort mögulegar verkfallsaðgerðir muni hverfast um ákveðnar starfsgreinar þjóðfélagsins líkt og Efling, VR, VLFGRV og VLFA svarar Flosi því til að það sé eitt af því sem verði rætt á fundinum eftir hádegi en hann segir þó að það kæmi honum ekki á óvart ef allir félagsmennirnir leggðu niður störf en aðgerðaráætlunin mun skýrast betur á næstu dögum. Samninganefnd SGS samþykkti einróma síðasta föstudag að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins ef engar nýjar hugmyndir kæmu fram af hálfu viðsemjenda sinna. Sú varð raunin og var viðræðum slitið í gær. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, sagði í Kastljósþætti gærkvöldsins að SA væru ábyrg og búin að leggja öll sín spil á borðið. Hún sagði að SA treysti sér ekki til þess að lofa einhverju sem þau gætu síðan ekki staðið við. Flosi sagði á sama vettvangi að SGS myndi ekki taka þátt í því að ganga frá kjarasamningi sem myndi leiða til þess að skerða kjör félagsmanna. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir SGS hefur slitið viðræðum við SA Fundur í kjaradeilunni hófst klukkan 11 í húsakynnum sáttasemjara. 18. mars 2019 11:45 Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27 SGS teiknar upp næstu skref og aðgerðir eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandið (SGS) sleit í gær kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins (SA) eftir árangurslausan fund hjá ríkissáttasemjara. Aðgerðahópur SGS kemur saman í dag til að teikna upp aðgerðir. 19. mars 2019 06:15 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Aðgerðahópur Starfsgreinasambands Íslands kemur saman klukkan 14.00 í dag til að leggja drög að verkfallsaðgerðum um 20.000 félagsmanna sem staðsettir eru víða um land. Aðgerðahópurinn ætlar að gefa sér þessa viku í að skipuleggja möguleg verkföll en kemur síðan til með að leggja tillögur sínar fyrir samninganefnd SGS næsta mánudag. Að því loknu þurfa allir formenn 16 félaga sambandsins, sem eru í samfloti í kjaraviðræðum, að leggja tillögurnar fyrir sitt félag. Öll 16 félög SGS sem eru í samfloti þurfa í kjölfarið að greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir. „Það eru fjölmörg formsatriði sem þarf að uppfylla,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, í samtali við fréttastofu.Ef til verkfalla kemur munu áhrifin verða mest á fyrirtæki í margvíslegum rekstri á borð við fiskvinnslu og ferðaþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins.FBL/DaníelAllir muni taka eftir því komi til vinnustöðvunar Spurður um hvaða hópar séu innan SGS svarar Flosi því til að þetta séu félög um allt land að undanskilinni Reykjavík, Akranesi og Grindavík. „Þetta er ófaglært verkafólk á Íslandi. Þetta er starfsfólk í fiskvinnslu, starfsfólk í stórmörkuðum, starfsfólk í ferðaþjónustu mikið, þetta er aðstoðarfólk á veitingahúsum. Þetta eru vörubílstjórar, tækjastjórar, hópferðabílstjórar. Þetta er mjög fjölbreyttur hópur sem kemur að öllum sviðum atvinnulífsins og sinnir meira og minna allt störfum sem við tökum öll eftir þegar þeim er ekki sinnt,“ segir Flosi. Kæmi ekki á óvart ef allsherjarverkföll verða samþykkt Aðspurður hvort mögulegar verkfallsaðgerðir muni hverfast um ákveðnar starfsgreinar þjóðfélagsins líkt og Efling, VR, VLFGRV og VLFA svarar Flosi því til að það sé eitt af því sem verði rætt á fundinum eftir hádegi en hann segir þó að það kæmi honum ekki á óvart ef allir félagsmennirnir leggðu niður störf en aðgerðaráætlunin mun skýrast betur á næstu dögum. Samninganefnd SGS samþykkti einróma síðasta föstudag að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins ef engar nýjar hugmyndir kæmu fram af hálfu viðsemjenda sinna. Sú varð raunin og var viðræðum slitið í gær. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, sagði í Kastljósþætti gærkvöldsins að SA væru ábyrg og búin að leggja öll sín spil á borðið. Hún sagði að SA treysti sér ekki til þess að lofa einhverju sem þau gætu síðan ekki staðið við. Flosi sagði á sama vettvangi að SGS myndi ekki taka þátt í því að ganga frá kjarasamningi sem myndi leiða til þess að skerða kjör félagsmanna.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir SGS hefur slitið viðræðum við SA Fundur í kjaradeilunni hófst klukkan 11 í húsakynnum sáttasemjara. 18. mars 2019 11:45 Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27 SGS teiknar upp næstu skref og aðgerðir eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandið (SGS) sleit í gær kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins (SA) eftir árangurslausan fund hjá ríkissáttasemjara. Aðgerðahópur SGS kemur saman í dag til að teikna upp aðgerðir. 19. mars 2019 06:15 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
SGS hefur slitið viðræðum við SA Fundur í kjaradeilunni hófst klukkan 11 í húsakynnum sáttasemjara. 18. mars 2019 11:45
Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27
SGS teiknar upp næstu skref og aðgerðir eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandið (SGS) sleit í gær kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins (SA) eftir árangurslausan fund hjá ríkissáttasemjara. Aðgerðahópur SGS kemur saman í dag til að teikna upp aðgerðir. 19. mars 2019 06:15