Landsbankinn hefur aukið hlut sinn í leigufélaginu Heimavöllum úr 2,66 prósentum í 5,68 prósent. Í flöggun til Kauphallarinnar kemur fram að aukningin sé tilkomin eftir kaup Landsbankans á 340 milljónum hlutum í Heimavöllum.
Viðskiptin áttu sér stað í gær en þá var gengi bréfa félagsins 1,25 krónur á hlut. Kaup Landsbankans nema því um 425 milljónum króna.
Fyrir viðskiptin átti Landbankinn næstum 299 milljónir hluti í Heimavöllum en á nú um 640 milljón hluti. Heildareign Landsbankans í félaginu er því rétt rúmlega 800 milljónir króna.

