Krafa um fimm milljarða sparnað á fjárlögum næsta árs Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2019 20:34 Krafa verður gerð um aðhald og sparnað hjá ráðuneytum og stofnunum upp á fimm milljarða króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Fjármálaráðherra undrast viðbrögð sveitarfélaga við hugmyndum um frystingu framlaga í jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem þurfi að ræða í samhengi við fjölmörg verkefni sveitarfélaganna. Samtök íslenskra sveitarfélaga og talsmenn einstakra sveitarfélaga hafa brugðist illa við hugmyndum um að frysta framlög ríkisins til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir viðbrögðin koma á óvart þar sem engin formleg tillaga liggi fyrir og ekkert frumvarp um málið sé komið fram, þótt sú hugmynd hafi verið viðruð að greiðslurnar stæðu í staðí tvö ár. Þessi mál og fleiri þurfi að ræða í tengslum við fjármálaáætlun stjórnvalda. „Það er náttúrlega okkar hlutverk að koma á framfæri viðþingið fjármálaáætluninni. Ein af ráðstöfununum sem við vildum ræða við sveitarfélögin var þessi. Hún hefur bara verið rædd á fundum. Hún getur verið í undirliggjandi forsendum áætlunarinnar. En auðvitað háð því aðá endanum náist samkomulag,“ segir fjármálaráðherra. Sveitarfélögin séu með ýmis mál uppi á borðum í samtali við ríkið. „Ég gæti nefnt hér samgöngumál, borgarlínu. Ég gæti nefnt fráveitumál sveitarfélaga víða um landið, ég gæti nefnt hér málefni fatlaðra, lífeyrismál og margt fleira. Ég verð bara að segja að ég er furðu lostinn að vegna þess að svona mál er nefnt á fundi að þá segi menn; nú skulum við bara standa upp og hlaupa frá samtali um alla hluti,“ segir Bjarni. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára verður kynnt í fjármálaráðuneytinu strax upp úr helgi. Þá er unnið hörðum höndum að samningu fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár þar sem gerð verður almenn krafa um aðhald í ríkisrekstrinum. Fastur kostnaður geti ekki vaxið í takti við tekjur ríkissjóðs segir fjármálaráðherra. „Við gerum ekki sömu aðhaldskröfu á heilbrigðisstofnanir svo dæmi sé tekið. Dómstólar eru fyrst og fremst launakostnaður. Þannig að það eru ákveðin lögmál á ákveðnum stöðum sem viðþurfum að taka tillit til. En aðöðru leyti erum við að fara fram á það heilt yfir í kerfinu að menn gæti aðhalds.“Hvaðerþetta stór upphæð í þaðheila?„Hún losar fimm milljarða,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Fjárlög Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Fleiri fréttir Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Krafa verður gerð um aðhald og sparnað hjá ráðuneytum og stofnunum upp á fimm milljarða króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Fjármálaráðherra undrast viðbrögð sveitarfélaga við hugmyndum um frystingu framlaga í jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem þurfi að ræða í samhengi við fjölmörg verkefni sveitarfélaganna. Samtök íslenskra sveitarfélaga og talsmenn einstakra sveitarfélaga hafa brugðist illa við hugmyndum um að frysta framlög ríkisins til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir viðbrögðin koma á óvart þar sem engin formleg tillaga liggi fyrir og ekkert frumvarp um málið sé komið fram, þótt sú hugmynd hafi verið viðruð að greiðslurnar stæðu í staðí tvö ár. Þessi mál og fleiri þurfi að ræða í tengslum við fjármálaáætlun stjórnvalda. „Það er náttúrlega okkar hlutverk að koma á framfæri viðþingið fjármálaáætluninni. Ein af ráðstöfununum sem við vildum ræða við sveitarfélögin var þessi. Hún hefur bara verið rædd á fundum. Hún getur verið í undirliggjandi forsendum áætlunarinnar. En auðvitað háð því aðá endanum náist samkomulag,“ segir fjármálaráðherra. Sveitarfélögin séu með ýmis mál uppi á borðum í samtali við ríkið. „Ég gæti nefnt hér samgöngumál, borgarlínu. Ég gæti nefnt fráveitumál sveitarfélaga víða um landið, ég gæti nefnt hér málefni fatlaðra, lífeyrismál og margt fleira. Ég verð bara að segja að ég er furðu lostinn að vegna þess að svona mál er nefnt á fundi að þá segi menn; nú skulum við bara standa upp og hlaupa frá samtali um alla hluti,“ segir Bjarni. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára verður kynnt í fjármálaráðuneytinu strax upp úr helgi. Þá er unnið hörðum höndum að samningu fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár þar sem gerð verður almenn krafa um aðhald í ríkisrekstrinum. Fastur kostnaður geti ekki vaxið í takti við tekjur ríkissjóðs segir fjármálaráðherra. „Við gerum ekki sömu aðhaldskröfu á heilbrigðisstofnanir svo dæmi sé tekið. Dómstólar eru fyrst og fremst launakostnaður. Þannig að það eru ákveðin lögmál á ákveðnum stöðum sem viðþurfum að taka tillit til. En aðöðru leyti erum við að fara fram á það heilt yfir í kerfinu að menn gæti aðhalds.“Hvaðerþetta stór upphæð í þaðheila?„Hún losar fimm milljarða,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Fjárlög Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Fleiri fréttir Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu