Laun og kostnaður vegna starfsloka fyrrverandi forstjóra HB Granda á síðasta ári námu rúmum 88 milljónum króna. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.
Vilhjálmur Vilhjálmsson lét af störfum sem forstjóri í júní í fyrra þegar Guðmundur Kristjánsson í Brimi varð stærsti hluthafi útgerðarfélagsins og tók við sem forstjóri. Fram kemur í ársreikningnum að laun og hlunnindi Vilhjálms hafi numið 693 þúsund evrum í fyrra en inni í þeirri upphæð sé áfallinn launakostnaður vegna starfsloka. Þetta gerir rúmar 88 milljónir króna, miðað við meðalgengi evru á síðasta ári (127), eða jafngildi 7,3 milljóna á mánuði.
Fyrir forstjórastörf sín síðari helming ársins fékk nýr forstjóri og stærsti hluthafi, Guðmundur Kristjánsson, greiddar sem nemur nærri fjórum milljónum á mánuði.
HB Grandi hagnaðist um 4,1 milljarð króna á síðasta ári en Guðmundur hefur lýst afkomunni í heild sem óásættanlegri. Heildarskuldir HB Granda jukust um ríflega 60 prósent milli ára, úr 240 milljónum evra í 387 milljónir evra.
Fráfarandi forstjóri fékk 88 milljónir

Tengdar fréttir

Studdu ekki brottrekstur forstjórans
Tveir stjórnarmenn töldu rétt að bíða þar til yfirtökutilboð Brims í HB Granda var runnið út. Einhugur um ráðningu Guðmundar í forstjórastólinn. Ráðninguna bar mjög brátt að og hún kom stórum hluthöfum í útgerðinni nokkuð á óvart á þessum tímapunkti.

Hafði fullan hug á því að starfa áfram hjá HB Granda
Vilhjálmur Vilhjálmsson, sem vikið var úr starfi forstjóra HB Granda á fimmtudaginn í síðustu viku, segist í yfirlýsingu á vefsíðu félagsins ekki ætla að tjá sig um forstjóraskiptin og starfslok sín en tekur þó fram að hann hafi haft fullan hug á því að starfa áfram hjá HB Granda.

Vilhjálmur hættir sem forstjóri HB Granda og Guðmundur tekur við
Meirihluti stjórnar HB Granda ákvað á fundi í dag að ganga til samninga við Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra, um starfslok hans hjá félaginu