Emil gerði stuttan samning við Udinese: Best fyrir báða aðila 1. mars 2019 16:00 Emil Hallfreðsson er kominn aftur í svarthvítt hjá Udinese. Vísir/Getty Emil Hallfreðsson gerði í gær nýjan samning við ítalska 1. deildarfélagið Udinese en hann hafði þá verið án félags í nokkurn tíma. Samningurinn gildir til loka tímabilsins. „Þetta var það langbesta í stöðunni,“ sagði Emil í samtali við Vísi í dag. „Þetta er það sem mig langaði til að gera úr því sem komið var,“ sagði hann enn fremur en Emil hefur verið að jafna sig eftir hnéaðgerð sem hann gekkst undir í byrjun desember. Emil gekk í raðir Frosinone í sumar en fékk samningi sínum rift við félagið í janúar. Stuttu síðar sneri hann aftur til síns gamla félags, Udinese, sem var honum innan handar í endurhæfingu sinni. „Þeir buðu mér að koma til að hjálpa mér að jafna mig. Svo sáu þeir að það er ekki svo langt í mig og ég ætti vonanadi að geta hjálpað þeim síðustu mánuði tímabilsins.“ Udinese er sem stendur í sextánda sæti deildarinnar og stutt frá fallsvæði. Á sunnudag er mikilvægur leikur við Bologna sem er í átjánda sæti. „Udinese var búið að festa sig vel í sessi í deildinni þar til fyrir 2-3 árum að liðið fór að færast nær fallsvæðinu. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir eftir ágæta byrjun á tímabilinu en ef okkur tekst að vinna Bologna á sunnudag þá komum við okkur úr þessum fallpakka í bili,“ sagði Emil. Hann segir ekkert ljóst með framhaldið þegar samningurinn rennur út. Það hafi ekki verið rætt um lengri samning við forráðamenn Udinese að svo stöddu. „Við höldum bara öllu opnu en það var best fyrir báða aðila að gera þetta svona. Ég er mjög sáttur við hvernig staðið var að þessu.“ Emil segir ljóst að hann nái ekki landsleikjum Íslands gegn Andorra og Frakklandi síðar í mánuðinum, þeim fyrstu í undankeppni EM 2020. „Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að ég myndi ekki ná þeim en ég stefni á að vera í toppstandi fyrir landsleikina í júní,“ sagði Emil Hallfreðsson. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Emil samdi við Udinese á ný Emil Hallfreðsson hefur gengið til liðs við ítalska félagið Udinese á nýjan leik. Félagið tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í gærkvöld. 1. mars 2019 08:00 Emil hættur hjá Frosinone Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er án félags en Frosinone tilkynnti í dag að félagið hefði rift samningi sínum við Emil. 22. janúar 2019 13:32 Emil er ekki á leið í Pepsi-deildina: Áhugi erlendis Emil Hallfreðsson er ekki á leið í Pepsi-deildina. 23. janúar 2019 07:00 Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir „Þakklát fyrir að vera uppalinn í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Í beinni: Valencia - Real Sociedad | Hvernig kemur Orri undan sumri? Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Sjá meira
Emil Hallfreðsson gerði í gær nýjan samning við ítalska 1. deildarfélagið Udinese en hann hafði þá verið án félags í nokkurn tíma. Samningurinn gildir til loka tímabilsins. „Þetta var það langbesta í stöðunni,“ sagði Emil í samtali við Vísi í dag. „Þetta er það sem mig langaði til að gera úr því sem komið var,“ sagði hann enn fremur en Emil hefur verið að jafna sig eftir hnéaðgerð sem hann gekkst undir í byrjun desember. Emil gekk í raðir Frosinone í sumar en fékk samningi sínum rift við félagið í janúar. Stuttu síðar sneri hann aftur til síns gamla félags, Udinese, sem var honum innan handar í endurhæfingu sinni. „Þeir buðu mér að koma til að hjálpa mér að jafna mig. Svo sáu þeir að það er ekki svo langt í mig og ég ætti vonanadi að geta hjálpað þeim síðustu mánuði tímabilsins.“ Udinese er sem stendur í sextánda sæti deildarinnar og stutt frá fallsvæði. Á sunnudag er mikilvægur leikur við Bologna sem er í átjánda sæti. „Udinese var búið að festa sig vel í sessi í deildinni þar til fyrir 2-3 árum að liðið fór að færast nær fallsvæðinu. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir eftir ágæta byrjun á tímabilinu en ef okkur tekst að vinna Bologna á sunnudag þá komum við okkur úr þessum fallpakka í bili,“ sagði Emil. Hann segir ekkert ljóst með framhaldið þegar samningurinn rennur út. Það hafi ekki verið rætt um lengri samning við forráðamenn Udinese að svo stöddu. „Við höldum bara öllu opnu en það var best fyrir báða aðila að gera þetta svona. Ég er mjög sáttur við hvernig staðið var að þessu.“ Emil segir ljóst að hann nái ekki landsleikjum Íslands gegn Andorra og Frakklandi síðar í mánuðinum, þeim fyrstu í undankeppni EM 2020. „Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að ég myndi ekki ná þeim en ég stefni á að vera í toppstandi fyrir landsleikina í júní,“ sagði Emil Hallfreðsson.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Emil samdi við Udinese á ný Emil Hallfreðsson hefur gengið til liðs við ítalska félagið Udinese á nýjan leik. Félagið tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í gærkvöld. 1. mars 2019 08:00 Emil hættur hjá Frosinone Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er án félags en Frosinone tilkynnti í dag að félagið hefði rift samningi sínum við Emil. 22. janúar 2019 13:32 Emil er ekki á leið í Pepsi-deildina: Áhugi erlendis Emil Hallfreðsson er ekki á leið í Pepsi-deildina. 23. janúar 2019 07:00 Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir „Þakklát fyrir að vera uppalinn í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Í beinni: Valencia - Real Sociedad | Hvernig kemur Orri undan sumri? Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Sjá meira
Emil samdi við Udinese á ný Emil Hallfreðsson hefur gengið til liðs við ítalska félagið Udinese á nýjan leik. Félagið tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í gærkvöld. 1. mars 2019 08:00
Emil hættur hjá Frosinone Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er án félags en Frosinone tilkynnti í dag að félagið hefði rift samningi sínum við Emil. 22. janúar 2019 13:32
Emil er ekki á leið í Pepsi-deildina: Áhugi erlendis Emil Hallfreðsson er ekki á leið í Pepsi-deildina. 23. janúar 2019 07:00
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn