Sólveig segir ekkert geta kramið þær konur sem nú hafi fengið rödd í samfélaginu Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2019 19:15 Formaður Eflingar segir engan geta kramið þær konur sem nú hafi í fyrsta skipti eignast rödd í íslensku samfélagi með boðun verkfalls í næstu viku. Við fylgdumst með þegar formaðurinn skilaði verkfallsboðun Eflingar til réttra aðila í dag. Atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls ræstingarfólks og þerna innan Eflingar á hótelum og veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu og hluta Suðurlands lauk í gærkvöldi. Áttahundruð sextíu og tveir félagsmenn tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og samþykktu 769 þeirra boðun verkfalls, eða 89 prósent en 67 vildu ekki boða til verkfalls og 26 atkvæðaseðlar voru auðir. Tæplega átta þúsund manns voru á kjörskrá og því greiddu um 11 prósent félagsmanna atkvæði.Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri SA.vísir/vilhelmHalldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þátttöku í atkvæðagreiðslunni ekki hafa uppfyllt skilyrði laga. Þess vegan hafi samtökin kært verkfallsboðunina til félagsdóms í dag. „Sem mun taka afstöðu til málsins og vonandi liggur sú afstaða fyrir um miðja næstu viku. Það eru mörg álitaefni í þessu og gott að félagsdómur fái tækifæri til að taka afstöðu til þess, sagði Halldór Benjamín þar sem hann var á leið til fundar við samninganefnd Starfsgreinasambandsins hjá ríkissáttasemjara. „Hér munum við sitja í Karphúsinu næstu daga frá morgni til kvölds með það að markmiði að ná kjarasamningi. Núna er ég orðinn of seinn á fundinn og verð að fá að þjóta,” sagði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Um leið og hann hvarf upp með lyftunni upp á fjórðu hæð í Karphúsinu gekk Sólveig Anna Jónsdóttir hröðum skrefum inn í Karphúsið til að afhenda ríkissáttasemjara verkfallsboðun.Efast ekki um að verkfallsboðunin gildiNú eru uppi efasemdir um næga þátttöku í atkvæðagreiðslunni. Hvað segir þú um það?„Við höfnum því öllu. Við fórum af stað með bílinn í þeim tilgangi að ná til þess hóps sem er jaðarsettastur á íslenskum vinumarkaði.” Mér sýnist þátttakan vera um 11% en þarf ekki 20% þátttöku?„Nei það þarf ekki tuttugu prósent. Það er eitthvað svona túlkunaratriði. Þá langar mig aftur að fá að leggja áherslu á að þeir sem starfa undir þessum samningi, hótel- og veitingasamningnum, er mestmegnis aðflutt verkafólk. Þetta er fólkið sem hefur komið hingað inn til að halda uppi hagvextinum. Til að vinna vinnuna. Sem hefur mætt ótrúlegri framkomu. Er látið vinna á ótrúlega lélegum launum,” sagði formaður Eflingar. Dómur félagsdóms breyti ekki stöðunni sem uppi sé. „Sama hvað gerist í Félagsdómi er enginn að fara að stoppa okkur núna. Það er enginn að fara getað kramið þessar konur sem hafa núna stigið fram. Sem hafa í fyrsta skipti fengið rödd í þessu samfélagi og fengið tækifæri til að láta vilja sinn í ljós.” Frá ríkissáttasemjara lá leið Eflingar-rútunnar í húsakynni Samtaka atvinnulífsins þar sem einnig þurfti að afhenda verkfallsboðunina. Hvort sem hún er nú lögleg eða ekki. Þar var kvittað fyrir móttökunni og nú er bara að bíða þess sem koma skal í næstu viku. Kjaramál Tengdar fréttir „Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45 Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37 Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Formaður Eflingar segir engan geta kramið þær konur sem nú hafi í fyrsta skipti eignast rödd í íslensku samfélagi með boðun verkfalls í næstu viku. Við fylgdumst með þegar formaðurinn skilaði verkfallsboðun Eflingar til réttra aðila í dag. Atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls ræstingarfólks og þerna innan Eflingar á hótelum og veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu og hluta Suðurlands lauk í gærkvöldi. Áttahundruð sextíu og tveir félagsmenn tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og samþykktu 769 þeirra boðun verkfalls, eða 89 prósent en 67 vildu ekki boða til verkfalls og 26 atkvæðaseðlar voru auðir. Tæplega átta þúsund manns voru á kjörskrá og því greiddu um 11 prósent félagsmanna atkvæði.Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri SA.vísir/vilhelmHalldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þátttöku í atkvæðagreiðslunni ekki hafa uppfyllt skilyrði laga. Þess vegan hafi samtökin kært verkfallsboðunina til félagsdóms í dag. „Sem mun taka afstöðu til málsins og vonandi liggur sú afstaða fyrir um miðja næstu viku. Það eru mörg álitaefni í þessu og gott að félagsdómur fái tækifæri til að taka afstöðu til þess, sagði Halldór Benjamín þar sem hann var á leið til fundar við samninganefnd Starfsgreinasambandsins hjá ríkissáttasemjara. „Hér munum við sitja í Karphúsinu næstu daga frá morgni til kvölds með það að markmiði að ná kjarasamningi. Núna er ég orðinn of seinn á fundinn og verð að fá að þjóta,” sagði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Um leið og hann hvarf upp með lyftunni upp á fjórðu hæð í Karphúsinu gekk Sólveig Anna Jónsdóttir hröðum skrefum inn í Karphúsið til að afhenda ríkissáttasemjara verkfallsboðun.Efast ekki um að verkfallsboðunin gildiNú eru uppi efasemdir um næga þátttöku í atkvæðagreiðslunni. Hvað segir þú um það?„Við höfnum því öllu. Við fórum af stað með bílinn í þeim tilgangi að ná til þess hóps sem er jaðarsettastur á íslenskum vinumarkaði.” Mér sýnist þátttakan vera um 11% en þarf ekki 20% þátttöku?„Nei það þarf ekki tuttugu prósent. Það er eitthvað svona túlkunaratriði. Þá langar mig aftur að fá að leggja áherslu á að þeir sem starfa undir þessum samningi, hótel- og veitingasamningnum, er mestmegnis aðflutt verkafólk. Þetta er fólkið sem hefur komið hingað inn til að halda uppi hagvextinum. Til að vinna vinnuna. Sem hefur mætt ótrúlegri framkomu. Er látið vinna á ótrúlega lélegum launum,” sagði formaður Eflingar. Dómur félagsdóms breyti ekki stöðunni sem uppi sé. „Sama hvað gerist í Félagsdómi er enginn að fara að stoppa okkur núna. Það er enginn að fara getað kramið þessar konur sem hafa núna stigið fram. Sem hafa í fyrsta skipti fengið rödd í þessu samfélagi og fengið tækifæri til að láta vilja sinn í ljós.” Frá ríkissáttasemjara lá leið Eflingar-rútunnar í húsakynni Samtaka atvinnulífsins þar sem einnig þurfti að afhenda verkfallsboðunina. Hvort sem hún er nú lögleg eða ekki. Þar var kvittað fyrir móttökunni og nú er bara að bíða þess sem koma skal í næstu viku.
Kjaramál Tengdar fréttir „Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45 Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37 Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
„Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45
Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37
Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54