Hafdís Sigurðardóttir, sem keppir fyrir hönd UFA, hefur í dag keppni í langstökki á Evrópumótinu innanhúss í frjálsum íþróttum sem fer fram í Glasgow þessa dagana. Hafdís mætir til leiks aðeins viku eftir að hafa tryggt sér gullverðlaun á Meistaramóti Íslands þegar hún stökk 6,18 metra . Besta stökk hennar á þessu ári er 6,49 metrar sem kom henni inn á EM.
Hafdís keppir í undanrásunum að morgni til á laugardegi en þetta er í fjórða sinn sem Hafdís keppir á Evrópumótinu.
„Markmiðið á EM er að vera meðal átta efstu í undankeppninni og komast með því í úrslitin. Raunhæft markmið er að stefna á tíunda sætið því þarna eru bestu stökkvarar Evrópu mættir,“ sagði Hafdís í samtali við Fréttablaðið fyrr í vikunni.
Hafdís keppir á EM í langstökki
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Enski boltinn



Juventus-parið hætt saman
Fótbolti

Beckham fimmtugur í dag
Enski boltinn


„Þetta var hið fullkomna kvöld“
Fótbolti


Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém
Handbolti