Jon Ola Sand segir Íslendinga vel geta haldið Eurovision hér á landi Sylvía Hall skrifar 2. mars 2019 11:27 Jon Ola Sand og Felix Bergsson ásamt þáttastjórnendum Bakarísins. Vísir Jon Ola Sand, framkvæmdarstjóri Eurovision, var í viðtali í Bakaríinu í morgun þar sem hann ræddi keppnina í ár ásamt Felixi Bergssyni. Framkvæmdarstjórinn er staddur á Íslandi að fylgjast með lokakvöldi undankeppninnar hér á landi og sagðist hann vera spenntur að sjá hvaða lag yrði fyrir valinu. Hann vildi þó ekki gefa upp hvaða lag væri sitt uppáhalds. Þá sagði Jon Ola það vera vel raunhæft að Íslendingar myndu halda keppnina þegar kemur að langþráðum sigri þjóðarinnar í keppninni. Hann hafi fylgst náið með þróun mála og aðstaða hérlendis sé orðin svo góð að Íslendingar gætu haldið stórkostlega Eurovision-keppni hér á landi, það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær. „Ég verð allt árið að hjálpa Felix,“ sagði Jon Ola léttur þegar hann var spurður út í málið og bætti við að eftir að sigur í keppninni færi undirbúningsferli strax af stað að leggja drög að næstu keppni með sigurþjóðinni. Sigurþjóðin heldur alltaf keppnina – nema það sé Ástralía Aðspurður hvort umtal í kringum keppnina í ár sé meira en hann átti von á sagði Jon Ola að það væri nokkurn veginn á pari við það sem skipuleggjendur bjuggust við. Það sé einfaldlega þannig í Eurovision að sigurþjóðin haldi keppnina að ári og Ísrael sé engin undantekning. Eina þátttökuþjóðin sem kæmi aldrei til með að halda keppnina væri Ástralía. „Allir stöðvar í Evrópu sem taka þátt hafa samþykkt þetta fyrirkomulag og fylgja þessum reglum. Sýningaraðilinn í Ísrael getur unnið keppnina í Lissabon með Nettu og samkvæmt reglunum er þeim skylt að halda keppnina að ári,“ sagði Jon Ola. Hann segir það ekki vera nýtt að sigurþjóð sé umdeild og nefndi þar Úkraínu og Rússland sem dæmi. Hann segist ekki mótfallinn því að fólk noti tækifærið til þess að vekja athygli á því sem betur megi fara en það verði þó að fara eftir reglunum. „Á hverju ári sjáum við hópa og góðgerðasamtök sem vilja beina athyglinni að þeim svæðum sem við erum á. Þetta var líka uppi á teningnum í Úkraínu, Rússlandi og Aserbaídsjan og það getur verið af hinu góða. Það getur beint athyglinni að löndum í Evrópu þar sem hlutirnir eru ekki jafn góðir og þeir eru hérna,“ sagði Jon Ola og bætti við að keppnin í Tel Aviv stefndi í að vera stórkostleg. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Jon Ola Sand í heild sinni. Eurovision Tengdar fréttir Könnun Maskínu: Flestir ætla að kjósa Hatara en Friðrik Ómar þar á eftir 63 til 65 prósent Íslendinga ætla að fylgjast með úrslitum Söngvakeppninnar 1. mars 2019 15:28 Kristina farin að velgja Friðriki Ómari undir uggum Stefnir í æsispennandi úrslitakvöld Söngvakeppninnar. 1. mars 2019 09:30 Hjólhýsahasar Hatara og Friðriks Ómars Hatara-menn mættir við Laugardalshöll með stærra hjólhýsi en Friðrik Ómar. 1. mars 2019 18:21 Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40 Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Sjá meira
Jon Ola Sand, framkvæmdarstjóri Eurovision, var í viðtali í Bakaríinu í morgun þar sem hann ræddi keppnina í ár ásamt Felixi Bergssyni. Framkvæmdarstjórinn er staddur á Íslandi að fylgjast með lokakvöldi undankeppninnar hér á landi og sagðist hann vera spenntur að sjá hvaða lag yrði fyrir valinu. Hann vildi þó ekki gefa upp hvaða lag væri sitt uppáhalds. Þá sagði Jon Ola það vera vel raunhæft að Íslendingar myndu halda keppnina þegar kemur að langþráðum sigri þjóðarinnar í keppninni. Hann hafi fylgst náið með þróun mála og aðstaða hérlendis sé orðin svo góð að Íslendingar gætu haldið stórkostlega Eurovision-keppni hér á landi, það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær. „Ég verð allt árið að hjálpa Felix,“ sagði Jon Ola léttur þegar hann var spurður út í málið og bætti við að eftir að sigur í keppninni færi undirbúningsferli strax af stað að leggja drög að næstu keppni með sigurþjóðinni. Sigurþjóðin heldur alltaf keppnina – nema það sé Ástralía Aðspurður hvort umtal í kringum keppnina í ár sé meira en hann átti von á sagði Jon Ola að það væri nokkurn veginn á pari við það sem skipuleggjendur bjuggust við. Það sé einfaldlega þannig í Eurovision að sigurþjóðin haldi keppnina að ári og Ísrael sé engin undantekning. Eina þátttökuþjóðin sem kæmi aldrei til með að halda keppnina væri Ástralía. „Allir stöðvar í Evrópu sem taka þátt hafa samþykkt þetta fyrirkomulag og fylgja þessum reglum. Sýningaraðilinn í Ísrael getur unnið keppnina í Lissabon með Nettu og samkvæmt reglunum er þeim skylt að halda keppnina að ári,“ sagði Jon Ola. Hann segir það ekki vera nýtt að sigurþjóð sé umdeild og nefndi þar Úkraínu og Rússland sem dæmi. Hann segist ekki mótfallinn því að fólk noti tækifærið til þess að vekja athygli á því sem betur megi fara en það verði þó að fara eftir reglunum. „Á hverju ári sjáum við hópa og góðgerðasamtök sem vilja beina athyglinni að þeim svæðum sem við erum á. Þetta var líka uppi á teningnum í Úkraínu, Rússlandi og Aserbaídsjan og það getur verið af hinu góða. Það getur beint athyglinni að löndum í Evrópu þar sem hlutirnir eru ekki jafn góðir og þeir eru hérna,“ sagði Jon Ola og bætti við að keppnin í Tel Aviv stefndi í að vera stórkostleg. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Jon Ola Sand í heild sinni.
Eurovision Tengdar fréttir Könnun Maskínu: Flestir ætla að kjósa Hatara en Friðrik Ómar þar á eftir 63 til 65 prósent Íslendinga ætla að fylgjast með úrslitum Söngvakeppninnar 1. mars 2019 15:28 Kristina farin að velgja Friðriki Ómari undir uggum Stefnir í æsispennandi úrslitakvöld Söngvakeppninnar. 1. mars 2019 09:30 Hjólhýsahasar Hatara og Friðriks Ómars Hatara-menn mættir við Laugardalshöll með stærra hjólhýsi en Friðrik Ómar. 1. mars 2019 18:21 Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40 Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Sjá meira
Könnun Maskínu: Flestir ætla að kjósa Hatara en Friðrik Ómar þar á eftir 63 til 65 prósent Íslendinga ætla að fylgjast með úrslitum Söngvakeppninnar 1. mars 2019 15:28
Kristina farin að velgja Friðriki Ómari undir uggum Stefnir í æsispennandi úrslitakvöld Söngvakeppninnar. 1. mars 2019 09:30
Hjólhýsahasar Hatara og Friðriks Ómars Hatara-menn mættir við Laugardalshöll með stærra hjólhýsi en Friðrik Ómar. 1. mars 2019 18:21
Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40