Alls ekki sama hvernig við þvoum hárið á okkur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. mars 2019 19:30 Það er alls ekki saman hvernig við þvoum hárið á okkur og margt sem þarf að hafa í huga við slíkan þvott, ekki síst að velja rétt sjampó sem fær hárið til að freyða vel. Þá er mikilvægt að unglingar tvísápi hárið sitt. Þemadagar hafa staðið yfir í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbæ þar sem nemendum skólans gafst kostur á að sækja fjölbreytt námskeið og fyrirlestra. Á hársnyrtibraut skólans fengu nemendur t.d. kennslu í því hvernig eigi að þvo hárið rétt, auk þess sem þau greiddu hvort öðru. En hvað þarf fyrst og fremst að hafa í huga við hárþvott? „Það er fyrst og fremst að velja rétt sjampó, nú ætla ég að velja sjampó sem heitir Heal og er gott ef það er einhver þurrkur í hársverði. Það er mjög mikilvægt að fá hárið til að freyða vel og svo eru ákveðnar nuddbrautir sem við förum eftir til að tryggja það að við þvoum allan hársvörðinn“, segir Ásdís Björk Pálmadóttir hárgreiðslumeistari og kennari á hárgreiðslubraut skólans. „Það er líka mjög mikilvægt, sérstaklega fyrir unglinga að tvísápa hárið, sem sagt að tvo það tvisvar sinnum með sjampói til að tryggja það að það sé búið að ná húðfitu og óhreinindum úr hársverðinum“, bætir Ásdís Björk við. Hárgreiðslubraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja var með skemmtilega kynningu á þemadögum skólans um hárþvott og fleira sem tengist hári.Magnús HlynurÁsdís segist halda að flestir þvoi hárið á sér rétt en það megi þó alltaf gera betur í þeim efnum, unga fólkið megi t.d. vanda sig betur. „Með því að tvísápa það til dæmis og nota góða hárnæringu, næra hárið vel“. Aðeins fjórir nemendur eru á hárgreiðslubraut skólans, þeim hefur fækkað töluvert síðustu ár. Ástæðan er sú að nemendum gengur illa að komast á samning.En hvað með þá sem eru að glíma við flösu eins og fréttamaður, hvað gera bændur í þeirri stöðu? „Já, þá er svolítið mikilvægt að nota sjampó sem hreinsar vel upp hársvörðinn og hjálpar til við að losna við flösuna. Ég er einmitt að nota það sjampó í þig núna en þetta er nú ekki mikil flasa Magnús“, segir Ásdís Björk. Ásdís Björk, hárgreiðslumeistari og kennari á hárgreiðslubraut Fjölbrautaskóla Suðurlands sá um að fræða fréttamann um reglurnar um góðan þvott á hári og hvað ber helst að hafa þar í huga. Reykjanesbær Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Það er alls ekki saman hvernig við þvoum hárið á okkur og margt sem þarf að hafa í huga við slíkan þvott, ekki síst að velja rétt sjampó sem fær hárið til að freyða vel. Þá er mikilvægt að unglingar tvísápi hárið sitt. Þemadagar hafa staðið yfir í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbæ þar sem nemendum skólans gafst kostur á að sækja fjölbreytt námskeið og fyrirlestra. Á hársnyrtibraut skólans fengu nemendur t.d. kennslu í því hvernig eigi að þvo hárið rétt, auk þess sem þau greiddu hvort öðru. En hvað þarf fyrst og fremst að hafa í huga við hárþvott? „Það er fyrst og fremst að velja rétt sjampó, nú ætla ég að velja sjampó sem heitir Heal og er gott ef það er einhver þurrkur í hársverði. Það er mjög mikilvægt að fá hárið til að freyða vel og svo eru ákveðnar nuddbrautir sem við förum eftir til að tryggja það að við þvoum allan hársvörðinn“, segir Ásdís Björk Pálmadóttir hárgreiðslumeistari og kennari á hárgreiðslubraut skólans. „Það er líka mjög mikilvægt, sérstaklega fyrir unglinga að tvísápa hárið, sem sagt að tvo það tvisvar sinnum með sjampói til að tryggja það að það sé búið að ná húðfitu og óhreinindum úr hársverðinum“, bætir Ásdís Björk við. Hárgreiðslubraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja var með skemmtilega kynningu á þemadögum skólans um hárþvott og fleira sem tengist hári.Magnús HlynurÁsdís segist halda að flestir þvoi hárið á sér rétt en það megi þó alltaf gera betur í þeim efnum, unga fólkið megi t.d. vanda sig betur. „Með því að tvísápa það til dæmis og nota góða hárnæringu, næra hárið vel“. Aðeins fjórir nemendur eru á hárgreiðslubraut skólans, þeim hefur fækkað töluvert síðustu ár. Ástæðan er sú að nemendum gengur illa að komast á samning.En hvað með þá sem eru að glíma við flösu eins og fréttamaður, hvað gera bændur í þeirri stöðu? „Já, þá er svolítið mikilvægt að nota sjampó sem hreinsar vel upp hársvörðinn og hjálpar til við að losna við flösuna. Ég er einmitt að nota það sjampó í þig núna en þetta er nú ekki mikil flasa Magnús“, segir Ásdís Björk. Ásdís Björk, hárgreiðslumeistari og kennari á hárgreiðslubraut Fjölbrautaskóla Suðurlands sá um að fræða fréttamann um reglurnar um góðan þvott á hári og hvað ber helst að hafa þar í huga.
Reykjanesbær Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira