Rándýr Roma-herferð virðist hafa farið öfugt ofan í Hollywood Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2019 21:15 Alfonso Cuarón fór ekki tómhentur heim um síðustu helgi. Vísir/Getty Svo virðist sem að rándýr auglýsingaherferð Netflix sem ætluð var til þess að tryggja kvikmyndinni Roma í leikstjórn Alfonso Cuarón Óskarsverðlaunin sem besta myndin hafi haft þveröfug áhrif.Þetta kemur fram í umfjöllun Vulture um herferðina en talið er að Netflix hafi eytt 25 milljónum dollara, um þremur milljörðum króna, í herferð sem átti að vekja athygli á myndinni og beint var að kjósendum í Bandarísku kvikmyndaakademíunni sem hafa kosningarétt þegar kemur að Óskarsverðlaununum. Sökum herferðarinnar var talið mjög líklegt að Roma, fyrsta tilnefning Netflix í flokki bestu mynda á Óskarsverðlaununum, myndi hreppa verðlaunin. Þau féllu hins vegar í skaut Green Book í leikstjórn Peter Farrelly. Í grein Vulture kemur fram að samkvæmt samtölum við fjölda atkvæðabærra meðlima akademíunnar sem og sérfræðinga í geiranum hafi hin rándýra herferð haft þveröfug áhrif. „Þeir sem ég talaði við sögðu að þeir ætluðu sér ekki að setja myndina í 1. eða 2. sæti hjá sér til þess að senda þau skilaboð að það væri ekki hægt að kaupa verðlaunin,“ er haft eftir einum heimildarmanni Vulture en yfirleitt eyða kvikmyndaver um tíu til fimmtán milljónum dollara, um 1-2 milljörðum króna, til þess að kynna tilteknar myndir fyrir meðlimum akademíunnar.Þá kemur einnig fram að atkvæðagreiðslan hafi að einhverju leyti farið að snúast um Netflix gegn hinum hefðbundnu kvikmyndaframleiðendum. Netflix hefur á undanförnum árum komið sem stormsveipur inn í sjónvarps- og kvikmyndaheiminn og veitt hefðbundnum kvikmyndastúdíóum harða samkeppni með því að framleiða og dreifa eigin efni. Þá hefur tilkoma Netflix einnig glætt framleiðslu sjónvarpsþátta nýju lífi, á kostnað kvikmynda. Mikil pólitík er á bak við tjöldin fyrir hverja Óskarsverðlaunahátíð og hart er barist um hvaða leikarar og hvaða myndir hreppi verðlaunin eftirsóttu. Heill her manna kemur að kynningarmálum og í grein Vulture kemur fram að þeir sem störfuðu að kynningarmálum fyrir aðrar myndir en Roma hafi lagt áherslu á að atkvæði til Roma væri atkvæði í garð Netflix. „Og þar með atkvæði í þágu dauða kvikmynda af hálfu sjónvarps,“ er haft eftir heimildarmanni Vulture. Hvorki Netflix né Cuarón fóru þó tómhent heim eftir Óskarsverðlaunahátíðuna um síðustu helgi. Myndin hlaut verðlaun sem besta erlenda myndin og Alfonso Cuarón fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn og bestu kvikmyndatöku fyrir vinnu sína við Roma. Netflix Óskarinn Tengdar fréttir Spike Lee sagður hafa orðið fjúkandi reiður þegar Green Book vann Óskarinn Green Book hefur verið gagnrýnd og sögð barnaleg og gamaladags útgáfa af réttindabaráttu þeldökkra. 25. febrúar 2019 13:00 Rándýr gjafapoki stjarnanna á Óskarnum inniheldur ferð til Íslands Andvirði gjafapokans metið á tæpar tólf milljónir króna. 21. febrúar 2019 09:07 Green Book og Colman stálu senunni á Óskarnum Green Book var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt, þvert á spár flestra gagnrýnenda. 25. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Svo virðist sem að rándýr auglýsingaherferð Netflix sem ætluð var til þess að tryggja kvikmyndinni Roma í leikstjórn Alfonso Cuarón Óskarsverðlaunin sem besta myndin hafi haft þveröfug áhrif.Þetta kemur fram í umfjöllun Vulture um herferðina en talið er að Netflix hafi eytt 25 milljónum dollara, um þremur milljörðum króna, í herferð sem átti að vekja athygli á myndinni og beint var að kjósendum í Bandarísku kvikmyndaakademíunni sem hafa kosningarétt þegar kemur að Óskarsverðlaununum. Sökum herferðarinnar var talið mjög líklegt að Roma, fyrsta tilnefning Netflix í flokki bestu mynda á Óskarsverðlaununum, myndi hreppa verðlaunin. Þau féllu hins vegar í skaut Green Book í leikstjórn Peter Farrelly. Í grein Vulture kemur fram að samkvæmt samtölum við fjölda atkvæðabærra meðlima akademíunnar sem og sérfræðinga í geiranum hafi hin rándýra herferð haft þveröfug áhrif. „Þeir sem ég talaði við sögðu að þeir ætluðu sér ekki að setja myndina í 1. eða 2. sæti hjá sér til þess að senda þau skilaboð að það væri ekki hægt að kaupa verðlaunin,“ er haft eftir einum heimildarmanni Vulture en yfirleitt eyða kvikmyndaver um tíu til fimmtán milljónum dollara, um 1-2 milljörðum króna, til þess að kynna tilteknar myndir fyrir meðlimum akademíunnar.Þá kemur einnig fram að atkvæðagreiðslan hafi að einhverju leyti farið að snúast um Netflix gegn hinum hefðbundnu kvikmyndaframleiðendum. Netflix hefur á undanförnum árum komið sem stormsveipur inn í sjónvarps- og kvikmyndaheiminn og veitt hefðbundnum kvikmyndastúdíóum harða samkeppni með því að framleiða og dreifa eigin efni. Þá hefur tilkoma Netflix einnig glætt framleiðslu sjónvarpsþátta nýju lífi, á kostnað kvikmynda. Mikil pólitík er á bak við tjöldin fyrir hverja Óskarsverðlaunahátíð og hart er barist um hvaða leikarar og hvaða myndir hreppi verðlaunin eftirsóttu. Heill her manna kemur að kynningarmálum og í grein Vulture kemur fram að þeir sem störfuðu að kynningarmálum fyrir aðrar myndir en Roma hafi lagt áherslu á að atkvæði til Roma væri atkvæði í garð Netflix. „Og þar með atkvæði í þágu dauða kvikmynda af hálfu sjónvarps,“ er haft eftir heimildarmanni Vulture. Hvorki Netflix né Cuarón fóru þó tómhent heim eftir Óskarsverðlaunahátíðuna um síðustu helgi. Myndin hlaut verðlaun sem besta erlenda myndin og Alfonso Cuarón fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn og bestu kvikmyndatöku fyrir vinnu sína við Roma.
Netflix Óskarinn Tengdar fréttir Spike Lee sagður hafa orðið fjúkandi reiður þegar Green Book vann Óskarinn Green Book hefur verið gagnrýnd og sögð barnaleg og gamaladags útgáfa af réttindabaráttu þeldökkra. 25. febrúar 2019 13:00 Rándýr gjafapoki stjarnanna á Óskarnum inniheldur ferð til Íslands Andvirði gjafapokans metið á tæpar tólf milljónir króna. 21. febrúar 2019 09:07 Green Book og Colman stálu senunni á Óskarnum Green Book var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt, þvert á spár flestra gagnrýnenda. 25. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Spike Lee sagður hafa orðið fjúkandi reiður þegar Green Book vann Óskarinn Green Book hefur verið gagnrýnd og sögð barnaleg og gamaladags útgáfa af réttindabaráttu þeldökkra. 25. febrúar 2019 13:00
Rándýr gjafapoki stjarnanna á Óskarnum inniheldur ferð til Íslands Andvirði gjafapokans metið á tæpar tólf milljónir króna. 21. febrúar 2019 09:07
Green Book og Colman stálu senunni á Óskarnum Green Book var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt, þvert á spár flestra gagnrýnenda. 25. febrúar 2019 06:15