Líklegt að þingið hafni neyðarástandi Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2019 22:10 Donald Trump mun beita neitunarvaldi sínu hafni þingið neyðarástandsyfirlýsingu hans. Vísir/Getty Líklegt er að andstæðingar neyðarástandsyfirlýsingar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, takist að safna nægum atkvæðum í öldungadeild Bandaríkjaþings til þess að hafna yfirlýsingunni. Ólíklegt er þó að nógu margir þingmenn muni greiða atkvæði með því að koma í veg fyrir neitunarvald forsetans. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni sem þegar hefur greitt atkvæði með því að hafna neyðarástandsyfirlýsingunni. Repúblikanar eru hins vegar í meirihluta í öldungadeildinni en minnst fjórir þingmenn flokksins hafa lýst því yfir að þeir geti ekki stutt yfirlýsinguna. Það þýðir að 51 öldungardeildarþingmaður er á móti yfirlýsingunni eða meirihluti þingmanna. Trump tilkynnti í síðasta mánuði að hann myndi nýta hann sér ákvæði í lögum sem gerir honum kleift að sækja fjármagn í tilfell neyðarástands. Tilkynnti Trump að hann myndi lýsa yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó svo hann gæti sótt fjármagn í byggingu umdeilds múrs eða girðingu á landamærunum, en þingið hefur ekki veitt honum fjármagn til þess.Sjá einnig: Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“Í umfjöllun Guardian segir að þeir þingmenn Repúblikana sem mótfallnir eru neyðarástandsyfirlýsingu Trump telji að með því traðki hann á stjórnarskrárbundnu hlutverki þingsins sem meðal annars er að úthluta fjárveitingum til framkvæmdavaldsins. Þá feli yfirlýsing Trump í sér hættulegt fordæmi sem forsetar úr röðum demókrata geti vísað í í framtíðinni.Trump hefur gefið út að hann muni beita neitunarvaldi sínu til þess að koma í veg fyrir að höfnun þingsins komi í veg fyrir að hann geti lýst yfir neyðarástandi. Þrátt fyrir að búið sé að safna nægu liði til þess að hafna yfirlýsingunni er talið ólíklegt að þeir muni einnig greiða atkvæði með tillögu um að koma í veg fyrir að Trump beiti neitunarvaldinu. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sextán ríki kæra neyðarástand Trump Sextán ríki Bandaríkjanna, með Kalíforníu í broddi fylkingar, hafa ákveðið að fara í mál við Donald Trump, forseta landsins, vegna ákvörðunar hans um að lýsa yfir neyðarástandi. 19. febrúar 2019 06:56 Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“ Trump forseti lét móðan mása í rúmlega tveggja klukkustunda langri ræðu á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í gær. 3. mars 2019 08:50 Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Líklegt er að andstæðingar neyðarástandsyfirlýsingar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, takist að safna nægum atkvæðum í öldungadeild Bandaríkjaþings til þess að hafna yfirlýsingunni. Ólíklegt er þó að nógu margir þingmenn muni greiða atkvæði með því að koma í veg fyrir neitunarvald forsetans. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni sem þegar hefur greitt atkvæði með því að hafna neyðarástandsyfirlýsingunni. Repúblikanar eru hins vegar í meirihluta í öldungadeildinni en minnst fjórir þingmenn flokksins hafa lýst því yfir að þeir geti ekki stutt yfirlýsinguna. Það þýðir að 51 öldungardeildarþingmaður er á móti yfirlýsingunni eða meirihluti þingmanna. Trump tilkynnti í síðasta mánuði að hann myndi nýta hann sér ákvæði í lögum sem gerir honum kleift að sækja fjármagn í tilfell neyðarástands. Tilkynnti Trump að hann myndi lýsa yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó svo hann gæti sótt fjármagn í byggingu umdeilds múrs eða girðingu á landamærunum, en þingið hefur ekki veitt honum fjármagn til þess.Sjá einnig: Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“Í umfjöllun Guardian segir að þeir þingmenn Repúblikana sem mótfallnir eru neyðarástandsyfirlýsingu Trump telji að með því traðki hann á stjórnarskrárbundnu hlutverki þingsins sem meðal annars er að úthluta fjárveitingum til framkvæmdavaldsins. Þá feli yfirlýsing Trump í sér hættulegt fordæmi sem forsetar úr röðum demókrata geti vísað í í framtíðinni.Trump hefur gefið út að hann muni beita neitunarvaldi sínu til þess að koma í veg fyrir að höfnun þingsins komi í veg fyrir að hann geti lýst yfir neyðarástandi. Þrátt fyrir að búið sé að safna nægu liði til þess að hafna yfirlýsingunni er talið ólíklegt að þeir muni einnig greiða atkvæði með tillögu um að koma í veg fyrir að Trump beiti neitunarvaldinu.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sextán ríki kæra neyðarástand Trump Sextán ríki Bandaríkjanna, með Kalíforníu í broddi fylkingar, hafa ákveðið að fara í mál við Donald Trump, forseta landsins, vegna ákvörðunar hans um að lýsa yfir neyðarástandi. 19. febrúar 2019 06:56 Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“ Trump forseti lét móðan mása í rúmlega tveggja klukkustunda langri ræðu á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í gær. 3. mars 2019 08:50 Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Sextán ríki kæra neyðarástand Trump Sextán ríki Bandaríkjanna, með Kalíforníu í broddi fylkingar, hafa ákveðið að fara í mál við Donald Trump, forseta landsins, vegna ákvörðunar hans um að lýsa yfir neyðarástandi. 19. febrúar 2019 06:56
Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“ Trump forseti lét móðan mása í rúmlega tveggja klukkustunda langri ræðu á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í gær. 3. mars 2019 08:50
Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30