Líklegt að þingið hafni neyðarástandi Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2019 22:10 Donald Trump mun beita neitunarvaldi sínu hafni þingið neyðarástandsyfirlýsingu hans. Vísir/Getty Líklegt er að andstæðingar neyðarástandsyfirlýsingar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, takist að safna nægum atkvæðum í öldungadeild Bandaríkjaþings til þess að hafna yfirlýsingunni. Ólíklegt er þó að nógu margir þingmenn muni greiða atkvæði með því að koma í veg fyrir neitunarvald forsetans. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni sem þegar hefur greitt atkvæði með því að hafna neyðarástandsyfirlýsingunni. Repúblikanar eru hins vegar í meirihluta í öldungadeildinni en minnst fjórir þingmenn flokksins hafa lýst því yfir að þeir geti ekki stutt yfirlýsinguna. Það þýðir að 51 öldungardeildarþingmaður er á móti yfirlýsingunni eða meirihluti þingmanna. Trump tilkynnti í síðasta mánuði að hann myndi nýta hann sér ákvæði í lögum sem gerir honum kleift að sækja fjármagn í tilfell neyðarástands. Tilkynnti Trump að hann myndi lýsa yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó svo hann gæti sótt fjármagn í byggingu umdeilds múrs eða girðingu á landamærunum, en þingið hefur ekki veitt honum fjármagn til þess.Sjá einnig: Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“Í umfjöllun Guardian segir að þeir þingmenn Repúblikana sem mótfallnir eru neyðarástandsyfirlýsingu Trump telji að með því traðki hann á stjórnarskrárbundnu hlutverki þingsins sem meðal annars er að úthluta fjárveitingum til framkvæmdavaldsins. Þá feli yfirlýsing Trump í sér hættulegt fordæmi sem forsetar úr röðum demókrata geti vísað í í framtíðinni.Trump hefur gefið út að hann muni beita neitunarvaldi sínu til þess að koma í veg fyrir að höfnun þingsins komi í veg fyrir að hann geti lýst yfir neyðarástandi. Þrátt fyrir að búið sé að safna nægu liði til þess að hafna yfirlýsingunni er talið ólíklegt að þeir muni einnig greiða atkvæði með tillögu um að koma í veg fyrir að Trump beiti neitunarvaldinu. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sextán ríki kæra neyðarástand Trump Sextán ríki Bandaríkjanna, með Kalíforníu í broddi fylkingar, hafa ákveðið að fara í mál við Donald Trump, forseta landsins, vegna ákvörðunar hans um að lýsa yfir neyðarástandi. 19. febrúar 2019 06:56 Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“ Trump forseti lét móðan mása í rúmlega tveggja klukkustunda langri ræðu á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í gær. 3. mars 2019 08:50 Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Líklegt er að andstæðingar neyðarástandsyfirlýsingar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, takist að safna nægum atkvæðum í öldungadeild Bandaríkjaþings til þess að hafna yfirlýsingunni. Ólíklegt er þó að nógu margir þingmenn muni greiða atkvæði með því að koma í veg fyrir neitunarvald forsetans. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni sem þegar hefur greitt atkvæði með því að hafna neyðarástandsyfirlýsingunni. Repúblikanar eru hins vegar í meirihluta í öldungadeildinni en minnst fjórir þingmenn flokksins hafa lýst því yfir að þeir geti ekki stutt yfirlýsinguna. Það þýðir að 51 öldungardeildarþingmaður er á móti yfirlýsingunni eða meirihluti þingmanna. Trump tilkynnti í síðasta mánuði að hann myndi nýta hann sér ákvæði í lögum sem gerir honum kleift að sækja fjármagn í tilfell neyðarástands. Tilkynnti Trump að hann myndi lýsa yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó svo hann gæti sótt fjármagn í byggingu umdeilds múrs eða girðingu á landamærunum, en þingið hefur ekki veitt honum fjármagn til þess.Sjá einnig: Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“Í umfjöllun Guardian segir að þeir þingmenn Repúblikana sem mótfallnir eru neyðarástandsyfirlýsingu Trump telji að með því traðki hann á stjórnarskrárbundnu hlutverki þingsins sem meðal annars er að úthluta fjárveitingum til framkvæmdavaldsins. Þá feli yfirlýsing Trump í sér hættulegt fordæmi sem forsetar úr röðum demókrata geti vísað í í framtíðinni.Trump hefur gefið út að hann muni beita neitunarvaldi sínu til þess að koma í veg fyrir að höfnun þingsins komi í veg fyrir að hann geti lýst yfir neyðarástandi. Þrátt fyrir að búið sé að safna nægu liði til þess að hafna yfirlýsingunni er talið ólíklegt að þeir muni einnig greiða atkvæði með tillögu um að koma í veg fyrir að Trump beiti neitunarvaldinu.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sextán ríki kæra neyðarástand Trump Sextán ríki Bandaríkjanna, með Kalíforníu í broddi fylkingar, hafa ákveðið að fara í mál við Donald Trump, forseta landsins, vegna ákvörðunar hans um að lýsa yfir neyðarástandi. 19. febrúar 2019 06:56 Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“ Trump forseti lét móðan mása í rúmlega tveggja klukkustunda langri ræðu á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í gær. 3. mars 2019 08:50 Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Sextán ríki kæra neyðarástand Trump Sextán ríki Bandaríkjanna, með Kalíforníu í broddi fylkingar, hafa ákveðið að fara í mál við Donald Trump, forseta landsins, vegna ákvörðunar hans um að lýsa yfir neyðarástandi. 19. febrúar 2019 06:56
Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“ Trump forseti lét móðan mása í rúmlega tveggja klukkustunda langri ræðu á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í gær. 3. mars 2019 08:50
Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30