Eðlilegt að beina sjónum að stjórnvöldum varðandi skatta Sighvatur Arnmundsson skrifar 4. mars 2019 08:00 Drífa Snædal, forseti ASÍ, kemur hér af fundi þar sem skattatillögur stjórnvalda voru kynntar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Skattar eru auðvitað háðir lögum þannig að þetta hlýtur að beinast gegn ríkisvaldinu, hvernig lögum er breytt til að breyta skattbyrði. Við höfum svo sem ekkert farið í það hvort það sé skynsamlegt að hækka eða lækka útsvar,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Alþýðusambandið hefur beint tillögum um breytingar á skattkerfinu til stjórnvalda sem ganga út á að létta skattbyrði lág- og millitekjuhópa og jafnframt lýst yfir vonbrigðum með framkomnar skattatillögur ríkisstjórnarinnar. Nokkur umræða hefur skapast undanfarið um hlutverk sveitarfélaga þegar kemur að aðgerðum til að liðka fyrir kjarasamningum. Í frétt blaðsins í síðustu viku höfnuðu þau Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, því að sveitarfélög gætu komið að lausn kjarasamninga með skattalækkunum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók undir það sjónarmið í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Öll þrjú eru þeirrar skoðunar að fjárhagsstaða flestra sveitarfélaga sé með þeim hætti að ekki sé hægt að lækka tekjur sveitarfélaga nema með því að skerða þjónustu. Drífa bendir á að þótt sveitarfélögin ákveði útsvarsprósentuna þá ákveði ríkið skiptingu tekna, hámark útsvars og framlög í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. „Þannig er það eðlilegt að beina sjónum sínum að stjórnvöldum.“ ASÍ telji að skoða mætti fjármagnstekjuskattinn þannig að þeir sem komi sér undan tekjuskatti með því að skapa sér fjármagnstekjur greiði líka útsvar. „Það hlýtur að vera svakalegt að vera að reka sveitarfélög og þessi hópur komist hjá því að greiða útsvar. Við höfum bent á það en að öðru leyti finnst okkur skattamálin vera á hendi ríkisins.“ Drífa segir að sveitarfélögin komi þó að málum í gegnum húsnæðis- og lóðamál. „Svo ætlumst við auðvitað til þess, þegar loksins tekst að landa kjarasamningum, að það verði ekki tekið til baka með einhverjum gjaldskrárhækkunum hjá sveitarfélögunum. Við munum fylgjast vel með því eins og verðlagseftirlit okkar ber gott vitni um.“ Miklar annir hafa verið hjá ríkissáttasemjara undanfarna daga en þar hafa farið fram vinnufundir hjá þeim aðilum sem enn sitja við samningaborðið. Þar eru undir þrír hópar sem semja við Samtök atvinnulífsins (SA). Þeir eru Starfsgreinasambandið, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot iðnaðarmanna. „Þetta hefur bara unnist ágætlega og viðræðurnar líka. Við munum svo taka alla næstu viku og þess vegna lengur ef þarf,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari en aðilar funduðu alla helgina. Bryndís segir að væntanlega verði fundur í deilu SA og Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur á fimmtudag. Ekki sé búið að boða hann formlega en aðilar verði að hittast innan fjórtán daga frá viðræðuslitum en sá tímapunktur er á fimmtudag. „Það verður bara að koma í ljós hvað gerist á þeim fundi. Ég tek allavega stöðuna á málinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfa að endurskoða skattatillögur til að liðka fyrir í kjaradeilu Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og varaformaður Viðreisnar segir kjarabaráttu stéttarfélaga og SA pólitískari en áður. Alvarlegt sé að stefna í verkföll á sama tíma og kólnun í hagkerfinu liggi fyrir. Þá þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar. 3. mars 2019 12:02 Meirihlutinn styður verkföll Um þriðjungur er andvígur fyrirhuguðum verkföllum en rúmur helmingur fylgjandi. Formaður VR vonar að samningar náist áður en til þeirra kemur. 4. mars 2019 06:00 Yfir hundrað kjarasamningar losna hjá hinu opinbera í lok mánaðar Formaður BSRB, vonar að viðræður muni ganga vel jafnvel þótt mörg mál standi út af borðinu. Ólíklegt sé þó að samið verði áður en niðurstöður liggi fyrir í kjaradeilum á almenna markaðnum. 3. mars 2019 19:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
„Skattar eru auðvitað háðir lögum þannig að þetta hlýtur að beinast gegn ríkisvaldinu, hvernig lögum er breytt til að breyta skattbyrði. Við höfum svo sem ekkert farið í það hvort það sé skynsamlegt að hækka eða lækka útsvar,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Alþýðusambandið hefur beint tillögum um breytingar á skattkerfinu til stjórnvalda sem ganga út á að létta skattbyrði lág- og millitekjuhópa og jafnframt lýst yfir vonbrigðum með framkomnar skattatillögur ríkisstjórnarinnar. Nokkur umræða hefur skapast undanfarið um hlutverk sveitarfélaga þegar kemur að aðgerðum til að liðka fyrir kjarasamningum. Í frétt blaðsins í síðustu viku höfnuðu þau Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, því að sveitarfélög gætu komið að lausn kjarasamninga með skattalækkunum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók undir það sjónarmið í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Öll þrjú eru þeirrar skoðunar að fjárhagsstaða flestra sveitarfélaga sé með þeim hætti að ekki sé hægt að lækka tekjur sveitarfélaga nema með því að skerða þjónustu. Drífa bendir á að þótt sveitarfélögin ákveði útsvarsprósentuna þá ákveði ríkið skiptingu tekna, hámark útsvars og framlög í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. „Þannig er það eðlilegt að beina sjónum sínum að stjórnvöldum.“ ASÍ telji að skoða mætti fjármagnstekjuskattinn þannig að þeir sem komi sér undan tekjuskatti með því að skapa sér fjármagnstekjur greiði líka útsvar. „Það hlýtur að vera svakalegt að vera að reka sveitarfélög og þessi hópur komist hjá því að greiða útsvar. Við höfum bent á það en að öðru leyti finnst okkur skattamálin vera á hendi ríkisins.“ Drífa segir að sveitarfélögin komi þó að málum í gegnum húsnæðis- og lóðamál. „Svo ætlumst við auðvitað til þess, þegar loksins tekst að landa kjarasamningum, að það verði ekki tekið til baka með einhverjum gjaldskrárhækkunum hjá sveitarfélögunum. Við munum fylgjast vel með því eins og verðlagseftirlit okkar ber gott vitni um.“ Miklar annir hafa verið hjá ríkissáttasemjara undanfarna daga en þar hafa farið fram vinnufundir hjá þeim aðilum sem enn sitja við samningaborðið. Þar eru undir þrír hópar sem semja við Samtök atvinnulífsins (SA). Þeir eru Starfsgreinasambandið, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot iðnaðarmanna. „Þetta hefur bara unnist ágætlega og viðræðurnar líka. Við munum svo taka alla næstu viku og þess vegna lengur ef þarf,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari en aðilar funduðu alla helgina. Bryndís segir að væntanlega verði fundur í deilu SA og Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur á fimmtudag. Ekki sé búið að boða hann formlega en aðilar verði að hittast innan fjórtán daga frá viðræðuslitum en sá tímapunktur er á fimmtudag. „Það verður bara að koma í ljós hvað gerist á þeim fundi. Ég tek allavega stöðuna á málinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfa að endurskoða skattatillögur til að liðka fyrir í kjaradeilu Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og varaformaður Viðreisnar segir kjarabaráttu stéttarfélaga og SA pólitískari en áður. Alvarlegt sé að stefna í verkföll á sama tíma og kólnun í hagkerfinu liggi fyrir. Þá þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar. 3. mars 2019 12:02 Meirihlutinn styður verkföll Um þriðjungur er andvígur fyrirhuguðum verkföllum en rúmur helmingur fylgjandi. Formaður VR vonar að samningar náist áður en til þeirra kemur. 4. mars 2019 06:00 Yfir hundrað kjarasamningar losna hjá hinu opinbera í lok mánaðar Formaður BSRB, vonar að viðræður muni ganga vel jafnvel þótt mörg mál standi út af borðinu. Ólíklegt sé þó að samið verði áður en niðurstöður liggi fyrir í kjaradeilum á almenna markaðnum. 3. mars 2019 19:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Stjórnvöld þurfa að endurskoða skattatillögur til að liðka fyrir í kjaradeilu Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og varaformaður Viðreisnar segir kjarabaráttu stéttarfélaga og SA pólitískari en áður. Alvarlegt sé að stefna í verkföll á sama tíma og kólnun í hagkerfinu liggi fyrir. Þá þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar. 3. mars 2019 12:02
Meirihlutinn styður verkföll Um þriðjungur er andvígur fyrirhuguðum verkföllum en rúmur helmingur fylgjandi. Formaður VR vonar að samningar náist áður en til þeirra kemur. 4. mars 2019 06:00
Yfir hundrað kjarasamningar losna hjá hinu opinbera í lok mánaðar Formaður BSRB, vonar að viðræður muni ganga vel jafnvel þótt mörg mál standi út af borðinu. Ólíklegt sé þó að samið verði áður en niðurstöður liggi fyrir í kjaradeilum á almenna markaðnum. 3. mars 2019 19:00