Meirihlutinn styður verkföll Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. mars 2019 06:00 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Ríflega helmingur styður fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur í kjaradeilu þeirra við Samtök atvinnulífsins (SA). Tæpur þriðjungur er þeim andvígur. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið. Könnunin var unnin síðasta dag febrúar og fyrsta dag mars. 1.441 úr könnunarhópi fyrirtækisins svaraði, allt einstaklingar átján ára eða eldri. Svör þeirra voru vigtuð eftir aldri, kyni og búsetu til að endurspegla sem best álit þjóðarinnar. Sem kunnugt er eru samningaviðræður félaganna við SA í hnút og hafa verið um nokkurt skeið. Ræstingafólk Eflingar samþykkti fyrir helgi, með afgerandi hætti, eins dags vinnustöðvun 8. mars. Álitamál er hins vegar hvort atkvæðagreiðslan hafi verið lögmæt eður ei og bíður það úrslausnar Félagsdóms. VR hyggur einnig á skæruverkföll í mánuðinum og boðað verður til allsherjarverkfalls í maí semjist ekki fyrir þann tíma. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningar um verkfallsaðgerðirnar sögðust tæp 56 prósent vera frekar eða mjög sammála aðgerðunum. Um einn af hverjum sjö var hvorki hlynntur né andvígur þeim og tæpur þriðjungur var andvígur. Aðgerðirnar njóta mests stuðnings á Reykjanesi, eða hjá um 73 prósentum íbúa. Næst á eftir fylgja íbúar Norðurlands og Austurlands með rúm 60 prósent. Sé litið til stuðnings eftir stjórnmálaflokkum mælist hann langminnstur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins, aðeins fimmtungur þeirra styður aðgerðirnar. Tveir af hverjum þremur eru þeim andvígir. Næstminnstur er stuðningurinn hjá Framsóknar- og Viðreisnarfólki, eða undir helmingi. Rúm 60 prósent Vinstri grænna eru þeim hlynnt en hjá Flokki fólksins, Samfylkingunni og Pírötum mælist stuðningur á bilinu 70-80 prósent. Níutíu prósent þeirra sem kjósa flokka sem ekki eiga mann á þingi styðja aðgerðirnar. „Ég átti allt eins von á verri niðurstöðu miðað við hve hörð og óvægin orðræðan hefur verið og framsetningin á tillögum okkar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Ragnar Þór segist finna fyrir gríðarlegum stuðningi og að hann eigi eftir að aukast þegar nær dregur. Ýmislegt eigi eftir að koma í ljós. „Boðaðar aðgerðir núna eru umfangsminni en árið 2015. Ég held að það sé minna á milli en umræðan gefur til kynna. Síðast þurfti verkfallsboðun til að ná samningum og við vonum að hið sama gerist nú,“ segir Ragnar Þór. „Miðað við hvað kjaramál hafa fengið mikið pláss í umræðunni að undanförnu kemur mér á óvart að það sé ekki meiri stuðningur við verkföll en þarna birtist. Sér í lagi þar sem flestir gera ráð fyrir að það séu einhverjir aðrir en þeir sjálfir sem fari í verkföll,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. „Verkföll í kólnandi hagkerfi, loðnubresti og þegar flugfélögin eru í kröppum dansi er mikið hættuspil með óljósa útkomu.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfa að endurskoða skattatillögur til að liðka fyrir í kjaradeilu Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og varaformaður Viðreisnar segir kjarabaráttu stéttarfélaga og SA pólitískari en áður. Alvarlegt sé að stefna í verkföll á sama tíma og kólnun í hagkerfinu liggi fyrir. Þá þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar. 3. mars 2019 12:02 Yfir hundrað kjarasamningar losna hjá hinu opinbera í lok mánaðar Formaður BSRB, vonar að viðræður muni ganga vel jafnvel þótt mörg mál standi út af borðinu. Ólíklegt sé þó að samið verði áður en niðurstöður liggi fyrir í kjaradeilum á almenna markaðnum. 3. mars 2019 19:00 Geta tekist á við breytingar á vinnumarkaði í fjórðu iðnbyltingunni Ekki öll störf verða fyrir jafnmiklum áhrifum af sjálfvirknivæðingu og sum störf hverfa ekki endilega heldur breytast mikið, að sögn formanns nefndar um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað. 3. mars 2019 13:30 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Sjá meira
Ríflega helmingur styður fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur í kjaradeilu þeirra við Samtök atvinnulífsins (SA). Tæpur þriðjungur er þeim andvígur. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið. Könnunin var unnin síðasta dag febrúar og fyrsta dag mars. 1.441 úr könnunarhópi fyrirtækisins svaraði, allt einstaklingar átján ára eða eldri. Svör þeirra voru vigtuð eftir aldri, kyni og búsetu til að endurspegla sem best álit þjóðarinnar. Sem kunnugt er eru samningaviðræður félaganna við SA í hnút og hafa verið um nokkurt skeið. Ræstingafólk Eflingar samþykkti fyrir helgi, með afgerandi hætti, eins dags vinnustöðvun 8. mars. Álitamál er hins vegar hvort atkvæðagreiðslan hafi verið lögmæt eður ei og bíður það úrslausnar Félagsdóms. VR hyggur einnig á skæruverkföll í mánuðinum og boðað verður til allsherjarverkfalls í maí semjist ekki fyrir þann tíma. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningar um verkfallsaðgerðirnar sögðust tæp 56 prósent vera frekar eða mjög sammála aðgerðunum. Um einn af hverjum sjö var hvorki hlynntur né andvígur þeim og tæpur þriðjungur var andvígur. Aðgerðirnar njóta mests stuðnings á Reykjanesi, eða hjá um 73 prósentum íbúa. Næst á eftir fylgja íbúar Norðurlands og Austurlands með rúm 60 prósent. Sé litið til stuðnings eftir stjórnmálaflokkum mælist hann langminnstur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins, aðeins fimmtungur þeirra styður aðgerðirnar. Tveir af hverjum þremur eru þeim andvígir. Næstminnstur er stuðningurinn hjá Framsóknar- og Viðreisnarfólki, eða undir helmingi. Rúm 60 prósent Vinstri grænna eru þeim hlynnt en hjá Flokki fólksins, Samfylkingunni og Pírötum mælist stuðningur á bilinu 70-80 prósent. Níutíu prósent þeirra sem kjósa flokka sem ekki eiga mann á þingi styðja aðgerðirnar. „Ég átti allt eins von á verri niðurstöðu miðað við hve hörð og óvægin orðræðan hefur verið og framsetningin á tillögum okkar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Ragnar Þór segist finna fyrir gríðarlegum stuðningi og að hann eigi eftir að aukast þegar nær dregur. Ýmislegt eigi eftir að koma í ljós. „Boðaðar aðgerðir núna eru umfangsminni en árið 2015. Ég held að það sé minna á milli en umræðan gefur til kynna. Síðast þurfti verkfallsboðun til að ná samningum og við vonum að hið sama gerist nú,“ segir Ragnar Þór. „Miðað við hvað kjaramál hafa fengið mikið pláss í umræðunni að undanförnu kemur mér á óvart að það sé ekki meiri stuðningur við verkföll en þarna birtist. Sér í lagi þar sem flestir gera ráð fyrir að það séu einhverjir aðrir en þeir sjálfir sem fari í verkföll,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. „Verkföll í kólnandi hagkerfi, loðnubresti og þegar flugfélögin eru í kröppum dansi er mikið hættuspil með óljósa útkomu.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfa að endurskoða skattatillögur til að liðka fyrir í kjaradeilu Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og varaformaður Viðreisnar segir kjarabaráttu stéttarfélaga og SA pólitískari en áður. Alvarlegt sé að stefna í verkföll á sama tíma og kólnun í hagkerfinu liggi fyrir. Þá þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar. 3. mars 2019 12:02 Yfir hundrað kjarasamningar losna hjá hinu opinbera í lok mánaðar Formaður BSRB, vonar að viðræður muni ganga vel jafnvel þótt mörg mál standi út af borðinu. Ólíklegt sé þó að samið verði áður en niðurstöður liggi fyrir í kjaradeilum á almenna markaðnum. 3. mars 2019 19:00 Geta tekist á við breytingar á vinnumarkaði í fjórðu iðnbyltingunni Ekki öll störf verða fyrir jafnmiklum áhrifum af sjálfvirknivæðingu og sum störf hverfa ekki endilega heldur breytast mikið, að sögn formanns nefndar um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað. 3. mars 2019 13:30 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Sjá meira
Stjórnvöld þurfa að endurskoða skattatillögur til að liðka fyrir í kjaradeilu Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og varaformaður Viðreisnar segir kjarabaráttu stéttarfélaga og SA pólitískari en áður. Alvarlegt sé að stefna í verkföll á sama tíma og kólnun í hagkerfinu liggi fyrir. Þá þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar. 3. mars 2019 12:02
Yfir hundrað kjarasamningar losna hjá hinu opinbera í lok mánaðar Formaður BSRB, vonar að viðræður muni ganga vel jafnvel þótt mörg mál standi út af borðinu. Ólíklegt sé þó að samið verði áður en niðurstöður liggi fyrir í kjaradeilum á almenna markaðnum. 3. mars 2019 19:00
Geta tekist á við breytingar á vinnumarkaði í fjórðu iðnbyltingunni Ekki öll störf verða fyrir jafnmiklum áhrifum af sjálfvirknivæðingu og sum störf hverfa ekki endilega heldur breytast mikið, að sögn formanns nefndar um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað. 3. mars 2019 13:30