Reiptog úreltra og nýrra tíma Hjördís Albertsdóttir skrifar 4. mars 2019 11:30 Í samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög að frumvarpi um breytingu á lögum um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Meginbreyting frumvarpsdraganna felur í sér að starfsheitið „kennari“ verði lögverndað og gildi aðeins um þá sem uppfylli sérstakar menntunarkröfur. Hingað til hefur hver sem er mátt kalla sig kennara en starfsheiti kennara á hverju skólastigi fyrir sig, leikskólakennari, grunnskólakennari og framhaldsskólakennari, hafa verið lögvernduð. Ég fagna þeirri umræðu sem orðið hefur um málið í samráðsgáttinni, á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Skólamálaumræðan á að vera lifandi og sýnileg og langar mig því að leggja nokkur orð til umræðunnar.Kennari eða kennari? Grundvallarhlutverk kennarans er hið sama óháð aldri nemenda og því námsefni sem kennt er. Í lögverndun kennaraheitisins felst viðurkenning á starfi allra kennara, hvort sem viðfangsefni þeirra er leikur, tónlist eða stærðfræði. Með skilgreindum hæfnikröfum er kennarastarfið gert að sjálfstæðu fagi með skilgreint grundvallarhlutverk í samfélaginu. Það þarf að horfa á kennarastarfið með langtímaþróun menntakerfisins í huga. Eitt leyfisbréf felur í sér, auk almennra hæfniskrafna til kennara, einstaklingsmiðaða færni kennarans sem hann þróar í námi sínu og starfi. Kennarar geta því með starfsþróun sinni aukið við færni á þeim sviðum sem hennar er mest þörf hverju sinni. Hefðbundin mörk skólastiga gætu orðið minni hindrun í vegi nauðsynlegra breytinga. Þessari breytingu á leyfisbréfum þurfa þó að fylgja raunverulegar aðgerðir. Með aukinni samkeppnishæfni kennaramenntunar og kennarastarfsins opnast gríðarlegir möguleikar til hagsbóta fyrir skólastarf í landinu. Kennarar munu hafa breiðari vettvang til að láta hæfileika sína njóta sín. Einnig munu þá skólastjórnendur hafa stóraukið val, og stóraukna ábyrgð, til að velja til starfa kennara með ákjósanlega dreifingu hæfileika fyrir viðkomandi skólasamfélag.Gamli tíminn vs. nýi tíminn Öllum breytingum fylgja einhver vandamál og einhverjar áhættur. Gleymum því þó ekki að það á líka við um óbreytt ástand. Vandamálin eru ekkert endilega skárri þótt maður sé búinn að venjast þeim. Öllu máli skiptir þó að málið sé skoðað í stóru samhengi og engar töfralausnir eru á vanda menntakerfisins. Íslenskir nemendur verðskulda framúrskarandi menntakerfi. Til þess að menntakerfi okkar geti orðið í röð þeirra fremstu þarf metnaðarfulla breytingu á kerfi, hugarfari og forgangsröðun. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Kallað er eftir stórfelldum breytingum, jafnt í áherslum og kennsluháttum, til að undirbúa nemendur undir framtíð í síbreytilegu nútímasamfélagi. Það verður að horfa til þess að með nýjum lögum fylgja breytingar. Nýtt frumvarp er ekki lagt fram til að lögin aðlagi sig að úreltu kerfi. Við stígum inn í óráðna framtíð og eitt leyfisbréf kennara er fyrsta skrefið í rétta átt.Höfundur er varaformaður Félags grunnskólakennara og formaður skólamálanefndar FG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjördís Albertsdóttir Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög að frumvarpi um breytingu á lögum um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Meginbreyting frumvarpsdraganna felur í sér að starfsheitið „kennari“ verði lögverndað og gildi aðeins um þá sem uppfylli sérstakar menntunarkröfur. Hingað til hefur hver sem er mátt kalla sig kennara en starfsheiti kennara á hverju skólastigi fyrir sig, leikskólakennari, grunnskólakennari og framhaldsskólakennari, hafa verið lögvernduð. Ég fagna þeirri umræðu sem orðið hefur um málið í samráðsgáttinni, á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Skólamálaumræðan á að vera lifandi og sýnileg og langar mig því að leggja nokkur orð til umræðunnar.Kennari eða kennari? Grundvallarhlutverk kennarans er hið sama óháð aldri nemenda og því námsefni sem kennt er. Í lögverndun kennaraheitisins felst viðurkenning á starfi allra kennara, hvort sem viðfangsefni þeirra er leikur, tónlist eða stærðfræði. Með skilgreindum hæfnikröfum er kennarastarfið gert að sjálfstæðu fagi með skilgreint grundvallarhlutverk í samfélaginu. Það þarf að horfa á kennarastarfið með langtímaþróun menntakerfisins í huga. Eitt leyfisbréf felur í sér, auk almennra hæfniskrafna til kennara, einstaklingsmiðaða færni kennarans sem hann þróar í námi sínu og starfi. Kennarar geta því með starfsþróun sinni aukið við færni á þeim sviðum sem hennar er mest þörf hverju sinni. Hefðbundin mörk skólastiga gætu orðið minni hindrun í vegi nauðsynlegra breytinga. Þessari breytingu á leyfisbréfum þurfa þó að fylgja raunverulegar aðgerðir. Með aukinni samkeppnishæfni kennaramenntunar og kennarastarfsins opnast gríðarlegir möguleikar til hagsbóta fyrir skólastarf í landinu. Kennarar munu hafa breiðari vettvang til að láta hæfileika sína njóta sín. Einnig munu þá skólastjórnendur hafa stóraukið val, og stóraukna ábyrgð, til að velja til starfa kennara með ákjósanlega dreifingu hæfileika fyrir viðkomandi skólasamfélag.Gamli tíminn vs. nýi tíminn Öllum breytingum fylgja einhver vandamál og einhverjar áhættur. Gleymum því þó ekki að það á líka við um óbreytt ástand. Vandamálin eru ekkert endilega skárri þótt maður sé búinn að venjast þeim. Öllu máli skiptir þó að málið sé skoðað í stóru samhengi og engar töfralausnir eru á vanda menntakerfisins. Íslenskir nemendur verðskulda framúrskarandi menntakerfi. Til þess að menntakerfi okkar geti orðið í röð þeirra fremstu þarf metnaðarfulla breytingu á kerfi, hugarfari og forgangsröðun. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Kallað er eftir stórfelldum breytingum, jafnt í áherslum og kennsluháttum, til að undirbúa nemendur undir framtíð í síbreytilegu nútímasamfélagi. Það verður að horfa til þess að með nýjum lögum fylgja breytingar. Nýtt frumvarp er ekki lagt fram til að lögin aðlagi sig að úreltu kerfi. Við stígum inn í óráðna framtíð og eitt leyfisbréf kennara er fyrsta skrefið í rétta átt.Höfundur er varaformaður Félags grunnskólakennara og formaður skólamálanefndar FG.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun