Stefnir í verkfallsaðgerðir hjá Bláa lóninu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 4. mars 2019 13:06 Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur. Félagið mun funda annað kvöld um fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir. Verkalýðsfélag Grindavíkur fundar annað kvöld um fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir. Félagið mun fylgja fordæmi Eflingar og VR og herja á ferðaþjónustuna. Á þeirra svæði er Bláa lónið stærsti ferðaþjónustuaðilinn og sækja þangað um 3000 ferðamenn daglega um þessar mundir. Félagið áætlar að kynna fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir sínar síðar í vikunni en dagsetningar og áform verða rædd á fundi annað kvöld og ákvörðun tekin í framhaldi. Hörður Guðbrandsson, formaður félagsins, segir marga félagsmenn sína tilbúna í verkfall. Verkfallssjóður félagsins standi vel og félagið því í stakk búið til að fara í aðgerðir. „Já, já ég heyri það alveg að menn eru tilbúnir ef á þarf að halda að fara í aðgerðir. Það eru allir til í það sýnist mér, eða svona allflestir,“ segir hann. Félagsdómur kemur samanídag Eins og fram hefur komið er fyrsta verkfall Eflingar áætlað á föstudag en Samtök Atvinnulífsins hafa höfðað mál gegn Eflingu vegna þessa. SA telur atkvæðagreiðslu Eflingar andstæða lögum og krefst þess að verkfallið verði dæmt ólöglegt. Félagsdómur tekur málið fyrir klukkan fimm í dag. Starfsgreinasambandið og Iðnaðarmenn funda stíft hjá Ríkissáttasemjara þessa dagana. Verkalýðsfélag Akraness hyggur á allsherjarverkfall 12. apríl næstkomandi og hefst atkvæðagreiðsla í lok mánaðar. Efling og VR hafa einnig boðað til sameiginlegra aðgerða sem nær til starfsmanna tuttugu stærstu hótela landsins og mun fyrsta verkfallið standa frá miðnætti 22. mars og vara í sólahring. Verkföllin snúa öll að ferðaþjónustunni. „Við erum bara á sama róli og hin félögin. Við munum væntanlega vera í ferðaþjónustugeiranum,“ segir Hörður.En hver er stærsti ferðaþjónustuaðilinn hjá ykkur? „Bláa lónið er langstærsti aðilinn. Menn geta kannski reiknað út frá því,“ segir hann um fyrirhugaðar aðgerðir. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Verkalýðsfélag Grindavíkur fundar annað kvöld um fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir. Félagið mun fylgja fordæmi Eflingar og VR og herja á ferðaþjónustuna. Á þeirra svæði er Bláa lónið stærsti ferðaþjónustuaðilinn og sækja þangað um 3000 ferðamenn daglega um þessar mundir. Félagið áætlar að kynna fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir sínar síðar í vikunni en dagsetningar og áform verða rædd á fundi annað kvöld og ákvörðun tekin í framhaldi. Hörður Guðbrandsson, formaður félagsins, segir marga félagsmenn sína tilbúna í verkfall. Verkfallssjóður félagsins standi vel og félagið því í stakk búið til að fara í aðgerðir. „Já, já ég heyri það alveg að menn eru tilbúnir ef á þarf að halda að fara í aðgerðir. Það eru allir til í það sýnist mér, eða svona allflestir,“ segir hann. Félagsdómur kemur samanídag Eins og fram hefur komið er fyrsta verkfall Eflingar áætlað á föstudag en Samtök Atvinnulífsins hafa höfðað mál gegn Eflingu vegna þessa. SA telur atkvæðagreiðslu Eflingar andstæða lögum og krefst þess að verkfallið verði dæmt ólöglegt. Félagsdómur tekur málið fyrir klukkan fimm í dag. Starfsgreinasambandið og Iðnaðarmenn funda stíft hjá Ríkissáttasemjara þessa dagana. Verkalýðsfélag Akraness hyggur á allsherjarverkfall 12. apríl næstkomandi og hefst atkvæðagreiðsla í lok mánaðar. Efling og VR hafa einnig boðað til sameiginlegra aðgerða sem nær til starfsmanna tuttugu stærstu hótela landsins og mun fyrsta verkfallið standa frá miðnætti 22. mars og vara í sólahring. Verkföllin snúa öll að ferðaþjónustunni. „Við erum bara á sama róli og hin félögin. Við munum væntanlega vera í ferðaþjónustugeiranum,“ segir Hörður.En hver er stærsti ferðaþjónustuaðilinn hjá ykkur? „Bláa lónið er langstærsti aðilinn. Menn geta kannski reiknað út frá því,“ segir hann um fyrirhugaðar aðgerðir.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira