Andvaraleysi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. mars 2019 07:00 Til að viðhalda hjarðónæmi gegn mislingum þarf hlutfall ónæmra í hverju samfélagi – það er þeirra sem eru bólusettir og þeirra sem áður hafa smitast – að vera á bilinu 90 til 95%. Hjarðónæmi er dýrmætur og einstakur ábati sem rekja má til tveggja ólíkra, en þó nátengdra, þátta: annars vegar skilvirks bóluefnis og hins vegar öflugrar þátttöku í bólusetningu. Hjarðónæmi er, eins og svo margt sem er okkur dýrmætt, erfitt að öðlast en auðvelt að glata. Hér á Íslandi hefur öflug þátttaka í bólusetningum undanfarin ár skilað öflugri vernd fyrir þá sem ekki geta fengið bólusetningu sökum ungs aldurs eða veikinda. Þó svo að hér sé lítil hætta á víðtækri útbreiðslu mislinga, þá hefur þátttaka í bólusetningum farið minnkandi undanfarið. Í 18 mánaða bólusetningu fyrir mislingum, hettusótt og rauðum hundum (MMR) árið 2015 var þátttakan á bilinu 83 til 92 prósent eftir landshlutum. Augljóslega er þetta ekki viðunandi þátttaka, þá sérstaklega í ljósi þess sem nú er að gerast beggja vegna Atlantsála, og raunar í flestum heimshornum, þar sem á undanförnum árum hefur orðið ískyggileg aukning í mislingasmiti. Aukning sem í raun ógnar þeim góða árangri sem náðst hefur í baráttunni við mislinga. Tilfelli eins og það sem Fréttablaðið greinir frá í dag, þar sem 11 mánaða gamalt barn var greint með mislinga á Barnaspítala Hringsins eftir að hafa setið í flugvél með einstaklingi með smitberandi tilfelli sjúkdómsins, gefur ekki tilefni til hræðslu eða ótta um það sem koma skal í þessum efnum. Sem stendur eru varnir okkar gegn mislingum öflugar. En sá grunnur sem þessar varnir eru reistar á verður æ veikari. Þannig er tilfelli barnsins, sem nú er í góðum höndum lækna og heilsast vel, fyrst og fremst áminning um það nauðsynlega markmið að viðhalda öflugu hjarðónæmi hér á landi. Skiptar skoðanir eru um það hvaða leið sé best þegar kemur að því að tryggja góða þátttöku í bólusetningum. Sumir vilja neyða fólk til þátttöku, ýmist með lögum eða hótunum um félagslega útskúfun með því að gera bólusetningu skilyrði fyrir skólagöngu. Þó mikið sé í húfi þá ætti fyrst að beita öðrum og mildari aðferðum, eins og betri fræðslu um bólusetningar og smitsjúkdóma, og skilvirkari skráningu og eftirfylgni af hálfu heilsugæslunnar. Jafnframt þarf nauðsynlega að varpa ljósi á það af hverju þátttaka í bólusetningum á Vestfjörðum var aðeins 83 prósent árið 2015, og 89 prósent á Suðurnesjum. Þannig er markmiðið ekki aðeins það að halda tilfellum mislinga í lágmarki, heldur að bægja frá enn svæsnari sýkingu sem felst í andvaraleysi gagnvart þeim árangri sem náðst hefur. Til að varnir okkar gegn mislingum haldist viðunandi þá verður að fræða þá sem ekki vita að veiran er alvarlegur sjúkdómur sem enginn þarf að þjást af og að bóluefni er besta leiðin til að ná þeim árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Til að viðhalda hjarðónæmi gegn mislingum þarf hlutfall ónæmra í hverju samfélagi – það er þeirra sem eru bólusettir og þeirra sem áður hafa smitast – að vera á bilinu 90 til 95%. Hjarðónæmi er dýrmætur og einstakur ábati sem rekja má til tveggja ólíkra, en þó nátengdra, þátta: annars vegar skilvirks bóluefnis og hins vegar öflugrar þátttöku í bólusetningu. Hjarðónæmi er, eins og svo margt sem er okkur dýrmætt, erfitt að öðlast en auðvelt að glata. Hér á Íslandi hefur öflug þátttaka í bólusetningum undanfarin ár skilað öflugri vernd fyrir þá sem ekki geta fengið bólusetningu sökum ungs aldurs eða veikinda. Þó svo að hér sé lítil hætta á víðtækri útbreiðslu mislinga, þá hefur þátttaka í bólusetningum farið minnkandi undanfarið. Í 18 mánaða bólusetningu fyrir mislingum, hettusótt og rauðum hundum (MMR) árið 2015 var þátttakan á bilinu 83 til 92 prósent eftir landshlutum. Augljóslega er þetta ekki viðunandi þátttaka, þá sérstaklega í ljósi þess sem nú er að gerast beggja vegna Atlantsála, og raunar í flestum heimshornum, þar sem á undanförnum árum hefur orðið ískyggileg aukning í mislingasmiti. Aukning sem í raun ógnar þeim góða árangri sem náðst hefur í baráttunni við mislinga. Tilfelli eins og það sem Fréttablaðið greinir frá í dag, þar sem 11 mánaða gamalt barn var greint með mislinga á Barnaspítala Hringsins eftir að hafa setið í flugvél með einstaklingi með smitberandi tilfelli sjúkdómsins, gefur ekki tilefni til hræðslu eða ótta um það sem koma skal í þessum efnum. Sem stendur eru varnir okkar gegn mislingum öflugar. En sá grunnur sem þessar varnir eru reistar á verður æ veikari. Þannig er tilfelli barnsins, sem nú er í góðum höndum lækna og heilsast vel, fyrst og fremst áminning um það nauðsynlega markmið að viðhalda öflugu hjarðónæmi hér á landi. Skiptar skoðanir eru um það hvaða leið sé best þegar kemur að því að tryggja góða þátttöku í bólusetningum. Sumir vilja neyða fólk til þátttöku, ýmist með lögum eða hótunum um félagslega útskúfun með því að gera bólusetningu skilyrði fyrir skólagöngu. Þó mikið sé í húfi þá ætti fyrst að beita öðrum og mildari aðferðum, eins og betri fræðslu um bólusetningar og smitsjúkdóma, og skilvirkari skráningu og eftirfylgni af hálfu heilsugæslunnar. Jafnframt þarf nauðsynlega að varpa ljósi á það af hverju þátttaka í bólusetningum á Vestfjörðum var aðeins 83 prósent árið 2015, og 89 prósent á Suðurnesjum. Þannig er markmiðið ekki aðeins það að halda tilfellum mislinga í lágmarki, heldur að bægja frá enn svæsnari sýkingu sem felst í andvaraleysi gagnvart þeim árangri sem náðst hefur. Til að varnir okkar gegn mislingum haldist viðunandi þá verður að fræða þá sem ekki vita að veiran er alvarlegur sjúkdómur sem enginn þarf að þjást af og að bóluefni er besta leiðin til að ná þeim árangri.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun