Aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og í ár 5. mars 2019 13:52 Aldrei hefur verið leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og nú að sögn Þorsteins Sigurðssonar sviðsstjóra uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknarstofnun Rannsóknarskip Hafrónnsóknarstofnunar hófu í gær og fyrrakvöld leit að loðnu við suðurströndina. Engin loðna hefur fundist en sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ennþá eigi eftir að leita á talsverðu svæði og þá skýrist ástandið betur. Hann segir að frá áramótum hafi aldrei verið leitað eins mikið af loðnu en breytingar á stofnstærð skýrist fyrst og fremst af umhverfisþáttum. Hafrannsóknarstofnun hefur aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og nú en án árangurs. Ef fram heldur sem horfir mun loðnubrestur hafa mikil áhrif á mörg sveitarfélög. Í færslu á heimasíðu Fjarðarbyggðar sem birtist í gær kom fram að loðnubrestur muni hafa mikil áhrif á fjármál sveitarfélagsins. „Við erum búin að vera með tvö til fimm skip í leit frá áramótum. Þannig að það er búið að leita mikið og mæla mjög oft. Meira en verið hefur frá upphafi mælinga á þessum árstíma,“ segir Þorsteinn Sigurðsson sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknarstofnun. Tvö skip eru nú í rannsóknarleiðangri úti fyrir suðurströndinni. „Þau skip sem leita þ.e. Polar amaroq og Ásgrímur Halldórsson fóru út í gær og fyrrakvöld og Polar er búinn að skoða svæðið frá Reykjanesi og austur fyrir Vestmannaeyjar en Ágrímur frá Hornafirði og er núna staddur útaf Ingólfshöfða,“ segir Þorsteinn. Það sé ekki fyrr en eftir morgundaginn sem einhver mynd komist á ástand loðnustofnsins á þessum slóðum. Þorsteinn segir að þó þetta sé afar sjaldgæf staða þá hafi hún komið upp áður. „Árið 2009 þá lentum við í því sama að Hafrannsóknarstofnun mælti ekki með neinum loðnuveiðum. En það var engu að síður gefinn út minniháttar rannsóknarkvóti þannig að þetta er ekki alveg óþekkt. Við erum búnir að mæla þennan stofn nokkrum sinnum og höfum verið að sjá stærðina á veiðistofninum svona í kringum 200.000 þúsund tonn. En það þarf 150.000 tonn til að viðhalda stofninum. Við erum í þessari stöðu í dag en við lifum ennþá í þeirri von að eitthvað skárra sýni sig,“ segir hann. ] Þorsteinn segir að ástandið skýrist næstu daga. En eftir á að að leita úti fyrir Vestfjörðum og á meiri dýpt. Þorsteinn segir að frá árinu 2004 hafi loðnustofnin farið minnkandi við landið. Það skýrist af umhverfisbreytingum og hlýnun sjávar. En meðalaflinn síðustu fimm ár er um þriðjungur af því sem hann var á tíundaáratugnum. Hann segir að þetta geti haft áhrif á meðalþyngd annarra fisktegunda sem nýta loðnu sem fæðu. „Það er þó ekki alveg þannig að það sé engin loðna í hafinu við Ísland, þær eru á bilinu 200.000 til 250.000 tonn. En áhrifin skýrast kannski betur þegar fram líða stundir og ef það er mikill skortur á fæðu þá getur það haft áhrif á meðalþyngdir annarra fisktegunda sem nærast á loðnu,“ segir Þorsteinn að lokum. Sjávarútvegur Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Rannsóknarskip Hafrónnsóknarstofnunar hófu í gær og fyrrakvöld leit að loðnu við suðurströndina. Engin loðna hefur fundist en sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ennþá eigi eftir að leita á talsverðu svæði og þá skýrist ástandið betur. Hann segir að frá áramótum hafi aldrei verið leitað eins mikið af loðnu en breytingar á stofnstærð skýrist fyrst og fremst af umhverfisþáttum. Hafrannsóknarstofnun hefur aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og nú en án árangurs. Ef fram heldur sem horfir mun loðnubrestur hafa mikil áhrif á mörg sveitarfélög. Í færslu á heimasíðu Fjarðarbyggðar sem birtist í gær kom fram að loðnubrestur muni hafa mikil áhrif á fjármál sveitarfélagsins. „Við erum búin að vera með tvö til fimm skip í leit frá áramótum. Þannig að það er búið að leita mikið og mæla mjög oft. Meira en verið hefur frá upphafi mælinga á þessum árstíma,“ segir Þorsteinn Sigurðsson sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknarstofnun. Tvö skip eru nú í rannsóknarleiðangri úti fyrir suðurströndinni. „Þau skip sem leita þ.e. Polar amaroq og Ásgrímur Halldórsson fóru út í gær og fyrrakvöld og Polar er búinn að skoða svæðið frá Reykjanesi og austur fyrir Vestmannaeyjar en Ágrímur frá Hornafirði og er núna staddur útaf Ingólfshöfða,“ segir Þorsteinn. Það sé ekki fyrr en eftir morgundaginn sem einhver mynd komist á ástand loðnustofnsins á þessum slóðum. Þorsteinn segir að þó þetta sé afar sjaldgæf staða þá hafi hún komið upp áður. „Árið 2009 þá lentum við í því sama að Hafrannsóknarstofnun mælti ekki með neinum loðnuveiðum. En það var engu að síður gefinn út minniháttar rannsóknarkvóti þannig að þetta er ekki alveg óþekkt. Við erum búnir að mæla þennan stofn nokkrum sinnum og höfum verið að sjá stærðina á veiðistofninum svona í kringum 200.000 þúsund tonn. En það þarf 150.000 tonn til að viðhalda stofninum. Við erum í þessari stöðu í dag en við lifum ennþá í þeirri von að eitthvað skárra sýni sig,“ segir hann. ] Þorsteinn segir að ástandið skýrist næstu daga. En eftir á að að leita úti fyrir Vestfjörðum og á meiri dýpt. Þorsteinn segir að frá árinu 2004 hafi loðnustofnin farið minnkandi við landið. Það skýrist af umhverfisbreytingum og hlýnun sjávar. En meðalaflinn síðustu fimm ár er um þriðjungur af því sem hann var á tíundaáratugnum. Hann segir að þetta geti haft áhrif á meðalþyngd annarra fisktegunda sem nýta loðnu sem fæðu. „Það er þó ekki alveg þannig að það sé engin loðna í hafinu við Ísland, þær eru á bilinu 200.000 til 250.000 tonn. En áhrifin skýrast kannski betur þegar fram líða stundir og ef það er mikill skortur á fæðu þá getur það haft áhrif á meðalþyngdir annarra fisktegunda sem nærast á loðnu,“ segir Þorsteinn að lokum.
Sjávarútvegur Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira