Gjörspillt umræða um neytendavernd Einar Freyr Elínarson skrifar 5. mars 2019 15:37 Íslensk stjórnvöld munu að óbreyttu draga stórlega úr íslenskri matvælaframleiðslu. Hráakjötsfrumvarp landbúnaðarráðherra gerir ráð fyrir að samdráttur íslenskrar framleiðslu muni verða um 500-600 milljónir á ári í óskilgreindan tíma. Til að setja það samhengi þá gæti það jafngilt því að sauðfjárbændum myndi fækka um 160 á ári! Endalausar fingrabendingar stjórnmálamanna um það hver ber ábyrgð á hinum og þessum ákvörðunum eða tollasamningum gera ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir bændur. Réttast væri að þeir stjórnmálamenn sem ekki eru ofurseldir málflutningi stórkaupmanna myndu sammælast um að styðja íslenska bændur gegn þeirra málflutningi. Þetta er gjörspillt umræða sem er stjórnað af fjársterkum kaupmönnum og á ekkert skylt við neytendavernd. Hún felur það í sér að það hljóti að vera betra fyrir neytendur að versla beint við aðra stórkaupmenn og verksmiðjubú úti í heimi og kaupa vörur þeirra sem grundvallast á sem allra lægstum framleiðslukostnaði. Hvernig næst sá lági framleiðslukostnaður? Jú með því að greiða sem allra lægst laun og með því að leggja sem allra minnst upp úr aðbúnaði dýra og gæðastýringu framleiðslunnar. Í þessu felst hin svokallaða neytendavernd stórkaupmanna. Okkur er sagt að þetta sé bara hræðsluáróður. Að sjálfsögðu muni íslenskir neytendur að uppistöðunni velja íslensk matvæli. Ég trúi því líka að vilji myndi standa til þess, ef þeir hefðu um það raunverulegt val. Þeim verður ekki gefið val um annað en að kaupa innfluttan mat. Þeir verða blekktir af þeim sem vilja græða sem allra mest með því að selja ódýra vöru með hárri álagningu. Um leið og verslunin fær óheft að flytja inn hrátt kjöt þá mun þeim liggja mikið á að selja það sem fyrst áður en það úldnar. Því verður stillt upp fremst í kjötkælunum og íslensku fánalitirnir settir fyrir ofan og neytendur blekktir til að halda að þeir séu að kaupa íslenska framleiðslu. Nú þegar sjáum við þetta í verslunum á hverjum einasta degi og það er ekki fyrr en fólk fer að lúslesa smáaletrið sem það sér að kjötið sem það keypti er upprunnið í Þýskalandi. Annað skýrt dæmi um þetta er hágæða íslenski orkudrykkurinn Hámark. Nema hvað að hann er ekki íslenskur. Hann er framleiddur í Belgíu. Samt er hann kynntur neytendum sem íslensk framleiðsla. Það er pólitísk ákvörðun hvort að þessarri vegferð er haldið áfram. Það er ekkert meitlað í stein og alls ekki of seint að snúa af þessarri braut. Við erum stór hópur fólks sem hefur mikinn metnað til þess að framleiða góðan mat. Það er upplagt að virkja þann metnað og styðja um leið öfluga byggð á öllu landinu!Einar Freyr Elínarson, formaður Félags sauðfjárbænda í Vestur-Skaftafellssýslu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Landbúnaður Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld munu að óbreyttu draga stórlega úr íslenskri matvælaframleiðslu. Hráakjötsfrumvarp landbúnaðarráðherra gerir ráð fyrir að samdráttur íslenskrar framleiðslu muni verða um 500-600 milljónir á ári í óskilgreindan tíma. Til að setja það samhengi þá gæti það jafngilt því að sauðfjárbændum myndi fækka um 160 á ári! Endalausar fingrabendingar stjórnmálamanna um það hver ber ábyrgð á hinum og þessum ákvörðunum eða tollasamningum gera ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir bændur. Réttast væri að þeir stjórnmálamenn sem ekki eru ofurseldir málflutningi stórkaupmanna myndu sammælast um að styðja íslenska bændur gegn þeirra málflutningi. Þetta er gjörspillt umræða sem er stjórnað af fjársterkum kaupmönnum og á ekkert skylt við neytendavernd. Hún felur það í sér að það hljóti að vera betra fyrir neytendur að versla beint við aðra stórkaupmenn og verksmiðjubú úti í heimi og kaupa vörur þeirra sem grundvallast á sem allra lægstum framleiðslukostnaði. Hvernig næst sá lági framleiðslukostnaður? Jú með því að greiða sem allra lægst laun og með því að leggja sem allra minnst upp úr aðbúnaði dýra og gæðastýringu framleiðslunnar. Í þessu felst hin svokallaða neytendavernd stórkaupmanna. Okkur er sagt að þetta sé bara hræðsluáróður. Að sjálfsögðu muni íslenskir neytendur að uppistöðunni velja íslensk matvæli. Ég trúi því líka að vilji myndi standa til þess, ef þeir hefðu um það raunverulegt val. Þeim verður ekki gefið val um annað en að kaupa innfluttan mat. Þeir verða blekktir af þeim sem vilja græða sem allra mest með því að selja ódýra vöru með hárri álagningu. Um leið og verslunin fær óheft að flytja inn hrátt kjöt þá mun þeim liggja mikið á að selja það sem fyrst áður en það úldnar. Því verður stillt upp fremst í kjötkælunum og íslensku fánalitirnir settir fyrir ofan og neytendur blekktir til að halda að þeir séu að kaupa íslenska framleiðslu. Nú þegar sjáum við þetta í verslunum á hverjum einasta degi og það er ekki fyrr en fólk fer að lúslesa smáaletrið sem það sér að kjötið sem það keypti er upprunnið í Þýskalandi. Annað skýrt dæmi um þetta er hágæða íslenski orkudrykkurinn Hámark. Nema hvað að hann er ekki íslenskur. Hann er framleiddur í Belgíu. Samt er hann kynntur neytendum sem íslensk framleiðsla. Það er pólitísk ákvörðun hvort að þessarri vegferð er haldið áfram. Það er ekkert meitlað í stein og alls ekki of seint að snúa af þessarri braut. Við erum stór hópur fólks sem hefur mikinn metnað til þess að framleiða góðan mat. Það er upplagt að virkja þann metnað og styðja um leið öfluga byggð á öllu landinu!Einar Freyr Elínarson, formaður Félags sauðfjárbænda í Vestur-Skaftafellssýslu
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun