Sveitarfélögin sem jöfnunartæki Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 6. mars 2019 08:00 Það er napur janúarmorgunn, snjó hefur kyngt niður alla nóttina en samt sem áður kemst þú ferða þinna snemma morguns vegna þess að göturnar hafa verið ruddar áður en þú ferð af stað. Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í nærþjónustu og daglegu lífi fólks. Þau sinna þeim málum sem skipta fólk hvað mestu máli í daglegu lífi. Sveitarfélögin sinna leik- og grunnskólastarfi, reka dægradvöl fyrir börn, sinna margvíslegri þjónustu fyrir eldra fólk og fara með málefni fatlaðs fólks. Sveitarfélögin tryggja að við komumst út úr hverfunum okkar á snjóþungum dögum og mörg hver reka almenningssamgöngur. Einhvern veginn verða sveitarfélögin að fjármagna þessa hluta samneyslunnar og til þess innheimta þau útsvar og fasteignagjöld. Sveitarfélög innheimta einnig gjöld vegna einstaka þjónustuþátta. Slík gjöld geta vegið þungt fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur. Til dæmis gjöld vegna leikskóla, skólamáltíða, frístundaheimila og stundum aukakostnaður vegna grunnskóla. Með hófsamri gjaldtöku geta sveitarfélög því haft veruleg áhrif á fjárhag íbúanna. Sum sveitarfélög á landinu hafa raunar þegar stigið mikilvæg skref í þá átt. Þessi misserin er mikið rætt um fjárhag heimilanna í landinu og hvað hið opinbera getur gert til að rýmka til fyrir kjarasamningum. Einhverjir hafa lagt til að réttast væri nú að lækka útsvarið til þess arna. Slík flöt lækkun skatta gerir það hins vegar að verkum að þeir sem hæstar hafa tekjurnar hagnast meira á því í krónum talið. Í því samhengi geta sveitarfélögin einnig lagt sitt að mörkum til jöfnunar tækifæra. Að lækka leikskólagjöld til tekjulágra foreldra, skilar sér af mun meiri þunga til þeirra sem þurfa stuðning heldur en að lækka útsvarsprósentuna um brot úr prósenti. Einnig að standa gegn hækkunum á þjónustugjöldum, þar á meðal til eldri borgara og öryrkja. Eða hætta alfarið gjaldtöku í grunnskólum. Þannig geta þau lagt sitt af mörkum til að stuðla að sátt í samfélaginu og unnið með ríkinu að því verkefni að allir geti lifað með reisn.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Það er napur janúarmorgunn, snjó hefur kyngt niður alla nóttina en samt sem áður kemst þú ferða þinna snemma morguns vegna þess að göturnar hafa verið ruddar áður en þú ferð af stað. Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í nærþjónustu og daglegu lífi fólks. Þau sinna þeim málum sem skipta fólk hvað mestu máli í daglegu lífi. Sveitarfélögin sinna leik- og grunnskólastarfi, reka dægradvöl fyrir börn, sinna margvíslegri þjónustu fyrir eldra fólk og fara með málefni fatlaðs fólks. Sveitarfélögin tryggja að við komumst út úr hverfunum okkar á snjóþungum dögum og mörg hver reka almenningssamgöngur. Einhvern veginn verða sveitarfélögin að fjármagna þessa hluta samneyslunnar og til þess innheimta þau útsvar og fasteignagjöld. Sveitarfélög innheimta einnig gjöld vegna einstaka þjónustuþátta. Slík gjöld geta vegið þungt fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur. Til dæmis gjöld vegna leikskóla, skólamáltíða, frístundaheimila og stundum aukakostnaður vegna grunnskóla. Með hófsamri gjaldtöku geta sveitarfélög því haft veruleg áhrif á fjárhag íbúanna. Sum sveitarfélög á landinu hafa raunar þegar stigið mikilvæg skref í þá átt. Þessi misserin er mikið rætt um fjárhag heimilanna í landinu og hvað hið opinbera getur gert til að rýmka til fyrir kjarasamningum. Einhverjir hafa lagt til að réttast væri nú að lækka útsvarið til þess arna. Slík flöt lækkun skatta gerir það hins vegar að verkum að þeir sem hæstar hafa tekjurnar hagnast meira á því í krónum talið. Í því samhengi geta sveitarfélögin einnig lagt sitt að mörkum til jöfnunar tækifæra. Að lækka leikskólagjöld til tekjulágra foreldra, skilar sér af mun meiri þunga til þeirra sem þurfa stuðning heldur en að lækka útsvarsprósentuna um brot úr prósenti. Einnig að standa gegn hækkunum á þjónustugjöldum, þar á meðal til eldri borgara og öryrkja. Eða hætta alfarið gjaldtöku í grunnskólum. Þannig geta þau lagt sitt af mörkum til að stuðla að sátt í samfélaginu og unnið með ríkinu að því verkefni að allir geti lifað með reisn.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun