Tekjur Bláa lónsins 15,5 milljarðar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. mars 2019 07:45 Vöxtur Bláa lónsins hefur verið ævintýralegur síðustu ár. Fréttablaðið/Ernir Tekjur Bláa lónsins, eins stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins, námu um 15,5 milljörðum króna frá 6. febrúar til 31. desember í fyrra, að því er fram kemur í nýbirtri ársskýrslu kanadíska orkufyrirtækisins Innergex Renewable Energy. Til samanburðar voru tekjurnar um 13,9 milljarðar króna allt árið 2017. Innergex eignaðist sem kunnugt er 54 prósenta hlut í HS Orku, sem á 30 prósenta hlut í Bláa lóninu, þegar yfirtaka orkufyrirtækisins á Alterra Power gekk í gegn þann 6. febrúar í fyrra. Upplýst er í ársskýrslu kanadíska fyrirtækisins að Bláa lónið hafi hagnast um ríflega 2,6 milljarða króna á umræddu tímabili, frá 6. febrúar til 31. desember í fyrra, en heildarafkoma ferðaþjónustufyrirtækisins var á sama tíma jákvæð um tæplega 800 milljónir króna. Þess má geta að hagnaður Bláa lónsins var um 4,2 milljarðar króna árið 2017.Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsinsvísir/pjeturAðlöguð EBITDA félagsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var jákvæð um tæpa 5 milljarða króna á umræddum 329 dögum en á síðustu þremur mánuðum ársins var hún jákvæð um 1,2 milljarða króna. Þá voru rekstrargjöld Bláa lónsins um 10,6 milljarðar króna á tímabilinu, að því er fram kemur í ársskýrslu Innergex. Á fundi með fjárfestum í tilefni af ársuppgjöri Innergex í liðinni viku sögðust stjórnendur félagsins vera ánægðir með hve vel söluferlið á 54 prósenta hlut þess í HS Orku gengi. Áhugi fjárfesta væri greinilega „mjög mikill“. Innergex bauð hlutinn til sölu síðasta haust, eins og greint var frá í Markaðinum, en gróflega áætlað gæti virði hlutarins verið í kringum þrjátíu milljarðar króna. Forsvarsmenn kanadíska félagsins kváðust sáttir við þær viðræður sem nú væru í gangi og vonuðust til þess að geta sagt frekari fregnir af sölunni á næstunni, jafnvel á næstu vikum. Heildarafkoma HS Orku var neikvæð um 3,1 milljarð króna frá 6. febrúar til 31. desember í fyrra, eins og fram kemur í ársskýrslu Innergex, en aðlöguð EBITDA íslenska orkufyrirtækisins var jákvæð á sama tímabili um 2,5 milljarða króna. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Tekjur Bláa lónsins, eins stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins, námu um 15,5 milljörðum króna frá 6. febrúar til 31. desember í fyrra, að því er fram kemur í nýbirtri ársskýrslu kanadíska orkufyrirtækisins Innergex Renewable Energy. Til samanburðar voru tekjurnar um 13,9 milljarðar króna allt árið 2017. Innergex eignaðist sem kunnugt er 54 prósenta hlut í HS Orku, sem á 30 prósenta hlut í Bláa lóninu, þegar yfirtaka orkufyrirtækisins á Alterra Power gekk í gegn þann 6. febrúar í fyrra. Upplýst er í ársskýrslu kanadíska fyrirtækisins að Bláa lónið hafi hagnast um ríflega 2,6 milljarða króna á umræddu tímabili, frá 6. febrúar til 31. desember í fyrra, en heildarafkoma ferðaþjónustufyrirtækisins var á sama tíma jákvæð um tæplega 800 milljónir króna. Þess má geta að hagnaður Bláa lónsins var um 4,2 milljarðar króna árið 2017.Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsinsvísir/pjeturAðlöguð EBITDA félagsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var jákvæð um tæpa 5 milljarða króna á umræddum 329 dögum en á síðustu þremur mánuðum ársins var hún jákvæð um 1,2 milljarða króna. Þá voru rekstrargjöld Bláa lónsins um 10,6 milljarðar króna á tímabilinu, að því er fram kemur í ársskýrslu Innergex. Á fundi með fjárfestum í tilefni af ársuppgjöri Innergex í liðinni viku sögðust stjórnendur félagsins vera ánægðir með hve vel söluferlið á 54 prósenta hlut þess í HS Orku gengi. Áhugi fjárfesta væri greinilega „mjög mikill“. Innergex bauð hlutinn til sölu síðasta haust, eins og greint var frá í Markaðinum, en gróflega áætlað gæti virði hlutarins verið í kringum þrjátíu milljarðar króna. Forsvarsmenn kanadíska félagsins kváðust sáttir við þær viðræður sem nú væru í gangi og vonuðust til þess að geta sagt frekari fregnir af sölunni á næstunni, jafnvel á næstu vikum. Heildarafkoma HS Orku var neikvæð um 3,1 milljarð króna frá 6. febrúar til 31. desember í fyrra, eins og fram kemur í ársskýrslu Innergex, en aðlöguð EBITDA íslenska orkufyrirtækisins var jákvæð á sama tímabili um 2,5 milljarða króna.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira