Álaguðspjall Guðrún Vilmundardóttir skrifar 7. mars 2019 07:00 Álar eru furðuleg kvikindi og búa yfir mörgum leyndardómum. Langt fram á síðustu öld var mönnum hulin ráðgáta hvernig þeir fjölguðu sér. Aristóteles taldi að þeir spryttu upp úr moldinni og tvö þúsund árum síðar ætlaði nítján ára gamall metnaðarfullur stúdent í Trieste, Sigmund Freud, að ráða álagátuna og skar upp fjögur hundruð ála í leit að karlkynsskepnu en fann ekki eina einustu. Hann sneri sér þá að auðleystari verkefnum eins og sálgreiningu. Nú er sænskur rithöfundur, Patrik Svensson, að leggja lokahönd á svokallað Álaguðspjall (frábær titill!) þar sem hann fléttar saman sögum af þessari merkilegu skepnu og hugljúfri fjölskyldusögu. Bókin á að koma út í Svíþjóð næsta haust. Mér finnst þetta spennandi, enda áhugakona um ála. Og ég er sannarlega ekki ein. Handritið er komið á fyrir-messuflug. Í næstu viku verður haldin bókamessa í London, meiriháttar vörusýning, þar sem réttindi til að þýða og gefa út bækur ganga kaupum og sölum. Fyrir viku bárust fréttir af því að stór breskur útgefandi hefði keypt réttinn að þessari óútkomnu bók um ála og feðga, tveir aðrir fylgdu í kjölfarið með svo góðum tilboðum að þeim varð ekki hafnað og síðast þegar ég tók stöðuna stóðu yfir uppboð í tíu löndum. Áll hrygnir í Þanghafinu við austurströnd Mið-Ameríku og lirfurnar berast með Golfstraumnum að ströndum Evrópu og Ameríku, þetta er ekkert smá ferðalag. Skepnan tekur ótrúlegustu stakkaskiptum á lífsleiðinni, syndir upp ár og ef fossar eru í veginum skríður hún á blautum steinum og grasi. Allur áll deyr eftir hrygningu. Skil ekkert í því að Álaguðspjallið hafi ekki verið skrifað fyrir löngu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Álar eru furðuleg kvikindi og búa yfir mörgum leyndardómum. Langt fram á síðustu öld var mönnum hulin ráðgáta hvernig þeir fjölguðu sér. Aristóteles taldi að þeir spryttu upp úr moldinni og tvö þúsund árum síðar ætlaði nítján ára gamall metnaðarfullur stúdent í Trieste, Sigmund Freud, að ráða álagátuna og skar upp fjögur hundruð ála í leit að karlkynsskepnu en fann ekki eina einustu. Hann sneri sér þá að auðleystari verkefnum eins og sálgreiningu. Nú er sænskur rithöfundur, Patrik Svensson, að leggja lokahönd á svokallað Álaguðspjall (frábær titill!) þar sem hann fléttar saman sögum af þessari merkilegu skepnu og hugljúfri fjölskyldusögu. Bókin á að koma út í Svíþjóð næsta haust. Mér finnst þetta spennandi, enda áhugakona um ála. Og ég er sannarlega ekki ein. Handritið er komið á fyrir-messuflug. Í næstu viku verður haldin bókamessa í London, meiriháttar vörusýning, þar sem réttindi til að þýða og gefa út bækur ganga kaupum og sölum. Fyrir viku bárust fréttir af því að stór breskur útgefandi hefði keypt réttinn að þessari óútkomnu bók um ála og feðga, tveir aðrir fylgdu í kjölfarið með svo góðum tilboðum að þeim varð ekki hafnað og síðast þegar ég tók stöðuna stóðu yfir uppboð í tíu löndum. Áll hrygnir í Þanghafinu við austurströnd Mið-Ameríku og lirfurnar berast með Golfstraumnum að ströndum Evrópu og Ameríku, þetta er ekkert smá ferðalag. Skepnan tekur ótrúlegustu stakkaskiptum á lífsleiðinni, syndir upp ár og ef fossar eru í veginum skríður hún á blautum steinum og grasi. Allur áll deyr eftir hrygningu. Skil ekkert í því að Álaguðspjallið hafi ekki verið skrifað fyrir löngu
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar