Þar sem allir geta lifað með reisn Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 7. mars 2019 09:45 Um sumt eru Íslendingar sammála. Við eru sammála um öfluga samneyslu. Við viljum gjaldfrjálsa menntun og við viljum öflugt velferðarkerfi. Til þess leggjum við á skatta. En við beitum líka skattkerfinu til að jafna kjörin. Því að staðreyndin er sú að auknar tekjur skipta fátækan mann meira máli en ríkan. Allir eru sammála um það að um langa hríð hefur sá hópur fólks sem á erfitt með að láta heimilisbókhaldið ganga upp verið of stór. Samkvæmt lífskjararannsókn telur u.þ.b. tíundi hluti þjóðarinnar það mjög erfitt að láta enda ná saman. Það hlýtur að vera markmið samfélagsins að enginn þurfi að hafa áhyggjur af því. Hér þarf að horfa á heildarmyndina og samspil bóta og skatta. Sitjandi ríkisstjórn hefur stýrt aukningu í barnabótakerfið til þeirra sem lægstar hafa tekjurnar til að koma til móts við barnafjölskyldur með lágar tekjur. Þá hefur hækkun leiguverðs komið illa við fólk með lágar tekjur. Von er á úrbótum í húsnæðismálum, en það tekur tíma að snúa við þeirri þróun sem hófst þegar hið félagslega húsnæðiskerfi ríkisins var lagt af undir lok síðustu aldar. Þá þarf að byggja upp hágæða almenningssamgöngur á landsvísu svo það sé val að eiga bíl, en ekki nauðsyn. Með tillögu sérfræðingahóps um skattkerfið, um að búa til lægra þrep fyrir lágar tekjur færumst við nær Norðurlöndunum. Það skilar sér í því að skattprósenta lægstu launa er komin á sama stað og hún var við upphaf staðgreiðslunnar árið 1988. Þá var mikilvægt skref í átt til réttlætis stigið fyrsta janúar síðastliðinn, en héðan í frá munu efra og neðri þrep fylgja sömu vísitölu svo að skattbyrði aukist ekki aftur hjá hinum tekjulægri en haldist óbreytt hjá þeim tekjuhærri þegar laun hækka umfram verðlag. Að öllu þessu vinnur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Við viljum þjóðfélag þar sem allir geta lifað með reisn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Um sumt eru Íslendingar sammála. Við eru sammála um öfluga samneyslu. Við viljum gjaldfrjálsa menntun og við viljum öflugt velferðarkerfi. Til þess leggjum við á skatta. En við beitum líka skattkerfinu til að jafna kjörin. Því að staðreyndin er sú að auknar tekjur skipta fátækan mann meira máli en ríkan. Allir eru sammála um það að um langa hríð hefur sá hópur fólks sem á erfitt með að láta heimilisbókhaldið ganga upp verið of stór. Samkvæmt lífskjararannsókn telur u.þ.b. tíundi hluti þjóðarinnar það mjög erfitt að láta enda ná saman. Það hlýtur að vera markmið samfélagsins að enginn þurfi að hafa áhyggjur af því. Hér þarf að horfa á heildarmyndina og samspil bóta og skatta. Sitjandi ríkisstjórn hefur stýrt aukningu í barnabótakerfið til þeirra sem lægstar hafa tekjurnar til að koma til móts við barnafjölskyldur með lágar tekjur. Þá hefur hækkun leiguverðs komið illa við fólk með lágar tekjur. Von er á úrbótum í húsnæðismálum, en það tekur tíma að snúa við þeirri þróun sem hófst þegar hið félagslega húsnæðiskerfi ríkisins var lagt af undir lok síðustu aldar. Þá þarf að byggja upp hágæða almenningssamgöngur á landsvísu svo það sé val að eiga bíl, en ekki nauðsyn. Með tillögu sérfræðingahóps um skattkerfið, um að búa til lægra þrep fyrir lágar tekjur færumst við nær Norðurlöndunum. Það skilar sér í því að skattprósenta lægstu launa er komin á sama stað og hún var við upphaf staðgreiðslunnar árið 1988. Þá var mikilvægt skref í átt til réttlætis stigið fyrsta janúar síðastliðinn, en héðan í frá munu efra og neðri þrep fylgja sömu vísitölu svo að skattbyrði aukist ekki aftur hjá hinum tekjulægri en haldist óbreytt hjá þeim tekjuhærri þegar laun hækka umfram verðlag. Að öllu þessu vinnur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Við viljum þjóðfélag þar sem allir geta lifað með reisn.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar