Stefanía Inga til Fisk Seafood Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2019 11:32 Stefanía er með B.Sc. gráðu í líftækni frá Háskólanum á Akureyri. Stefanía Inga Sigurðardóttir hefur verið ráðin til starfa sem gæðastjóri hjá Fisk Seafood á Sauðárkróki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Í gæðateymi félagsins eru sérstakir gæðaeftirlitsmenn í ólíkum rekstrareiningum, s.s. landvinnslunni á Sauðárkróki, saltfiskvinnslu í Grundarfirði, seiðaeldi á Hólum, fiskeldi í Þorlákshöfn og frystitogaranum Arnari auk ferskfiskstogara Fisk Seafood. Með nýrri skipan gæðamála fer gæðastjóri í fullu starfi fyrir þessu teymi, ber ábyrgð á allri sýnatöku og annast samskipti við Matvælastofnun og aðra eftirlitsaðila. Gæðastjóri tekur sömuleiðis við mögulegum ábendingum um galla í framleiðslunni, sannreynir þær og bregst við með viðeigandi hætti. Stefanía mun á næstu vikum færa sig í áföngum úr fyrri verkefnum sínum yfir í þetta nýja hlutverk hjá Fisk Seafood. Stefanía er með B.Sc. gráðu í líftækni frá Háskólanum á Akureyri. Hún hefur starfað innan veggja Fisk Seafood hjá rannsókna- og þróunarfyrirtækinu Iceprotein frá árinu 2013 og síðustu þrjú árin sem rannsóknarstofustjóri. Auk verkefna sem tengdust Protis vörunum frá Iceprotein hélt hún utan um aðferðafræði við gæðamælingar á afurðum fyrir matvæla- og fóðurfyrirtæki á Norðurlandi vestra. Stefanía er fædd og uppalin í Skagafirði, gift Atla Víði Arasyni og móðir þriggja barna þeirra. „Vönduð gæðastjórnun í matvælaframleiðslu er gífurlega mikilvæg og getur skipt sköpum fyrir bæði orðspor vörunnar og verðmætasköpun“, segir Stefanía. „Sem betur fer er regluverkið í kringum alla okkar starfsemi afar strangt og það verður mitt hlutverk að eftir því sé farið í einu og öllu auk þess að toppa kröfurnar eftir því sem unnt er. Þetta er teymisvinna þar sem nákvæmni skiptir öllu máli og ég hlakka til samstarfsins við það góða fólk sem stendur vaktina á hverjum stað.“ Friðbjörn Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri Fisk Seafood, fagnar ráðningu Stefaníu Ingu. „Það er afar ánægjulegt að fá Stefaníu til þessara starfa og ég er sannfærður um að hún hefur bæði þekkingu og reynslu til þess að taka gæðamálin okkar metnaðarfullum tökum. Dagleg árvekni í gæðamálum er lykilatriði til þess að verja vörumerkið okkar á alþjóðlegum markaði og tryggja öryggi, heilnæmi og gæði vörunnar. Gæðastjórnun skiptir líka gríðarlegu máli í viðleitninni til þess að lágmarka matarsóun og hámarka þau verðmæti sem hægt er að fá úr aflanum og vinnslunni.“ Sjávarútvegur Vistaskipti Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Stefanía Inga Sigurðardóttir hefur verið ráðin til starfa sem gæðastjóri hjá Fisk Seafood á Sauðárkróki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Í gæðateymi félagsins eru sérstakir gæðaeftirlitsmenn í ólíkum rekstrareiningum, s.s. landvinnslunni á Sauðárkróki, saltfiskvinnslu í Grundarfirði, seiðaeldi á Hólum, fiskeldi í Þorlákshöfn og frystitogaranum Arnari auk ferskfiskstogara Fisk Seafood. Með nýrri skipan gæðamála fer gæðastjóri í fullu starfi fyrir þessu teymi, ber ábyrgð á allri sýnatöku og annast samskipti við Matvælastofnun og aðra eftirlitsaðila. Gæðastjóri tekur sömuleiðis við mögulegum ábendingum um galla í framleiðslunni, sannreynir þær og bregst við með viðeigandi hætti. Stefanía mun á næstu vikum færa sig í áföngum úr fyrri verkefnum sínum yfir í þetta nýja hlutverk hjá Fisk Seafood. Stefanía er með B.Sc. gráðu í líftækni frá Háskólanum á Akureyri. Hún hefur starfað innan veggja Fisk Seafood hjá rannsókna- og þróunarfyrirtækinu Iceprotein frá árinu 2013 og síðustu þrjú árin sem rannsóknarstofustjóri. Auk verkefna sem tengdust Protis vörunum frá Iceprotein hélt hún utan um aðferðafræði við gæðamælingar á afurðum fyrir matvæla- og fóðurfyrirtæki á Norðurlandi vestra. Stefanía er fædd og uppalin í Skagafirði, gift Atla Víði Arasyni og móðir þriggja barna þeirra. „Vönduð gæðastjórnun í matvælaframleiðslu er gífurlega mikilvæg og getur skipt sköpum fyrir bæði orðspor vörunnar og verðmætasköpun“, segir Stefanía. „Sem betur fer er regluverkið í kringum alla okkar starfsemi afar strangt og það verður mitt hlutverk að eftir því sé farið í einu og öllu auk þess að toppa kröfurnar eftir því sem unnt er. Þetta er teymisvinna þar sem nákvæmni skiptir öllu máli og ég hlakka til samstarfsins við það góða fólk sem stendur vaktina á hverjum stað.“ Friðbjörn Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri Fisk Seafood, fagnar ráðningu Stefaníu Ingu. „Það er afar ánægjulegt að fá Stefaníu til þessara starfa og ég er sannfærður um að hún hefur bæði þekkingu og reynslu til þess að taka gæðamálin okkar metnaðarfullum tökum. Dagleg árvekni í gæðamálum er lykilatriði til þess að verja vörumerkið okkar á alþjóðlegum markaði og tryggja öryggi, heilnæmi og gæði vörunnar. Gæðastjórnun skiptir líka gríðarlegu máli í viðleitninni til þess að lágmarka matarsóun og hámarka þau verðmæti sem hægt er að fá úr aflanum og vinnslunni.“
Sjávarútvegur Vistaskipti Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira