Efling gagnrýnir hótelrekendur sem ætla sér að stunda verkfallsbrot Sylvía Hall skrifar 7. mars 2019 22:14 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Stéttarfélagið Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hótelrekendur sem hafa í hyggju að stunda verkfallsbrot eru harðlega gagnrýndir. Verkföllin hefjast á meðal hótelþerna á morgun, 8. mars, sem einnig er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. „Eflingu hafa borist fjölmargar tilkynningar um að hótelrekendur hyggist beita starfsfólk þrýstingi til að ýmist sniðganga verkfallsboðun eða ganga í störf starfsfólks í verkfalli. Hvort tveggja eru verkfallsbrot. Margar tilkynninganna hafa borist í tengslum atkvæðagreiðslu utan kjörfundar, en í tengslum við hana hefur starfsfólk Eflingar heimsótt fjölmarga vinnustaði á höfuðborgarsvæðinu í vikunni,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur einnig fram að Valgerði Árnadóttur, starfsmanni félagssviðs Eflingar, hafi borist slíkar frásagnir í vikunni frá áhyggjufullum hótelstarfsmönnum. „Áhyggjufullir hótelstarfsmenn hafa tjáð mér að það séu uppi áform um ýmis brot, svo sem að hindra starfsmenn í að fara í verkfall sem þrífa almenningsrými og sinna þvottum. Sums staðar er verið að boða starfsmenn sem almennt vinna ekki við þrif til að mæta fyrr og sinna þeim með herbergisþernum, bæði til að ná að klára þrif fyrir kl 10:00 og einnig eftir að verkfall hefst.“ Efling kallar eftir því að atvinnurekendur virði lög og réttindi starfsfólks og vísar í lög númer 80 frá árinu 1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Formaður Eflingar sendi bréf sama efnis á hótelrekendur á félagssvæðinu þar sem réttur starfsfólks til þátttöku í verkfalli var áréttaður ásamt skyldum atvinnurekenda. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15 „Ég er hér, ég er glöð, get used to it“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, telur ekki við hæfi að hún sé gagnrýnd fyrir að vera glöð yfir því að þernur á hótelum muni leggja niður störf á morgun. 7. mars 2019 21:51 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Hótelstjórnendur búa sig undir morgundaginn: „Áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu“ Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. 7. mars 2019 17:21 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Stéttarfélagið Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hótelrekendur sem hafa í hyggju að stunda verkfallsbrot eru harðlega gagnrýndir. Verkföllin hefjast á meðal hótelþerna á morgun, 8. mars, sem einnig er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. „Eflingu hafa borist fjölmargar tilkynningar um að hótelrekendur hyggist beita starfsfólk þrýstingi til að ýmist sniðganga verkfallsboðun eða ganga í störf starfsfólks í verkfalli. Hvort tveggja eru verkfallsbrot. Margar tilkynninganna hafa borist í tengslum atkvæðagreiðslu utan kjörfundar, en í tengslum við hana hefur starfsfólk Eflingar heimsótt fjölmarga vinnustaði á höfuðborgarsvæðinu í vikunni,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur einnig fram að Valgerði Árnadóttur, starfsmanni félagssviðs Eflingar, hafi borist slíkar frásagnir í vikunni frá áhyggjufullum hótelstarfsmönnum. „Áhyggjufullir hótelstarfsmenn hafa tjáð mér að það séu uppi áform um ýmis brot, svo sem að hindra starfsmenn í að fara í verkfall sem þrífa almenningsrými og sinna þvottum. Sums staðar er verið að boða starfsmenn sem almennt vinna ekki við þrif til að mæta fyrr og sinna þeim með herbergisþernum, bæði til að ná að klára þrif fyrir kl 10:00 og einnig eftir að verkfall hefst.“ Efling kallar eftir því að atvinnurekendur virði lög og réttindi starfsfólks og vísar í lög númer 80 frá árinu 1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Formaður Eflingar sendi bréf sama efnis á hótelrekendur á félagssvæðinu þar sem réttur starfsfólks til þátttöku í verkfalli var áréttaður ásamt skyldum atvinnurekenda.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15 „Ég er hér, ég er glöð, get used to it“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, telur ekki við hæfi að hún sé gagnrýnd fyrir að vera glöð yfir því að þernur á hótelum muni leggja niður störf á morgun. 7. mars 2019 21:51 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Hótelstjórnendur búa sig undir morgundaginn: „Áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu“ Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. 7. mars 2019 17:21 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15
„Ég er hér, ég er glöð, get used to it“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, telur ekki við hæfi að hún sé gagnrýnd fyrir að vera glöð yfir því að þernur á hótelum muni leggja niður störf á morgun. 7. mars 2019 21:51
Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02
Hótelstjórnendur búa sig undir morgundaginn: „Áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu“ Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. 7. mars 2019 17:21