Stjórn Nýs Landspítala ohf. (NLSH) hækkaði í upphafi árs laun framkvæmdastjóra félagsins um tæpar 200 þúsund krónur á mánuði. Þetta kemur fram í svari framkvæmdastjórans við fyrirspurn Fréttablaðsins.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið birti í vikunni svör stjórna allra fyrirtækja í ríkiseigu við erindi þess um hvernig brugðist hafi verið við tilmælum ráðuneytisins frá janúar 2017 um launaákvarðanir og starfskjör lykilstjórnenda. Í svari NLSH er útskýrt að laun Gunnars Svavarssonar framkvæmdastjóra hafi hækkað í ársbyrjun í samræmi við breytingar á launavísitölu en engar upphæðir nefndar.
Í svarinu er reifað hvernig laun framkvæmdastjórans höfðu ekki tekið breytingum síðan í júní 2016. Haustið 2018 hóf stjórn NLSH rýni á umfangi félagsins og störfum framkvæmdastjóra og komst að þeirri niðurstöðu að allar kennistærðir í félaginu hefðu aukist verulega enda hefðu umsvif félagsins orðið meiri með ári hverju í samræmi við fjárheimildir Alþingis með fjárlögum ár hvert.
Ljóst væri einnig að umfang Hringbrautarverkefnisins myndi halda áfram að aukast. Stjórn félagsins ákvað því að föst laun Gunnars skyldu hækka í upphafi árs úr 1.308.774 krónum á mánuði í 1.506.023 krónur. Hækkun sem nemur 15 prósentum og rúmum 197 þúsund krónum.
Af svörum annarra ríkisstofnana að dæma þá er hækkun Gunnars í samanburði hófstillt. Laun forstjóra Isavia og Íslandspósts hafa hækkað um 43 prósent síðan ráðuneytið sendi stjórnum tilmælin og forstjóra Landsnets um 37 prósent svo fátt eitt sé nefnt.
Mánaðarlaun framkvæmdastjórans hækkuð um 200 þúsund
Sigurður Mikael Jónsson skrifar

Mest lesið

Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði
Viðskipti innlent

Starbucks opnaði á Laugavegi í dag
Viðskipti innlent

Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum
Viðskipti innlent

Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo?
Viðskipti innlent


Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá
Viðskipti innlent

Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum
Viðskipti innlent



Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum
Viðskipti innlent