Bauð gestum kvöldmat gegn því að það tékkaði sig fyrr út Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2019 10:50 Árni Valur Sólonarson, hótelstjóri og eigandi á City Park Hotel, segir allt hafa gengið vel fyrir sig hjá hótelinu í morgun áður en starfsfólk lagði niður störf. Fólkið hafi lagt sig mikið fram og nánast tekist að ljúka öllu fyrir klukkan tíu. Stefán Óli Jónsson, fréttamaður Vísis, ræddi við hann á ellefta tímanum í dag. „Það eru nokkur herbergi sem eiga eftir að tékka út og gera það fyrir klukkan tólf,“ segir Árni Valur. Hann muni sjálfur þrífa þau herbergi sem eftir standi. „Ég mun koma til með að dunda mér við það sem eftir er dagsins.“ Verkfallsaðgerðir í dag muni ekki hafa nein áhrif á starfsemina í dag.Tekur til hendinni eins og í gamla daga „Ég þarf að leggja mig aðeins meira fram en venjulega, ekki sinna skrifstofustörfum heldur taka meira til hendinni eins og ég gerði í gamla daga.“ Árni Valur segist hafa upplýst gesti hótelsins í gær um það sem myndi gerast í dag. Það liggi fyrir að einhverjir gestir á hótelinu verði fyrir einhverri truflun í dag. Þeim verði boðið upp á drykk á barnum. „Einhverjum gestum var boðið að borða í gærkvöldi fyrir að tékka út snemma í morgun.“ Árni valur segist ljóst að áframhaldi verkföll myndu hafa mjög slæm áhrif á hótelrekstur og ferðaþjónustuna í landinu. Starfsandinn hjá hans fólki sé mjög góður.Ánægja hjá starfsfólki í starfi „Ég tel að allt starfsfólk sé mjög ánægt með sína vinnu, hvar það er að vinna og slíkt. Það er ánægt starfsfólkið. Ég held að þessi verkföll hafi að sjálfsögðu haft einhver slæm áhrif hjá sumum,“ segir Árni Valur en það gildi þó ekki heilt yfir. „Ef það verða allsherjarverkföll og engir starfsmenn að vinna við að þrífa þá þarf maður að gera einhverjar ráðstafanir.“Fylgst er með gangi mála fram eftir degi í verkfallsvaktinni á Vísi. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Sjá meira
Árni Valur Sólonarson, hótelstjóri og eigandi á City Park Hotel, segir allt hafa gengið vel fyrir sig hjá hótelinu í morgun áður en starfsfólk lagði niður störf. Fólkið hafi lagt sig mikið fram og nánast tekist að ljúka öllu fyrir klukkan tíu. Stefán Óli Jónsson, fréttamaður Vísis, ræddi við hann á ellefta tímanum í dag. „Það eru nokkur herbergi sem eiga eftir að tékka út og gera það fyrir klukkan tólf,“ segir Árni Valur. Hann muni sjálfur þrífa þau herbergi sem eftir standi. „Ég mun koma til með að dunda mér við það sem eftir er dagsins.“ Verkfallsaðgerðir í dag muni ekki hafa nein áhrif á starfsemina í dag.Tekur til hendinni eins og í gamla daga „Ég þarf að leggja mig aðeins meira fram en venjulega, ekki sinna skrifstofustörfum heldur taka meira til hendinni eins og ég gerði í gamla daga.“ Árni Valur segist hafa upplýst gesti hótelsins í gær um það sem myndi gerast í dag. Það liggi fyrir að einhverjir gestir á hótelinu verði fyrir einhverri truflun í dag. Þeim verði boðið upp á drykk á barnum. „Einhverjum gestum var boðið að borða í gærkvöldi fyrir að tékka út snemma í morgun.“ Árni valur segist ljóst að áframhaldi verkföll myndu hafa mjög slæm áhrif á hótelrekstur og ferðaþjónustuna í landinu. Starfsandinn hjá hans fólki sé mjög góður.Ánægja hjá starfsfólki í starfi „Ég tel að allt starfsfólk sé mjög ánægt með sína vinnu, hvar það er að vinna og slíkt. Það er ánægt starfsfólkið. Ég held að þessi verkföll hafi að sjálfsögðu haft einhver slæm áhrif hjá sumum,“ segir Árni Valur en það gildi þó ekki heilt yfir. „Ef það verða allsherjarverkföll og engir starfsmenn að vinna við að þrífa þá þarf maður að gera einhverjar ráðstafanir.“Fylgst er með gangi mála fram eftir degi í verkfallsvaktinni á Vísi.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Sjá meira