Stofnandi nuddstofunnar þar sem Kraft var gómaður horfði á Superbowl með Trump Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2019 15:30 Robert Kraft, eigandi New England Patriots, og vinur Donald Trump til langs tíma. AP/Chris O'Meara Konan sem stofnaði nuddstofuna þar sem Robert Kraft, eigandi New England Patriots, er sakaður um að hafa keypt sér vændi, fagnaði Superbowl-sigri Patriots með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og vini Kraft. Konan, sem heitir Li Yang, en er kölluð Cindy, er reglulegur gestur í klúbbum Trump og hefur þar að auki komið í Hvíta húsið. Kraft er sakaður um að hafa borgað fyrir munnmök að morgni 20. janúar og er lögreglan með myndband af Kraft. Hann þvertekur þó fyrir það að hafa brotið lög. Yang segist hafa selt umrædda nuddstofu fyrir löngu síðan en nokkrar nuddstofur eru þó enn í eigu fjölskyldu hennar. Engin af þeim tíu nuddstofum sem hefur verið lokað að undanförnu vegna mansals og vændis er skráð í eigu hennar eða fjölskyldu hennar.Samkvæmt ítarlegri umfjöllun Miami Herald hafa nuddstaðir fjölskyldunnar þó vakið athygli lögregluembætta vegna gruns um vændi. Þar að auki fundu blaðamenn fundu víða umræður á netinu þar sem menn ræða um vændiskaup þar sem nuddstofur fjölskyldunnar eru nefndir. „Ef þú vilt einfalt nudd og tog, þá er þetta mögulega besti staðurinn á West Palm Beach,“ sagði einni maður á netinu. Starfsmaður annarrar nuddstofu í eigu fjölskyldunnar sagði lögreglu árið 2016 að starfsmenn væru að stunda vændi. Sú kona segist hafa verið að vinna á nuddstofunni og segir að þegar hún hafi fundið smokka í ruslinu hafi hún fengið vin sinn sem talaði ensku til að hringja í lögregluna. Þá sagði hún Miami Herald frá því að viðskiptavinur hefði eitt sinn krafist þess að hún hefði munnmök við hann. Eftir að hún hljóp grátandi út, var hún skömmuð fyrir að móðga viðskiptavininn. Blaðamenn Miami Herald fundu fjölmargar vísbendingar um að vændi hafi verið stundað á nuddstofum Yang. Í samtali við Herald sagði Yang hvorki hún né fjölskylda hennar hefðu nokkurn tímann brotið lögin. Hún vildi ekki svara spurningum um hvort hún hefði vitað af ásökununum um að vændi væri stundað á nuddstofum hennar. Þá sagðist hún væri hætt að reka nuddstofur og væri að flytja til Washington DC. Yang segist þar að auki ekki þekkja Trump persónulega. Hann hafi bara starfað sem sjálfboðaliði á kosningatengdum viðburðum og hafi sótt einhverja viðburði í klúbbum hans. Miami Herald segir engin ummerki um að Yang hafi haft áhuga á stjórnmálum fyrir forsetakosningarnar 2016. Fyrir þær hafi hún ekki kosið í tíu ár. Eftir kosningarnar hafi hún hins vegar mætt á fjölmarga viðburði Repúblikanaflokksins með allri austurströnd Bandaríkjanna. Á Facebook síðu hennar fundu blaðamenn fjölmargar myndir af henni með ýmsum aðilum sem koma að stjórnmálum í Bandaríkjunum. Þar á meðal eru Donald Trump, synir hans Trump yngri og Eric, Ron DeSantis ríkisstjóri Flórída, Rick Scott þingmaður og Sarah Palin. Enginn sem Miami Herald ræddi við sagðist kannast við Yang. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Eigandi Patriots þvertekur fyrir að hafa keypt vændi Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. 23. febrúar 2019 09:49 Kraft fór á vændishúsið sama dag og Patriots lék gegn Kansas City Hinn 77 ára gamli Robert Kraft, eigandi NFL-meistara New England Patriots, hefur verið kærður fyrir að kaupa sér vændisþjónustu í tvígang í Flórída. 26. febrúar 2019 12:30 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Konan sem stofnaði nuddstofuna þar sem Robert Kraft, eigandi New England Patriots, er sakaður um að hafa keypt sér vændi, fagnaði Superbowl-sigri Patriots með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og vini Kraft. Konan, sem heitir Li Yang, en er kölluð Cindy, er reglulegur gestur í klúbbum Trump og hefur þar að auki komið í Hvíta húsið. Kraft er sakaður um að hafa borgað fyrir munnmök að morgni 20. janúar og er lögreglan með myndband af Kraft. Hann þvertekur þó fyrir það að hafa brotið lög. Yang segist hafa selt umrædda nuddstofu fyrir löngu síðan en nokkrar nuddstofur eru þó enn í eigu fjölskyldu hennar. Engin af þeim tíu nuddstofum sem hefur verið lokað að undanförnu vegna mansals og vændis er skráð í eigu hennar eða fjölskyldu hennar.Samkvæmt ítarlegri umfjöllun Miami Herald hafa nuddstaðir fjölskyldunnar þó vakið athygli lögregluembætta vegna gruns um vændi. Þar að auki fundu blaðamenn fundu víða umræður á netinu þar sem menn ræða um vændiskaup þar sem nuddstofur fjölskyldunnar eru nefndir. „Ef þú vilt einfalt nudd og tog, þá er þetta mögulega besti staðurinn á West Palm Beach,“ sagði einni maður á netinu. Starfsmaður annarrar nuddstofu í eigu fjölskyldunnar sagði lögreglu árið 2016 að starfsmenn væru að stunda vændi. Sú kona segist hafa verið að vinna á nuddstofunni og segir að þegar hún hafi fundið smokka í ruslinu hafi hún fengið vin sinn sem talaði ensku til að hringja í lögregluna. Þá sagði hún Miami Herald frá því að viðskiptavinur hefði eitt sinn krafist þess að hún hefði munnmök við hann. Eftir að hún hljóp grátandi út, var hún skömmuð fyrir að móðga viðskiptavininn. Blaðamenn Miami Herald fundu fjölmargar vísbendingar um að vændi hafi verið stundað á nuddstofum Yang. Í samtali við Herald sagði Yang hvorki hún né fjölskylda hennar hefðu nokkurn tímann brotið lögin. Hún vildi ekki svara spurningum um hvort hún hefði vitað af ásökununum um að vændi væri stundað á nuddstofum hennar. Þá sagðist hún væri hætt að reka nuddstofur og væri að flytja til Washington DC. Yang segist þar að auki ekki þekkja Trump persónulega. Hann hafi bara starfað sem sjálfboðaliði á kosningatengdum viðburðum og hafi sótt einhverja viðburði í klúbbum hans. Miami Herald segir engin ummerki um að Yang hafi haft áhuga á stjórnmálum fyrir forsetakosningarnar 2016. Fyrir þær hafi hún ekki kosið í tíu ár. Eftir kosningarnar hafi hún hins vegar mætt á fjölmarga viðburði Repúblikanaflokksins með allri austurströnd Bandaríkjanna. Á Facebook síðu hennar fundu blaðamenn fjölmargar myndir af henni með ýmsum aðilum sem koma að stjórnmálum í Bandaríkjunum. Þar á meðal eru Donald Trump, synir hans Trump yngri og Eric, Ron DeSantis ríkisstjóri Flórída, Rick Scott þingmaður og Sarah Palin. Enginn sem Miami Herald ræddi við sagðist kannast við Yang.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Eigandi Patriots þvertekur fyrir að hafa keypt vændi Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. 23. febrúar 2019 09:49 Kraft fór á vændishúsið sama dag og Patriots lék gegn Kansas City Hinn 77 ára gamli Robert Kraft, eigandi NFL-meistara New England Patriots, hefur verið kærður fyrir að kaupa sér vændisþjónustu í tvígang í Flórída. 26. febrúar 2019 12:30 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Eigandi Patriots þvertekur fyrir að hafa keypt vændi Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. 23. febrúar 2019 09:49
Kraft fór á vændishúsið sama dag og Patriots lék gegn Kansas City Hinn 77 ára gamli Robert Kraft, eigandi NFL-meistara New England Patriots, hefur verið kærður fyrir að kaupa sér vændisþjónustu í tvígang í Flórída. 26. febrúar 2019 12:30