Kontratenór tekur Klemens í kennslustund Jakob Bjarnar skrifar 8. mars 2019 16:30 Sverrir er sprenglærður kontratenór og hann hefur verið að hjálpa Klemens við að finna hinn eina rétta tón í sinn falsettusöng. Sverrir Guðjónsson kontratenór hefur verið með annan söngvara Hatara, Klemens Nikulás Hannigan, í söngtímum til að hjálpa honum að finna hinn eina sanna falsettutón fyrir komandi átök. Meðlimir Hatara, sem verður fulltrúari Íslands í Tel Aviv í Eurovision-söngvakeppninni sem þar verður haldin í maí. Sverrir sjálfur er, eins og flestir áhugamenn um tónlist þekkja, magnaður söngvari og sprenglærður sem slíkur. Hann var í þrjú ár við nám í Alexandertækni í London. Í samtali við Vísi slær hann á létta strengi með það að helsti kennari hans í þeim fræðum, gúrú og meistari, hafi komið frá Ísrael. Þannig að það liggi eiginlega beint við að RÚV kaupi miða fyrir sig út, til að fylgja Hatara og vera þeim innan handar og til stuðnings. „Já, ég ætti kannski að krefjast þess að fara með út sem raddþjálfari?“ spyr Sverrir.Klárir og skemmtilegir strákar Meðlimir Hatara er í einskonar fjölmiðlabanni og að sögn Sverris hafa þeir nú svigrúm til að þróa sitt atriði. Hann segir þetta klára, skemmtilega og flotta stráka og telur jákvætt að þeir hafi unnið. Þarna sé komin nýr og spennandi flötur á þessa keppni. Kveður við nýjan tón.Hatari unnu Söngvakeppnina með miklum yfirburðum, ræddu stuttlega við ísraelska sjónvarpið og fóru svo í fjölmiðlabindindi.visir/vilhelm„En, þetta hefur verið mjög skemmtilegt. Hann kom til mín, fyrst fyrir tveimur árum síðan, þá unnum við svolítið saman. Svo hafði hann samband við mig út af keppninni, hvort hann gæti ekki þróað þetta sönglega. Klemens er mjög næmur strákur þannig að þetta gekk mjög skemmtilega til,“ segir Sverrir. Sverrir segir að þegar álag og stress eru til staðar, og þátttaka í Eurovision býður vissulega uppá slíkt, þá sé það fyrsta sem gefi sig sé öndunin. Hún verður grunn og þá fari lítið fyrir tóninum. Þar kemur Alexandertæknin til skjalanna.Sverrir hafði gaman að því að hjálpa Klemens, segir hann einstaklega næman og honum hafi gengið vel að stækka tóninn.„Daginn fyrir keppnina varpaði ég því að honum að eini gjörningurinn sem hann þyrfti að hugsa um væri að anda sig í gegnum þetta. Og byrja núna. Hann greip þetta og notaði í gegnum það. Þetta er svakaleg pressa og álag og stöðugt verið að reka hljóðnemann framan í hann.“Tónninn verður að vera í öllum líkamanum Sverrir segir það rétt, Klemens syngur í falsettu og það er það sem þeir voru að vinna með. Þetta getur verið vandasamt en einhverjir sem telja sig bera skynbragð á töldu talsvert meiri kraft í söngnum uppteknum en á sviði.„Við þurfum að opna tóninn þannig að hann gæti verið sterkari á sviði. Og að hann sé ekkert smeykur við að láta í sér heyra og geti sungið út á sviði. Það virkaði mjög vel fyrir hann. Það þarf að fara varlega í svona hluti, ekki er gott að ætlast til þess að viðkomandi breyti of miklu. Það þarf að halda í það sem hann er öruggur með og finna að hann geti stækkað þetta. Að þetta sé líkamlegt og tónninn í öllum skrokknum,“ segir Sverrir kontratenór. Ekkert vantaði uppá að þetta virkaði þegar stóra stundin rann upp, úrslitin í Söngvakeppninni í Laugardalshöll um síðustu helgi. En, nú er það enn stærra svið sem bíður, sjálft aðalsviðið í Eurovision. Eurovision Tengdar fréttir Úrslitin í Söngvakeppninni: Hatrið sigraði með tugþúsundum atkvæða Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 4. mars 2019 07:54 Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34 „Það er enginn að banna neinum eitt eða neitt“ „Nei, það verða engin viðurlög við því,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision, hlæjandi aðspurður um hvort það muni hafa einhverjar afleiðingar fari Hatari úr fjölmiðlafríi sem tilkynnt var um í gær. 5. mars 2019 15:45 Hatari settur í „fjölmiðlafrí“ Hatari mætti ekki í Kastljós í kvöld líkt og sigurvegarar fyrri ára hafa hingað til gert. 4. mars 2019 22:22 Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Sverrir Guðjónsson kontratenór hefur verið með annan söngvara Hatara, Klemens Nikulás Hannigan, í söngtímum til að hjálpa honum að finna hinn eina sanna falsettutón fyrir komandi átök. Meðlimir Hatara, sem verður fulltrúari Íslands í Tel Aviv í Eurovision-söngvakeppninni sem þar verður haldin í maí. Sverrir sjálfur er, eins og flestir áhugamenn um tónlist þekkja, magnaður söngvari og sprenglærður sem slíkur. Hann var í þrjú ár við nám í Alexandertækni í London. Í samtali við Vísi slær hann á létta strengi með það að helsti kennari hans í þeim fræðum, gúrú og meistari, hafi komið frá Ísrael. Þannig að það liggi eiginlega beint við að RÚV kaupi miða fyrir sig út, til að fylgja Hatara og vera þeim innan handar og til stuðnings. „Já, ég ætti kannski að krefjast þess að fara með út sem raddþjálfari?“ spyr Sverrir.Klárir og skemmtilegir strákar Meðlimir Hatara er í einskonar fjölmiðlabanni og að sögn Sverris hafa þeir nú svigrúm til að þróa sitt atriði. Hann segir þetta klára, skemmtilega og flotta stráka og telur jákvætt að þeir hafi unnið. Þarna sé komin nýr og spennandi flötur á þessa keppni. Kveður við nýjan tón.Hatari unnu Söngvakeppnina með miklum yfirburðum, ræddu stuttlega við ísraelska sjónvarpið og fóru svo í fjölmiðlabindindi.visir/vilhelm„En, þetta hefur verið mjög skemmtilegt. Hann kom til mín, fyrst fyrir tveimur árum síðan, þá unnum við svolítið saman. Svo hafði hann samband við mig út af keppninni, hvort hann gæti ekki þróað þetta sönglega. Klemens er mjög næmur strákur þannig að þetta gekk mjög skemmtilega til,“ segir Sverrir. Sverrir segir að þegar álag og stress eru til staðar, og þátttaka í Eurovision býður vissulega uppá slíkt, þá sé það fyrsta sem gefi sig sé öndunin. Hún verður grunn og þá fari lítið fyrir tóninum. Þar kemur Alexandertæknin til skjalanna.Sverrir hafði gaman að því að hjálpa Klemens, segir hann einstaklega næman og honum hafi gengið vel að stækka tóninn.„Daginn fyrir keppnina varpaði ég því að honum að eini gjörningurinn sem hann þyrfti að hugsa um væri að anda sig í gegnum þetta. Og byrja núna. Hann greip þetta og notaði í gegnum það. Þetta er svakaleg pressa og álag og stöðugt verið að reka hljóðnemann framan í hann.“Tónninn verður að vera í öllum líkamanum Sverrir segir það rétt, Klemens syngur í falsettu og það er það sem þeir voru að vinna með. Þetta getur verið vandasamt en einhverjir sem telja sig bera skynbragð á töldu talsvert meiri kraft í söngnum uppteknum en á sviði.„Við þurfum að opna tóninn þannig að hann gæti verið sterkari á sviði. Og að hann sé ekkert smeykur við að láta í sér heyra og geti sungið út á sviði. Það virkaði mjög vel fyrir hann. Það þarf að fara varlega í svona hluti, ekki er gott að ætlast til þess að viðkomandi breyti of miklu. Það þarf að halda í það sem hann er öruggur með og finna að hann geti stækkað þetta. Að þetta sé líkamlegt og tónninn í öllum skrokknum,“ segir Sverrir kontratenór. Ekkert vantaði uppá að þetta virkaði þegar stóra stundin rann upp, úrslitin í Söngvakeppninni í Laugardalshöll um síðustu helgi. En, nú er það enn stærra svið sem bíður, sjálft aðalsviðið í Eurovision.
Eurovision Tengdar fréttir Úrslitin í Söngvakeppninni: Hatrið sigraði með tugþúsundum atkvæða Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 4. mars 2019 07:54 Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34 „Það er enginn að banna neinum eitt eða neitt“ „Nei, það verða engin viðurlög við því,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision, hlæjandi aðspurður um hvort það muni hafa einhverjar afleiðingar fari Hatari úr fjölmiðlafríi sem tilkynnt var um í gær. 5. mars 2019 15:45 Hatari settur í „fjölmiðlafrí“ Hatari mætti ekki í Kastljós í kvöld líkt og sigurvegarar fyrri ára hafa hingað til gert. 4. mars 2019 22:22 Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Úrslitin í Söngvakeppninni: Hatrið sigraði með tugþúsundum atkvæða Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 4. mars 2019 07:54
Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34
„Það er enginn að banna neinum eitt eða neitt“ „Nei, það verða engin viðurlög við því,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision, hlæjandi aðspurður um hvort það muni hafa einhverjar afleiðingar fari Hatari úr fjölmiðlafríi sem tilkynnt var um í gær. 5. mars 2019 15:45
Hatari settur í „fjölmiðlafrí“ Hatari mætti ekki í Kastljós í kvöld líkt og sigurvegarar fyrri ára hafa hingað til gert. 4. mars 2019 22:22
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“