Fyrsta degi verkfallsaðgerða lokið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2019 00:03 Myndin er tekin við Gamla bíó á föstudagsmorugn þar sem Efling var með verkfallsmiðstöð sína. vísir/vilhelm Verkfalli hótelþerna sem eru félagsmenn í Eflingu lauk nú á miðnætti. Þar með er fyrsta degi verkfallsaðgerða félagsins lokið. Í dag, laugardag, lýkur svo kosningu um frekari verkfallsaðgerðir sem Efling og VR hafa boðað síðar í mánuðinum. Verði verkfallsaðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslum félaganna og ef samningar hafa ekki náðst hefjast þær þann 18. mars næstkomandi.Sjá einnig: „Algjörlega stórkostlegur dagur“ Ef af verkföllunum verður munu þau ná til starfsfólks á hótelum, til starfsfólks hjá rútufyrirtækjum og til starfsfólks Almenningsvagna Kynnisferða að því er segir á vef Eflingar. Þar má nálgast nánari upplýsingar um það til hvaða hótela aðgerðirnar munu ná sem og á vef VR. Á vef Eflingar kemur fram að aðgerðir félagsins séu tvíþættar. Annars vegar fela þær það í sér að mæta til vinnu en sleppa því að gera ákveðna hluti í vinnunni og hins vegar felast að fara í hefðbundið verkfall þar sem ekki er mætt til vinnu á tilteknum dögum frá miðnætti til miðnættis. Hefðbundið verkfall félagsmanna Eflingar sem og félagsmanna VR verður eftirfarandi daga:• 22. mars (1 dagur)• 28.-29. mars (2 dagar)• 3.-5. apríl (3 dagar)• 9.-11. apríl (3 dagar)• 15.-17. apríl (3 dagar)• 23.-25. apríl (3 dagar)• 1. maí (þangað til verkfallinu er aflýst) Félagsmenn Eflingar kjósa svo einnig um eftirfarandi örverkföll eða vinnutruflanir eins og það er kallað á vefsíðu félagsins:Hjá rútubílstjórum eru vinnutakmarkanirnar eftirfarandi:• 18. mars – 30. aprílo Einungis er unnið það sem stendur í starfslýsingu og ekkert annað.• 23. mars – 30. aprílo Bílstjórar rukka ekki í strætó, né telja farþega.• 6. apríl – 30. aprílo Ekki mætt til vinnu fyrir hádegi.Hjá hótelstarfsmönnum eru vinnutakmarkanirnar eftirfarandi:• 18. mars til og með 30. apríl:o Engin vinna sem ekki er tiltekin í starfslýsingu• 23. mars til og með 30. apríl:o Engin klósettþrifo Engin þrif sameiginlegra rýma• 30. mars til og með 30. apríl:o Engin þrif herbergja sem gestir eiga eftir að tékka sig úro Engin morgunverðarþjónusta• 26. apríl til og með 30. apríl:o Engin þvottaþjónusta Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. 8. mars 2019 17:12 Samstaða og einhugur í hópi verkfallsfólks Mikill hugur var í þernum um tuttugu hótela á höfuðborgarsvæðinu og víðar þegar verkfall um sjöhundruð félagsmanna Eflingar skall á í morgun. 8. mars 2019 18:45 Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. 8. mars 2019 11:36 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Sjá meira
Verkfalli hótelþerna sem eru félagsmenn í Eflingu lauk nú á miðnætti. Þar með er fyrsta degi verkfallsaðgerða félagsins lokið. Í dag, laugardag, lýkur svo kosningu um frekari verkfallsaðgerðir sem Efling og VR hafa boðað síðar í mánuðinum. Verði verkfallsaðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslum félaganna og ef samningar hafa ekki náðst hefjast þær þann 18. mars næstkomandi.Sjá einnig: „Algjörlega stórkostlegur dagur“ Ef af verkföllunum verður munu þau ná til starfsfólks á hótelum, til starfsfólks hjá rútufyrirtækjum og til starfsfólks Almenningsvagna Kynnisferða að því er segir á vef Eflingar. Þar má nálgast nánari upplýsingar um það til hvaða hótela aðgerðirnar munu ná sem og á vef VR. Á vef Eflingar kemur fram að aðgerðir félagsins séu tvíþættar. Annars vegar fela þær það í sér að mæta til vinnu en sleppa því að gera ákveðna hluti í vinnunni og hins vegar felast að fara í hefðbundið verkfall þar sem ekki er mætt til vinnu á tilteknum dögum frá miðnætti til miðnættis. Hefðbundið verkfall félagsmanna Eflingar sem og félagsmanna VR verður eftirfarandi daga:• 22. mars (1 dagur)• 28.-29. mars (2 dagar)• 3.-5. apríl (3 dagar)• 9.-11. apríl (3 dagar)• 15.-17. apríl (3 dagar)• 23.-25. apríl (3 dagar)• 1. maí (þangað til verkfallinu er aflýst) Félagsmenn Eflingar kjósa svo einnig um eftirfarandi örverkföll eða vinnutruflanir eins og það er kallað á vefsíðu félagsins:Hjá rútubílstjórum eru vinnutakmarkanirnar eftirfarandi:• 18. mars – 30. aprílo Einungis er unnið það sem stendur í starfslýsingu og ekkert annað.• 23. mars – 30. aprílo Bílstjórar rukka ekki í strætó, né telja farþega.• 6. apríl – 30. aprílo Ekki mætt til vinnu fyrir hádegi.Hjá hótelstarfsmönnum eru vinnutakmarkanirnar eftirfarandi:• 18. mars til og með 30. apríl:o Engin vinna sem ekki er tiltekin í starfslýsingu• 23. mars til og með 30. apríl:o Engin klósettþrifo Engin þrif sameiginlegra rýma• 30. mars til og með 30. apríl:o Engin þrif herbergja sem gestir eiga eftir að tékka sig úro Engin morgunverðarþjónusta• 26. apríl til og með 30. apríl:o Engin þvottaþjónusta
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. 8. mars 2019 17:12 Samstaða og einhugur í hópi verkfallsfólks Mikill hugur var í þernum um tuttugu hótela á höfuðborgarsvæðinu og víðar þegar verkfall um sjöhundruð félagsmanna Eflingar skall á í morgun. 8. mars 2019 18:45 Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. 8. mars 2019 11:36 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Sjá meira
Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. 8. mars 2019 17:12
Samstaða og einhugur í hópi verkfallsfólks Mikill hugur var í þernum um tuttugu hótela á höfuðborgarsvæðinu og víðar þegar verkfall um sjöhundruð félagsmanna Eflingar skall á í morgun. 8. mars 2019 18:45
Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. 8. mars 2019 11:36