Kynjajafnrétti og Viagra Sif Sigmarsdóttir skrifar 9. mars 2019 08:15 Þekkir þú einkenni hjartaáfalls? Að þekkja einkennin og bregðast við þeim getur skilið milli lífs og dauða. Hugsaðu aðeins málið … Fyrr, nú og um framtíð Í gær var alþjóðlegur baráttudagur kvenna haldinn hátíðlegur. Þau skilaboð bárust frá skóla fimm ára dóttur minnar hér í London að í stað skólabúnings mættu börnin, í tilefni dagsins, klæðast fatnaði í grænu, hvítu og fjólubláu; einkennislitum súffragettanna, breskra kvenréttindakvenna við upphaf 20. aldar. Þegar ég púslaði saman múnderingu fyrir dótturina kom á mig fát. Hvernig útskýrir maður alþjóðlegan baráttudag kvenna fyrir fimm ára barni? Átti ég að segja dóttur minni sem stýrir sinni litlu veröld – foreldrum, bróður og vinum – af jafnglæfralegu sjálfsöryggi og framkvæmdastjóri fyrirtækis með hagstæða ársfjórðungsskýrslu undir handleggnum að til sé fólk sem telur hana síður hæfa en stráka til að stýra heiminum? Átti ég að segja henni að einu sinni hafi kynsystur hennar ekki átt neitt og ekki mátt neitt? Leiddi slíkt ekki til komplexa? Þegar jafnréttisbaráttan var komin jafnlangt og raun ber vitni, var það ekki óþarfa fórnarlambavæðing að einblína stöðugt á það litla sem vantaði upp á? Ég hafði rifið allt út úr fataskáp dótturinnar án þess að finna eina einustu fjólubláa spjör og var við það að hefja undirskriftasöfnun gegn alþjóðlegum baráttudegi kvenna þegar dyrabjallan hringdi. Fyrir utan dyrnar stóð sendill frá vefbókaverslun Amazon með pappakassa sem í var harkaleg áminning um nauðsyn aljóðlegs baráttudags kvenna – fyrr, nú og um ókomna framtíð. Jaðartilfelli Flestir þekkja einkenni hjartaáfalls: Þyngsli fyrir brjósti, eins og fíll sitji á brjóstkassanum. Ekki rétt? Rétt. Nema þegar það er rangt. Einkenni hjartaáfalls hjá konum eru oft önnur en hjá körlum. Þegar kona fær hjartaáfall lýsir það sér gjarnan sem ógleði, þreyta og verkur í kjálka, baki eða öxlum. Bókin Invisible Women: Exposing Data Bias in a World Designed for Men eftir Caroline Criado-Perez sem kom út í vikunni er sláandi úttekt á stöðu konunnar í nútímasamfélagi. „Upplifun karlmannsins og sjónarhorn karlmannsins eru talin algild,“ skrifar Criado-Perez. „Upplifun kvenna hins vegar – upplifun helmings mannkyns – er metin sem jaðartilfelli.“ Á 21. öld þekkjum við ekki einkenni hjartaáfalls hjá konum – bara körlum. Það eru 50% meiri líkur á að kona fái ranga sjúkdómsgreiningu í kjölfar hjartaáfalls en karl. En ekki nóg með það: Í tilraunum á dýrum í læknisfræði eru kvendýr sjaldnast höfð með. Lyfjaprófun sem gerð var á áhrifum áfengisneyslu á Viagra fyrir konur var gerð á tuttugu og þremur körlum en aðeins tveimur konum. Það eru 47% meiri líkur á að kona slasist alvarlega í árekstri því sætisbelti og loftpúðar bifreiða eru hönnuð með stærð meðal karlmanns að leiðarljósi. Ýtarlegar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum kolaryks á heilsu námuverkamanna. Nánast engar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum krabbameinsvaldandi efna á snyrtistofum sem naglasnyrtar anda að sér í miklum mæli. Lögreglukonur klæðast stunguvestum sem eru hönnuð til að vernda karla. 70% meiri líkur eru á að rafmagnstækið Google Home skilji karlmannsrödd en kvenmannsrödd. Í Bretlandi eru fleiri styttur af körlum sem heita John en styttur af konum. Aðeins 28% barna sem beðin eru um að teikna vísindamann teikna mynd af konu. Súffragetturnar kunna að tilheyra sögunni. Það gerir kerfislæg mismunun í garð kvenna hins vegar ekki. Í ljósi tölfræðinnar ættu allir dagar að vera alþjóðlegir baráttudagar kvenna. Að þekkja einkennin og bregðast við þeim getur nefnilega skilið milli lífs og dauða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þekkir þú einkenni hjartaáfalls? Að þekkja einkennin og bregðast við þeim getur skilið milli lífs og dauða. Hugsaðu aðeins málið … Fyrr, nú og um framtíð Í gær var alþjóðlegur baráttudagur kvenna haldinn hátíðlegur. Þau skilaboð bárust frá skóla fimm ára dóttur minnar hér í London að í stað skólabúnings mættu börnin, í tilefni dagsins, klæðast fatnaði í grænu, hvítu og fjólubláu; einkennislitum súffragettanna, breskra kvenréttindakvenna við upphaf 20. aldar. Þegar ég púslaði saman múnderingu fyrir dótturina kom á mig fát. Hvernig útskýrir maður alþjóðlegan baráttudag kvenna fyrir fimm ára barni? Átti ég að segja dóttur minni sem stýrir sinni litlu veröld – foreldrum, bróður og vinum – af jafnglæfralegu sjálfsöryggi og framkvæmdastjóri fyrirtækis með hagstæða ársfjórðungsskýrslu undir handleggnum að til sé fólk sem telur hana síður hæfa en stráka til að stýra heiminum? Átti ég að segja henni að einu sinni hafi kynsystur hennar ekki átt neitt og ekki mátt neitt? Leiddi slíkt ekki til komplexa? Þegar jafnréttisbaráttan var komin jafnlangt og raun ber vitni, var það ekki óþarfa fórnarlambavæðing að einblína stöðugt á það litla sem vantaði upp á? Ég hafði rifið allt út úr fataskáp dótturinnar án þess að finna eina einustu fjólubláa spjör og var við það að hefja undirskriftasöfnun gegn alþjóðlegum baráttudegi kvenna þegar dyrabjallan hringdi. Fyrir utan dyrnar stóð sendill frá vefbókaverslun Amazon með pappakassa sem í var harkaleg áminning um nauðsyn aljóðlegs baráttudags kvenna – fyrr, nú og um ókomna framtíð. Jaðartilfelli Flestir þekkja einkenni hjartaáfalls: Þyngsli fyrir brjósti, eins og fíll sitji á brjóstkassanum. Ekki rétt? Rétt. Nema þegar það er rangt. Einkenni hjartaáfalls hjá konum eru oft önnur en hjá körlum. Þegar kona fær hjartaáfall lýsir það sér gjarnan sem ógleði, þreyta og verkur í kjálka, baki eða öxlum. Bókin Invisible Women: Exposing Data Bias in a World Designed for Men eftir Caroline Criado-Perez sem kom út í vikunni er sláandi úttekt á stöðu konunnar í nútímasamfélagi. „Upplifun karlmannsins og sjónarhorn karlmannsins eru talin algild,“ skrifar Criado-Perez. „Upplifun kvenna hins vegar – upplifun helmings mannkyns – er metin sem jaðartilfelli.“ Á 21. öld þekkjum við ekki einkenni hjartaáfalls hjá konum – bara körlum. Það eru 50% meiri líkur á að kona fái ranga sjúkdómsgreiningu í kjölfar hjartaáfalls en karl. En ekki nóg með það: Í tilraunum á dýrum í læknisfræði eru kvendýr sjaldnast höfð með. Lyfjaprófun sem gerð var á áhrifum áfengisneyslu á Viagra fyrir konur var gerð á tuttugu og þremur körlum en aðeins tveimur konum. Það eru 47% meiri líkur á að kona slasist alvarlega í árekstri því sætisbelti og loftpúðar bifreiða eru hönnuð með stærð meðal karlmanns að leiðarljósi. Ýtarlegar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum kolaryks á heilsu námuverkamanna. Nánast engar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum krabbameinsvaldandi efna á snyrtistofum sem naglasnyrtar anda að sér í miklum mæli. Lögreglukonur klæðast stunguvestum sem eru hönnuð til að vernda karla. 70% meiri líkur eru á að rafmagnstækið Google Home skilji karlmannsrödd en kvenmannsrödd. Í Bretlandi eru fleiri styttur af körlum sem heita John en styttur af konum. Aðeins 28% barna sem beðin eru um að teikna vísindamann teikna mynd af konu. Súffragetturnar kunna að tilheyra sögunni. Það gerir kerfislæg mismunun í garð kvenna hins vegar ekki. Í ljósi tölfræðinnar ættu allir dagar að vera alþjóðlegir baráttudagar kvenna. Að þekkja einkennin og bregðast við þeim getur nefnilega skilið milli lífs og dauða.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun