Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. mars 2019 18:30 Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum. Áfram verður bólusett á morgun og er enn til nóg af bóluefni. Yfirlæknir telur að margir hafi hreinlega gleymt því hversu alvarlegur sjúkdómur mislingar eru. Fimm staðfest mislingatilfelli hafa komið upp á Íslandi frá því um miðjan febrúar og var því ákveðið bjóða upp á bólusetningu gegn mislingum um helgina fyrir forgangshópa á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi. Áætlað er á heilsugæslustöðvunum fimmtán á höfuðborgarsvæðinu hafi meðaltali 50 til 70 ungbörn fengið bólusetningu í dag. Heildarfjöldi þeirra gæti því verið um 1000. Það séu því jákvæð tíðindi að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, yfirlæknis hjá Heilsugæslustöð Miðbæjar, að margar heilsugæslustöðvar hafi hreinlega fyllst af fólki um hádegi. Mikilvægt sé að tryggja um 95 prósent þekjun svo að þessi mislingar fari ekki aftur á stjá. „Þetta er mjög mikilvæg bólusetning enda er um hættulegan sjúkdóm að ræða. Þetta er sjúkdómur sem flest eldra fólk man eftir. Margir muna auk þess eftir því að hafa orðið mjög veikir,“ segir Sigríður. Það eigi þó ekki við um þá sem yngri eru. Sjá einnig: Bólusetningar gengu vel í dag „Við erum kannski búin að gleyma því. Það er það sem er kannski hvað erfiðast við þessa sjúkdóma, við erum búin að gleyma því hvað þessir sjúkdómar eru erfiðir.“ Mislingar eru veirusjúkdómur sem er afar smitandi eftir að einkenni koma fram. Sjúkdómurinn getur verið hættulegur og valdið dauða, en er mildur í flestum tilfellum. Í kringum 10 prósent barna sem smitast geta fengið alvarlega fylgikvilla. Erfitt er að bera kennsl á mislinga fyrr en það birtast einkennandi útbrot. Netið - Skírteini - Ættingjar Fjölmargir hafa á síðustu dögum spurst fyrir um hvort þau hafi fengið bólusetningu á yngri árum. Sigríður ráðleggur fólki að leita fyrst svara við spurningunni á vefgáttinni Heilsuveru. Ef þar er ekki að finna gamlar bólusetningar þarf fólk að leita í bólusetningarskírteini sem Sigríður vonast til að séu á flestum heimilum. Ef ekki leggur hún til að fólk ræði við eldri vini og ættingja sem gætu lumað á svörum. Sé fólk í vafa er þó enn til nóg af bóluefni en áfram verður bólusett á heilsugæslustöðvum næstu daga. Óbólusett börn og fullorðnir verði sem fyrr í forgangi. „Ef fer sem horfir og við eigum enn nægt bóluefni geta þeir sem eru óöryggir með bólusetningastöðu sína farið að láta sjá sig þegar líður á vikuna,“ segir Sigríður. Nánari upplýsingar má nálgast á vef heilsugæslunnar eða í síma 1700. Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11 Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum. Áfram verður bólusett á morgun og er enn til nóg af bóluefni. Yfirlæknir telur að margir hafi hreinlega gleymt því hversu alvarlegur sjúkdómur mislingar eru. Fimm staðfest mislingatilfelli hafa komið upp á Íslandi frá því um miðjan febrúar og var því ákveðið bjóða upp á bólusetningu gegn mislingum um helgina fyrir forgangshópa á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi. Áætlað er á heilsugæslustöðvunum fimmtán á höfuðborgarsvæðinu hafi meðaltali 50 til 70 ungbörn fengið bólusetningu í dag. Heildarfjöldi þeirra gæti því verið um 1000. Það séu því jákvæð tíðindi að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, yfirlæknis hjá Heilsugæslustöð Miðbæjar, að margar heilsugæslustöðvar hafi hreinlega fyllst af fólki um hádegi. Mikilvægt sé að tryggja um 95 prósent þekjun svo að þessi mislingar fari ekki aftur á stjá. „Þetta er mjög mikilvæg bólusetning enda er um hættulegan sjúkdóm að ræða. Þetta er sjúkdómur sem flest eldra fólk man eftir. Margir muna auk þess eftir því að hafa orðið mjög veikir,“ segir Sigríður. Það eigi þó ekki við um þá sem yngri eru. Sjá einnig: Bólusetningar gengu vel í dag „Við erum kannski búin að gleyma því. Það er það sem er kannski hvað erfiðast við þessa sjúkdóma, við erum búin að gleyma því hvað þessir sjúkdómar eru erfiðir.“ Mislingar eru veirusjúkdómur sem er afar smitandi eftir að einkenni koma fram. Sjúkdómurinn getur verið hættulegur og valdið dauða, en er mildur í flestum tilfellum. Í kringum 10 prósent barna sem smitast geta fengið alvarlega fylgikvilla. Erfitt er að bera kennsl á mislinga fyrr en það birtast einkennandi útbrot. Netið - Skírteini - Ættingjar Fjölmargir hafa á síðustu dögum spurst fyrir um hvort þau hafi fengið bólusetningu á yngri árum. Sigríður ráðleggur fólki að leita fyrst svara við spurningunni á vefgáttinni Heilsuveru. Ef þar er ekki að finna gamlar bólusetningar þarf fólk að leita í bólusetningarskírteini sem Sigríður vonast til að séu á flestum heimilum. Ef ekki leggur hún til að fólk ræði við eldri vini og ættingja sem gætu lumað á svörum. Sé fólk í vafa er þó enn til nóg af bóluefni en áfram verður bólusett á heilsugæslustöðvum næstu daga. Óbólusett börn og fullorðnir verði sem fyrr í forgangi. „Ef fer sem horfir og við eigum enn nægt bóluefni geta þeir sem eru óöryggir með bólusetningastöðu sína farið að láta sjá sig þegar líður á vikuna,“ segir Sigríður. Nánari upplýsingar má nálgast á vef heilsugæslunnar eða í síma 1700.
Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11 Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30
Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11
Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18