Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. mars 2019 18:30 Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum. Áfram verður bólusett á morgun og er enn til nóg af bóluefni. Yfirlæknir telur að margir hafi hreinlega gleymt því hversu alvarlegur sjúkdómur mislingar eru. Fimm staðfest mislingatilfelli hafa komið upp á Íslandi frá því um miðjan febrúar og var því ákveðið bjóða upp á bólusetningu gegn mislingum um helgina fyrir forgangshópa á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi. Áætlað er á heilsugæslustöðvunum fimmtán á höfuðborgarsvæðinu hafi meðaltali 50 til 70 ungbörn fengið bólusetningu í dag. Heildarfjöldi þeirra gæti því verið um 1000. Það séu því jákvæð tíðindi að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, yfirlæknis hjá Heilsugæslustöð Miðbæjar, að margar heilsugæslustöðvar hafi hreinlega fyllst af fólki um hádegi. Mikilvægt sé að tryggja um 95 prósent þekjun svo að þessi mislingar fari ekki aftur á stjá. „Þetta er mjög mikilvæg bólusetning enda er um hættulegan sjúkdóm að ræða. Þetta er sjúkdómur sem flest eldra fólk man eftir. Margir muna auk þess eftir því að hafa orðið mjög veikir,“ segir Sigríður. Það eigi þó ekki við um þá sem yngri eru. Sjá einnig: Bólusetningar gengu vel í dag „Við erum kannski búin að gleyma því. Það er það sem er kannski hvað erfiðast við þessa sjúkdóma, við erum búin að gleyma því hvað þessir sjúkdómar eru erfiðir.“ Mislingar eru veirusjúkdómur sem er afar smitandi eftir að einkenni koma fram. Sjúkdómurinn getur verið hættulegur og valdið dauða, en er mildur í flestum tilfellum. Í kringum 10 prósent barna sem smitast geta fengið alvarlega fylgikvilla. Erfitt er að bera kennsl á mislinga fyrr en það birtast einkennandi útbrot. Netið - Skírteini - Ættingjar Fjölmargir hafa á síðustu dögum spurst fyrir um hvort þau hafi fengið bólusetningu á yngri árum. Sigríður ráðleggur fólki að leita fyrst svara við spurningunni á vefgáttinni Heilsuveru. Ef þar er ekki að finna gamlar bólusetningar þarf fólk að leita í bólusetningarskírteini sem Sigríður vonast til að séu á flestum heimilum. Ef ekki leggur hún til að fólk ræði við eldri vini og ættingja sem gætu lumað á svörum. Sé fólk í vafa er þó enn til nóg af bóluefni en áfram verður bólusett á heilsugæslustöðvum næstu daga. Óbólusett börn og fullorðnir verði sem fyrr í forgangi. „Ef fer sem horfir og við eigum enn nægt bóluefni geta þeir sem eru óöryggir með bólusetningastöðu sína farið að láta sjá sig þegar líður á vikuna,“ segir Sigríður. Nánari upplýsingar má nálgast á vef heilsugæslunnar eða í síma 1700. Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11 Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum. Áfram verður bólusett á morgun og er enn til nóg af bóluefni. Yfirlæknir telur að margir hafi hreinlega gleymt því hversu alvarlegur sjúkdómur mislingar eru. Fimm staðfest mislingatilfelli hafa komið upp á Íslandi frá því um miðjan febrúar og var því ákveðið bjóða upp á bólusetningu gegn mislingum um helgina fyrir forgangshópa á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi. Áætlað er á heilsugæslustöðvunum fimmtán á höfuðborgarsvæðinu hafi meðaltali 50 til 70 ungbörn fengið bólusetningu í dag. Heildarfjöldi þeirra gæti því verið um 1000. Það séu því jákvæð tíðindi að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, yfirlæknis hjá Heilsugæslustöð Miðbæjar, að margar heilsugæslustöðvar hafi hreinlega fyllst af fólki um hádegi. Mikilvægt sé að tryggja um 95 prósent þekjun svo að þessi mislingar fari ekki aftur á stjá. „Þetta er mjög mikilvæg bólusetning enda er um hættulegan sjúkdóm að ræða. Þetta er sjúkdómur sem flest eldra fólk man eftir. Margir muna auk þess eftir því að hafa orðið mjög veikir,“ segir Sigríður. Það eigi þó ekki við um þá sem yngri eru. Sjá einnig: Bólusetningar gengu vel í dag „Við erum kannski búin að gleyma því. Það er það sem er kannski hvað erfiðast við þessa sjúkdóma, við erum búin að gleyma því hvað þessir sjúkdómar eru erfiðir.“ Mislingar eru veirusjúkdómur sem er afar smitandi eftir að einkenni koma fram. Sjúkdómurinn getur verið hættulegur og valdið dauða, en er mildur í flestum tilfellum. Í kringum 10 prósent barna sem smitast geta fengið alvarlega fylgikvilla. Erfitt er að bera kennsl á mislinga fyrr en það birtast einkennandi útbrot. Netið - Skírteini - Ættingjar Fjölmargir hafa á síðustu dögum spurst fyrir um hvort þau hafi fengið bólusetningu á yngri árum. Sigríður ráðleggur fólki að leita fyrst svara við spurningunni á vefgáttinni Heilsuveru. Ef þar er ekki að finna gamlar bólusetningar þarf fólk að leita í bólusetningarskírteini sem Sigríður vonast til að séu á flestum heimilum. Ef ekki leggur hún til að fólk ræði við eldri vini og ættingja sem gætu lumað á svörum. Sé fólk í vafa er þó enn til nóg af bóluefni en áfram verður bólusett á heilsugæslustöðvum næstu daga. Óbólusett börn og fullorðnir verði sem fyrr í forgangi. „Ef fer sem horfir og við eigum enn nægt bóluefni geta þeir sem eru óöryggir með bólusetningastöðu sína farið að láta sjá sig þegar líður á vikuna,“ segir Sigríður. Nánari upplýsingar má nálgast á vef heilsugæslunnar eða í síma 1700.
Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11 Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30
Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11
Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18