Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. mars 2019 18:30 Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum. Áfram verður bólusett á morgun og er enn til nóg af bóluefni. Yfirlæknir telur að margir hafi hreinlega gleymt því hversu alvarlegur sjúkdómur mislingar eru. Fimm staðfest mislingatilfelli hafa komið upp á Íslandi frá því um miðjan febrúar og var því ákveðið bjóða upp á bólusetningu gegn mislingum um helgina fyrir forgangshópa á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi. Áætlað er á heilsugæslustöðvunum fimmtán á höfuðborgarsvæðinu hafi meðaltali 50 til 70 ungbörn fengið bólusetningu í dag. Heildarfjöldi þeirra gæti því verið um 1000. Það séu því jákvæð tíðindi að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, yfirlæknis hjá Heilsugæslustöð Miðbæjar, að margar heilsugæslustöðvar hafi hreinlega fyllst af fólki um hádegi. Mikilvægt sé að tryggja um 95 prósent þekjun svo að þessi mislingar fari ekki aftur á stjá. „Þetta er mjög mikilvæg bólusetning enda er um hættulegan sjúkdóm að ræða. Þetta er sjúkdómur sem flest eldra fólk man eftir. Margir muna auk þess eftir því að hafa orðið mjög veikir,“ segir Sigríður. Það eigi þó ekki við um þá sem yngri eru. Sjá einnig: Bólusetningar gengu vel í dag „Við erum kannski búin að gleyma því. Það er það sem er kannski hvað erfiðast við þessa sjúkdóma, við erum búin að gleyma því hvað þessir sjúkdómar eru erfiðir.“ Mislingar eru veirusjúkdómur sem er afar smitandi eftir að einkenni koma fram. Sjúkdómurinn getur verið hættulegur og valdið dauða, en er mildur í flestum tilfellum. Í kringum 10 prósent barna sem smitast geta fengið alvarlega fylgikvilla. Erfitt er að bera kennsl á mislinga fyrr en það birtast einkennandi útbrot. Netið - Skírteini - Ættingjar Fjölmargir hafa á síðustu dögum spurst fyrir um hvort þau hafi fengið bólusetningu á yngri árum. Sigríður ráðleggur fólki að leita fyrst svara við spurningunni á vefgáttinni Heilsuveru. Ef þar er ekki að finna gamlar bólusetningar þarf fólk að leita í bólusetningarskírteini sem Sigríður vonast til að séu á flestum heimilum. Ef ekki leggur hún til að fólk ræði við eldri vini og ættingja sem gætu lumað á svörum. Sé fólk í vafa er þó enn til nóg af bóluefni en áfram verður bólusett á heilsugæslustöðvum næstu daga. Óbólusett börn og fullorðnir verði sem fyrr í forgangi. „Ef fer sem horfir og við eigum enn nægt bóluefni geta þeir sem eru óöryggir með bólusetningastöðu sína farið að láta sjá sig þegar líður á vikuna,“ segir Sigríður. Nánari upplýsingar má nálgast á vef heilsugæslunnar eða í síma 1700. Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11 Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum. Áfram verður bólusett á morgun og er enn til nóg af bóluefni. Yfirlæknir telur að margir hafi hreinlega gleymt því hversu alvarlegur sjúkdómur mislingar eru. Fimm staðfest mislingatilfelli hafa komið upp á Íslandi frá því um miðjan febrúar og var því ákveðið bjóða upp á bólusetningu gegn mislingum um helgina fyrir forgangshópa á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi. Áætlað er á heilsugæslustöðvunum fimmtán á höfuðborgarsvæðinu hafi meðaltali 50 til 70 ungbörn fengið bólusetningu í dag. Heildarfjöldi þeirra gæti því verið um 1000. Það séu því jákvæð tíðindi að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, yfirlæknis hjá Heilsugæslustöð Miðbæjar, að margar heilsugæslustöðvar hafi hreinlega fyllst af fólki um hádegi. Mikilvægt sé að tryggja um 95 prósent þekjun svo að þessi mislingar fari ekki aftur á stjá. „Þetta er mjög mikilvæg bólusetning enda er um hættulegan sjúkdóm að ræða. Þetta er sjúkdómur sem flest eldra fólk man eftir. Margir muna auk þess eftir því að hafa orðið mjög veikir,“ segir Sigríður. Það eigi þó ekki við um þá sem yngri eru. Sjá einnig: Bólusetningar gengu vel í dag „Við erum kannski búin að gleyma því. Það er það sem er kannski hvað erfiðast við þessa sjúkdóma, við erum búin að gleyma því hvað þessir sjúkdómar eru erfiðir.“ Mislingar eru veirusjúkdómur sem er afar smitandi eftir að einkenni koma fram. Sjúkdómurinn getur verið hættulegur og valdið dauða, en er mildur í flestum tilfellum. Í kringum 10 prósent barna sem smitast geta fengið alvarlega fylgikvilla. Erfitt er að bera kennsl á mislinga fyrr en það birtast einkennandi útbrot. Netið - Skírteini - Ættingjar Fjölmargir hafa á síðustu dögum spurst fyrir um hvort þau hafi fengið bólusetningu á yngri árum. Sigríður ráðleggur fólki að leita fyrst svara við spurningunni á vefgáttinni Heilsuveru. Ef þar er ekki að finna gamlar bólusetningar þarf fólk að leita í bólusetningarskírteini sem Sigríður vonast til að séu á flestum heimilum. Ef ekki leggur hún til að fólk ræði við eldri vini og ættingja sem gætu lumað á svörum. Sé fólk í vafa er þó enn til nóg af bóluefni en áfram verður bólusett á heilsugæslustöðvum næstu daga. Óbólusett börn og fullorðnir verði sem fyrr í forgangi. „Ef fer sem horfir og við eigum enn nægt bóluefni geta þeir sem eru óöryggir með bólusetningastöðu sína farið að láta sjá sig þegar líður á vikuna,“ segir Sigríður. Nánari upplýsingar má nálgast á vef heilsugæslunnar eða í síma 1700.
Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11 Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30
Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11
Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18