Fæðingarorlofssjóður ætti að greiða mótframlag í séreign Björn Berg Gunnarsson skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Við ákvörðun um töku fæðingarorlofs er að mörgu að hyggja. Til dæmis þarf að taka tillit til hinna ýmsu atriða á fjármálahliðinni. Það skiptir ekki eingöngu máli hversu lengi við viljum vera heima, líta þarf til þeirra áhrifa sem orlofstaka kemur til með að hafa á tekjur heimilisins. Þessu velta þúsundir íslenskra foreldra fyrir sér árlega og útkoman er sú að mikill munur er á orlofstöku kynjanna. Það sem meira er, munurinn eykst ár frá ári og hefur hlutfall orlofsdaga karla af orlofsdögum kvenna snarminnkað og er nú vel innan við helmingur. Árið 2008 var um fimmtungur karlmanna lengur en 90 daga í orlofi, en 93% kvenna. Árið 2017 var þetta hlutfall 95% hjá konum en hafði fallið í 10% hjá körlunum eftir nær stöðuga lækkun á tímabilinu. Hlutfall þeirra feðra sem taka sér orlof undir 90 daga grunnréttindunum hafði á sama tíma tvöfaldast og í stað 90% fyrir áratug nýta einungis 77% feðra orlofsrétt sinn að einhverju leyti. Þessi ólíka orlofstaka kynjanna hefur í för með sér áhrif á fjármál kvenna sem mætti fá meiri athygli. Við söfnum nefnilega aðskildum lífeyrisréttindum, þó fjármál heimilisins geti verið sameiginleg. Þar sem greiðslur Fæðingarorlofssjóðs eru minni en sem nemur launum okkar lækkar sú upphæð sem greidd er í lífeyrissjóð á meðan við erum í orlofi. Enn meiri eru svo áhrifin á séreignarsparnað þar sem sjóðurinn greiðir einhverra hluta vegna ekki mótframlag. Í fæðingarorlofi geta foreldrar því orðið af umtalsverðum lífeyrisréttindum í framtíð og hallar þar mjög á konur vegna lengri orlofstöku. Mótframlag í séreignarsparnað væri hægt að nýta til skattfrjálsrar ráðstöfunar við kaup eða afborgun á húsnæði eða ávaxta til efri áranna. Sé miðað við greiðslur ársins 2017 mætti áætla að kostnaður við slíkt væri yfir 200 milljónir króna á ári en verðmætið fyrir ungt fólk í fæðingarorlofi leyfi ég mér að fullyrða að sé mun meira. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Við ákvörðun um töku fæðingarorlofs er að mörgu að hyggja. Til dæmis þarf að taka tillit til hinna ýmsu atriða á fjármálahliðinni. Það skiptir ekki eingöngu máli hversu lengi við viljum vera heima, líta þarf til þeirra áhrifa sem orlofstaka kemur til með að hafa á tekjur heimilisins. Þessu velta þúsundir íslenskra foreldra fyrir sér árlega og útkoman er sú að mikill munur er á orlofstöku kynjanna. Það sem meira er, munurinn eykst ár frá ári og hefur hlutfall orlofsdaga karla af orlofsdögum kvenna snarminnkað og er nú vel innan við helmingur. Árið 2008 var um fimmtungur karlmanna lengur en 90 daga í orlofi, en 93% kvenna. Árið 2017 var þetta hlutfall 95% hjá konum en hafði fallið í 10% hjá körlunum eftir nær stöðuga lækkun á tímabilinu. Hlutfall þeirra feðra sem taka sér orlof undir 90 daga grunnréttindunum hafði á sama tíma tvöfaldast og í stað 90% fyrir áratug nýta einungis 77% feðra orlofsrétt sinn að einhverju leyti. Þessi ólíka orlofstaka kynjanna hefur í för með sér áhrif á fjármál kvenna sem mætti fá meiri athygli. Við söfnum nefnilega aðskildum lífeyrisréttindum, þó fjármál heimilisins geti verið sameiginleg. Þar sem greiðslur Fæðingarorlofssjóðs eru minni en sem nemur launum okkar lækkar sú upphæð sem greidd er í lífeyrissjóð á meðan við erum í orlofi. Enn meiri eru svo áhrifin á séreignarsparnað þar sem sjóðurinn greiðir einhverra hluta vegna ekki mótframlag. Í fæðingarorlofi geta foreldrar því orðið af umtalsverðum lífeyrisréttindum í framtíð og hallar þar mjög á konur vegna lengri orlofstöku. Mótframlag í séreignarsparnað væri hægt að nýta til skattfrjálsrar ráðstöfunar við kaup eða afborgun á húsnæði eða ávaxta til efri áranna. Sé miðað við greiðslur ársins 2017 mætti áætla að kostnaður við slíkt væri yfir 200 milljónir króna á ári en verðmætið fyrir ungt fólk í fæðingarorlofi leyfi ég mér að fullyrða að sé mun meira.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun