Innlent

Gunguskapur að fella ekki

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn.
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. FBL/Eyþór
Meirihluti borgarstjórnar breytti í gær tillögu minnihlutans um að sveitarstjórnarráðuneytinu yrði falið að skoða bréfa- og skilaboðasendingar til kjósenda í aðdraganda kosninga síðasta árs og samþykkti breytta tillögu sem kvað á um að „farið yrði yfir reynslu af verkefnum undanfarinna kosninga“ og að „leggja línur til framtíðar í samráði við viðkomandi stofnanir, ráðuneyti og frjáls félagasamtök og gera tillögur um með hvaða hætti er fært að hvetja til þátttöku í kosningum“.

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við Fréttablaðið að það hafi verið gunguskapur hjá meirihlutanum að „þora ekki að fella tillöguna ef þau vilja ekki gera þetta“.

„Þau koma sér undan því að taka afstöðu til málsins þannig að við munum fara með þetta sjálf inn í sveitarstjórnarráðuneytið og óskum eftir því að málið verði skoðað þar,“ segir Eyþór um hina samþykktu, breyttu tillögu.

Hann bætir því við að viðvörunarbjöllurnar hafi verið margar. „Dómsmálaráðuneytið skrifaði bréf um málið, Póst- og fjarskiptastofnun veitti ekki heimild til að senda óumbeðin SMS og Persónuvernd fékk villandi upplýsingar frá borginni. Þannig að það voru þrjár stofnanir sem blikkuðu ljósum.“ 




Tengdar fréttir

Vigdís kærir kosningarnar

Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar sem fóru fram hinn 26. maí 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×