Helgur staður? Ólöf Skaftadóttir skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis fyrir aftan Landsímahúsið stendur Víkurgarður, einn elsti almenningsgarður í Reykjavík, sem í daglegu tali kallast Fógetagarðurinn. Garðurinn stendur þar sem hin forna Reykjavíkurkirkja stóð allt frá árinu 1200. Síðasta kirkjan þar var rifin 1789 en kirkjugarðurinn var enn í notkun til 1839, þegar hann var afhelgaður. Garðurinn hefur undanfarin örfá ár verið helst nýttur sem lifandi torg þar sem hægt er að fara á kaffihús og á bar, matarvagnar hafa þar starfað og matarmarkaðir settir upp á tyllidögum. Þessi skemmtilega þróun er þó tiltölulega nýleg. Meðal annars hefur svæðið áður verið nýtt undir einkabílastæði Landsbankastjóra á malbikuðu plani og fleira miður skemmtilegt. Í húsinu við hliðina á Víkurgarði á að rísa hótel, auk þess sem NASA verður endurgerður í upprunalegri mynd. Fyrirhuguð er uppbygging veitingastaða, íbúða og menningartengdrar starfsemi á reitnum, sem nefnist Landsímareiturinn. Eflaust þykir mörgum nóg um hóteluppbyggingu í borginni. Hægt er að færa ágætis rök fyrir því. Þau sjónarmið eru líka góð og gild, að huga þurfi vel að minjum í borginni. Um þetta hefur verið deilt í kringum byggingu hótelsins. Þar hefur farið fremst í flokki félagsskapur sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs. Þeir hafa sagt að með uppbyggingu á reitnum verði grafarró 600 manns raskað, en af byggingarlóðinni sjálfri hafa þó allar minjar verið fjarlægðar með samþykki Minjastofnunar. Ekki er að sjá að Víkurgarðsmenn hafi látið garðinn sjálfan sig nokkru varða undanfarna áratugi, þegar honum var meira og minna öllum raskað með greftri um hann þveran og endilangan í framkvæmdum á seinni hluta síðustu aldar og upphafi þeirrar sem nú líður. Nú liggur ljóst fyrir að lóðarhafar á Landsímareitnum hafa komið til móts við sjónarmið Minjastofnunar Íslands um vernd menningarminja í Víkurgarði sem voru sett fram í friðlýsingartillögu sem stofnunin hafði beint til Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra. Rökstuðningur fyrir tillögu Minjastofnunar stóð og féll með staðsetningu inngangs, sem átti að vera gegnt Víkurgarði en liggur nú fyrir að verði færður út fyrir mörk garðsins samkvæmt tillögu lóðarhafa. Var tillagan því dregin til baka og ráðherranum þar með forðað frá því að taka erfiða ákvörðun, hvernig sem hún hefði orðið, á elleftu stundu. Ætla mætti að þessi niðurstaða yrði til þess að Varðmenn Víkurgarðs gætu vel við unað þar sem niðurstaðan tryggir að umferð gangandi inn á jarðhæð nýbyggingarinnar, sem hýsa á veitinga- og kaffihús í opnu rými, verður ekki um Víkurgarð. Svo virðist hins vegar ekki vera, þar sem harðlínumenn úr þeim hópi hafa þegar lýst yfir andstöðu og frekari mótmælum. Þessi afstaða vekur upp spurningar um hvort blaðaskrif og mótmælaaðgerðir undanfarinna mánaða hafi í raun snúist um eitthvað allt annað en Víkurgarð og vernd hans. Má vera að málið snúist frekar um íhaldssemi og fortíðarþrá en áhuga á því að vernda menningarminjar? Hinna látnu á að minnast, en þeir mega ekki trompa lífið í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Ólöf Skaftadóttir Skipulag Víkurgarður Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Sjá meira
Á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis fyrir aftan Landsímahúsið stendur Víkurgarður, einn elsti almenningsgarður í Reykjavík, sem í daglegu tali kallast Fógetagarðurinn. Garðurinn stendur þar sem hin forna Reykjavíkurkirkja stóð allt frá árinu 1200. Síðasta kirkjan þar var rifin 1789 en kirkjugarðurinn var enn í notkun til 1839, þegar hann var afhelgaður. Garðurinn hefur undanfarin örfá ár verið helst nýttur sem lifandi torg þar sem hægt er að fara á kaffihús og á bar, matarvagnar hafa þar starfað og matarmarkaðir settir upp á tyllidögum. Þessi skemmtilega þróun er þó tiltölulega nýleg. Meðal annars hefur svæðið áður verið nýtt undir einkabílastæði Landsbankastjóra á malbikuðu plani og fleira miður skemmtilegt. Í húsinu við hliðina á Víkurgarði á að rísa hótel, auk þess sem NASA verður endurgerður í upprunalegri mynd. Fyrirhuguð er uppbygging veitingastaða, íbúða og menningartengdrar starfsemi á reitnum, sem nefnist Landsímareiturinn. Eflaust þykir mörgum nóg um hóteluppbyggingu í borginni. Hægt er að færa ágætis rök fyrir því. Þau sjónarmið eru líka góð og gild, að huga þurfi vel að minjum í borginni. Um þetta hefur verið deilt í kringum byggingu hótelsins. Þar hefur farið fremst í flokki félagsskapur sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs. Þeir hafa sagt að með uppbyggingu á reitnum verði grafarró 600 manns raskað, en af byggingarlóðinni sjálfri hafa þó allar minjar verið fjarlægðar með samþykki Minjastofnunar. Ekki er að sjá að Víkurgarðsmenn hafi látið garðinn sjálfan sig nokkru varða undanfarna áratugi, þegar honum var meira og minna öllum raskað með greftri um hann þveran og endilangan í framkvæmdum á seinni hluta síðustu aldar og upphafi þeirrar sem nú líður. Nú liggur ljóst fyrir að lóðarhafar á Landsímareitnum hafa komið til móts við sjónarmið Minjastofnunar Íslands um vernd menningarminja í Víkurgarði sem voru sett fram í friðlýsingartillögu sem stofnunin hafði beint til Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra. Rökstuðningur fyrir tillögu Minjastofnunar stóð og féll með staðsetningu inngangs, sem átti að vera gegnt Víkurgarði en liggur nú fyrir að verði færður út fyrir mörk garðsins samkvæmt tillögu lóðarhafa. Var tillagan því dregin til baka og ráðherranum þar með forðað frá því að taka erfiða ákvörðun, hvernig sem hún hefði orðið, á elleftu stundu. Ætla mætti að þessi niðurstaða yrði til þess að Varðmenn Víkurgarðs gætu vel við unað þar sem niðurstaðan tryggir að umferð gangandi inn á jarðhæð nýbyggingarinnar, sem hýsa á veitinga- og kaffihús í opnu rými, verður ekki um Víkurgarð. Svo virðist hins vegar ekki vera, þar sem harðlínumenn úr þeim hópi hafa þegar lýst yfir andstöðu og frekari mótmælum. Þessi afstaða vekur upp spurningar um hvort blaðaskrif og mótmælaaðgerðir undanfarinna mánaða hafi í raun snúist um eitthvað allt annað en Víkurgarð og vernd hans. Má vera að málið snúist frekar um íhaldssemi og fortíðarþrá en áhuga á því að vernda menningarminjar? Hinna látnu á að minnast, en þeir mega ekki trompa lífið í borginni.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun