Boða til verkfalls fyrir loftslagið: „Það er verið að gera okkur grikk“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 13:00 Elsa María Guðlaugs Drífudóttir er formaður LÍS. Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. Fjöldi fólks hefur boðað komu sína á viðburðinn en Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður LÍS, segir í samtali við Vísi að hugmyndin að verkfallinu komi frá hinni 16 ára gömlu Gretu Thunberg frá Svíþjóð. „Hún hóf það að stunda skólaverkföll fyrir loftslagið í Svíþjóð. Hún vakti mjög mikla alþjóðlega athygli og fór til dæmis á loftslagsráðstefnuna í Póllandi. Hún hefur verið ötull talsmaður og er helsti frontur þessa verkfalla sem hafa svo borist frá Svíþjóð út um allan heim, meðal annars til Bretlands, Belgíu, Ástralíu og fleiri staða,“ segir Elsa. Hún segir stúdenta og nemendur fara í verkfall til þess að krefjast aukinna aðgerða til að koma megi fyrir frekari hlýnun jarðar og að hlýnuninni sé haldið innan 1,5 gráðu á heimsvísu.Stórkostlegt að sjá samstilltar aðgerðir á heimsvísu „Það er stórkostlegt að sjá svona samstilltar aðgerðir á heimsvísu og það var bara ekki spurning um það að Íslendingar þyrftu að taka þátt í þessari vitundarvakningu og þessum stórkostlegu aðgerðum og þessari samstöðu sem verður til við þetta,“ segir Elsa. Ríkisstjórnin hefur sett sér aðgerðaáætlun í loftslagsmálum þar sem kveðið er á um að stórauka fé til aðgerða í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Elsa bendir á að milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna reiknast til að verja þurfi um 2,5 prósentum af heimsframleiðslu á ári til ársins 2035 til að halda hlýnun innan 1,5 gráðu. „En eins og það lítur ekki út fyrir að það verði eytt nema 0,05 prósentum af þjóðarframleiðslu hér á landi sem er í skammarlegt,“ segir Elsa sem tekur þó fram að það sé jákvætt að fá fram aðgerðaáætlun stjórnvalda. „Í rauninni erum við glöð að sjá viðleitni frá ríkisstjórninni og þetta er jákvætt að fá svona aðgerðaáætlun og heyra að þau eru að vinna í þessu en í rauninni snýst verkfallið um að betur má ef duga skal. Framhaldsskólanemendur og stúdentar eru mjög stór hluti þeirra sem munu taka við það er verið að gera okkur grikk með því að bæta ekki í í dag. Við erum að taka þetta svolítið í okkar hendur með því að gera þetta.“ Elsa segir að allir séu velkomnir í verkfallið þó að þeir séu hvorki stúdentar né nemendur í framhaldsskóla þar sem loftslagsmál snerti vissulega alla.Nánari upplýsingar um verkfallið má nálgast hér. Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Sænsk stúlka sakaði þjóðarleiðtoga um að stela framtíð barna Greta Thunberg ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og sagði fulltrúum þar að þeir væru of hræddir við óvinsældir til að þora að grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. 14. desember 2018 10:10 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. Fjöldi fólks hefur boðað komu sína á viðburðinn en Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður LÍS, segir í samtali við Vísi að hugmyndin að verkfallinu komi frá hinni 16 ára gömlu Gretu Thunberg frá Svíþjóð. „Hún hóf það að stunda skólaverkföll fyrir loftslagið í Svíþjóð. Hún vakti mjög mikla alþjóðlega athygli og fór til dæmis á loftslagsráðstefnuna í Póllandi. Hún hefur verið ötull talsmaður og er helsti frontur þessa verkfalla sem hafa svo borist frá Svíþjóð út um allan heim, meðal annars til Bretlands, Belgíu, Ástralíu og fleiri staða,“ segir Elsa. Hún segir stúdenta og nemendur fara í verkfall til þess að krefjast aukinna aðgerða til að koma megi fyrir frekari hlýnun jarðar og að hlýnuninni sé haldið innan 1,5 gráðu á heimsvísu.Stórkostlegt að sjá samstilltar aðgerðir á heimsvísu „Það er stórkostlegt að sjá svona samstilltar aðgerðir á heimsvísu og það var bara ekki spurning um það að Íslendingar þyrftu að taka þátt í þessari vitundarvakningu og þessum stórkostlegu aðgerðum og þessari samstöðu sem verður til við þetta,“ segir Elsa. Ríkisstjórnin hefur sett sér aðgerðaáætlun í loftslagsmálum þar sem kveðið er á um að stórauka fé til aðgerða í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Elsa bendir á að milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna reiknast til að verja þurfi um 2,5 prósentum af heimsframleiðslu á ári til ársins 2035 til að halda hlýnun innan 1,5 gráðu. „En eins og það lítur ekki út fyrir að það verði eytt nema 0,05 prósentum af þjóðarframleiðslu hér á landi sem er í skammarlegt,“ segir Elsa sem tekur þó fram að það sé jákvætt að fá fram aðgerðaáætlun stjórnvalda. „Í rauninni erum við glöð að sjá viðleitni frá ríkisstjórninni og þetta er jákvætt að fá svona aðgerðaáætlun og heyra að þau eru að vinna í þessu en í rauninni snýst verkfallið um að betur má ef duga skal. Framhaldsskólanemendur og stúdentar eru mjög stór hluti þeirra sem munu taka við það er verið að gera okkur grikk með því að bæta ekki í í dag. Við erum að taka þetta svolítið í okkar hendur með því að gera þetta.“ Elsa segir að allir séu velkomnir í verkfallið þó að þeir séu hvorki stúdentar né nemendur í framhaldsskóla þar sem loftslagsmál snerti vissulega alla.Nánari upplýsingar um verkfallið má nálgast hér.
Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Sænsk stúlka sakaði þjóðarleiðtoga um að stela framtíð barna Greta Thunberg ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og sagði fulltrúum þar að þeir væru of hræddir við óvinsældir til að þora að grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. 14. desember 2018 10:10 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Sænsk stúlka sakaði þjóðarleiðtoga um að stela framtíð barna Greta Thunberg ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og sagði fulltrúum þar að þeir væru of hræddir við óvinsældir til að þora að grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. 14. desember 2018 10:10