Segir tillögu ríkisstjórnarinnar metnaðarlitla Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 12:55 Stefán Ólafsson lagði fram ítarlegar tillögur um skattabreytingar fyrir hönd Eflingar. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur hjá Eflingu segir ríkið hafa svigrúm upp á 55 milljarða til að setja í skattalækkanir en núverandi tillaga ríkisstjórnar kosti aðeins 14,7 milljarða. Tillagan sé metnaðarlítil og einungis þriðjungur af því sem Verkalýðshreyfingin óskaði eftir. Verkalýðsforystan hefur lýst yfir miklum vonbrigðum með þær skattatillögur sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fyrir hönd ríkistjórnarinnar í gær. Stefán Ólafsson sérfræðingur hjá Eflingu er annar þeirra sem vann skýrslu og lagði fram ítarlegar tillögur um skattabreytingar fyrir hönd félagsins. Hann segir tillögur ríkisstjórnar metnaðarlitlar. “í þeirri ódýrustu útfærslu sem við Indriði lögðum til þá var gert ráð fyrir að minnsta kosti tuttugu þúsund króna skattalækkun til fullvinnandi fólks á lágmarkslaunum og lífeyrisþegar sömuleiðis. Okkar tillögur gerðu líka ráð fyrir að krónutölu lækkunin færi minnkandi upp að 900 þúsund krónum,“ segir hann um grunninn af þeim tillögum sem Verkalýðshreyfingin lagði fram. Ríkisstjórnin ætlar að setja á nýtt skattþrep sem er fjórum prósentustigum lægra en lægra þrepið í tveggja skattakerfinu. Sem mun auka ráðstöfunartekjur þeirra sem eru með upp í 325 þúsund krónur í lágmarkslaun um rúmar 80 þúsund krónur á ári. „Þessi tillaga ríkisins kostar 14,7 milljarða og ef maður setur það í samhengi við það sem er að gerast hér á síðustu árum. Þá hefur ríkið tekið út úr húsnæðistuðningi við heimilin, sem eru vaxtabætur og húsaleigubætur, tekið nærri tuttugu milljarða,“ segir hann. Hann segir ríkið ekki vera að skila þessu til baka með þessum skattalækkunum. „Í ljósi þess að ríkið er með svigrúm upp á að minnsta kosti 55 milljarða til að setja í skattalækkanir þá er þetta gríðarlega metnaðarlítið og veldur miklum vonbrigðum,“ segir hann. Kjaramál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Sérfræðingur hjá Eflingu segir ríkið hafa svigrúm upp á 55 milljarða til að setja í skattalækkanir en núverandi tillaga ríkisstjórnar kosti aðeins 14,7 milljarða. Tillagan sé metnaðarlítil og einungis þriðjungur af því sem Verkalýðshreyfingin óskaði eftir. Verkalýðsforystan hefur lýst yfir miklum vonbrigðum með þær skattatillögur sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fyrir hönd ríkistjórnarinnar í gær. Stefán Ólafsson sérfræðingur hjá Eflingu er annar þeirra sem vann skýrslu og lagði fram ítarlegar tillögur um skattabreytingar fyrir hönd félagsins. Hann segir tillögur ríkisstjórnar metnaðarlitlar. “í þeirri ódýrustu útfærslu sem við Indriði lögðum til þá var gert ráð fyrir að minnsta kosti tuttugu þúsund króna skattalækkun til fullvinnandi fólks á lágmarkslaunum og lífeyrisþegar sömuleiðis. Okkar tillögur gerðu líka ráð fyrir að krónutölu lækkunin færi minnkandi upp að 900 þúsund krónum,“ segir hann um grunninn af þeim tillögum sem Verkalýðshreyfingin lagði fram. Ríkisstjórnin ætlar að setja á nýtt skattþrep sem er fjórum prósentustigum lægra en lægra þrepið í tveggja skattakerfinu. Sem mun auka ráðstöfunartekjur þeirra sem eru með upp í 325 þúsund krónur í lágmarkslaun um rúmar 80 þúsund krónur á ári. „Þessi tillaga ríkisins kostar 14,7 milljarða og ef maður setur það í samhengi við það sem er að gerast hér á síðustu árum. Þá hefur ríkið tekið út úr húsnæðistuðningi við heimilin, sem eru vaxtabætur og húsaleigubætur, tekið nærri tuttugu milljarða,“ segir hann. Hann segir ríkið ekki vera að skila þessu til baka með þessum skattalækkunum. „Í ljósi þess að ríkið er með svigrúm upp á að minnsta kosti 55 milljarða til að setja í skattalækkanir þá er þetta gríðarlega metnaðarlítið og veldur miklum vonbrigðum,“ segir hann.
Kjaramál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Sjá meira