Lengri og betri ævir Þorvaldur Gylfason skrifar 21. febrúar 2019 07:00 Stokkhólmur – Öra framför heimsins má m.a. ráða af því hversu miklu lengur en forfeður okkar og formæður við fáum nú flest að draga lífsandann hér á jörð. Svo er fyrir að þakka framþróun læknavísindanna jafnframt framförum á öðrum sviðum, t.d. í efnahagsmálum og stjórnmálum. Betra hagskipulag, betri hagstjórn og betra stjórnarfar hafa víða lyft oki fátæktar af æ fleira fólki og lengt ævirnar. Heimsmet í langlífi um aldamótin 1800 áttu Belgía og Holland. Þar gátu nýfædd börn þá vænzt þess að ná 40 ára aldri að jafnaði. Meðalævi Bandaríkjamanna og Breta var þá ári skemmri eða 39 ár. Meðalævi Indverja var 25 ár. Tíður barnadauði hélt meðalævinni niðri. Um aldamótin 1900 blasti nýr veruleiki við. Nú tilheyrði heimsmetið Noregi og Svíþjóð (53 ár) og Danmörku (52 ár). Meðalævi Íslendinga var þá 47 ár eins og í Bretlandi borið saman við 49 ár í Bandaríkjunum. Meðal þeirra landa sem staðtölur ná yfir svo langt aftur í tímann sat Bangladess á botninum með 22 ár og Indland með 24 ár, einu ári minna en 100 árum fyrr. Eftir það tók að rofa til. Frá 1960 hefur meðalævi heimsbyggðarinnar lengzt um 19 ár eða úr 53 árum 1960 í 72 ár 2016. Hér munar mest um öra framför Indlands og Kína undangengin 30-40 ár enda býr um þriðjungur jarðarbúa í þessum tveim löndum. Munurinn á langlífi í ólíkum löndum hefur minnkað. Árið 1960 var meðalævilengd um heiminn (53 ár) rösklega 70% af heimsmetinu sem Norðmenn áttu þá (74 ár). Árið 2016 var meðalævilengd um heiminn (72 ár) rösklega 85% af heimsmetinu sem hafði flutzt frá Noregi til Hong Kong (84 ár). Heilbrigði og langlífi er eftir þessu jafnar skipt milli landa en áður var. Sama á við um aðra lífskjarakvarða svo sem tekjur. Þeim er nú einnig jafnar skipt milli landa en áður enda þótt ójöfnuður í skiptingu auðs og tekna innan einstakra landa hafi allvíða færzt í vöxt. Margt bendir með líku lagi til aukinnar misskiptingar heilbrigðis og langlífis innan einstakra landa, t.d. í Bandaríkjunum. Kortlagning þeirrar skiptingar er enn á frumstigi. Aðeins þrisvar frá aldamótunum 1900 hefur það gerzt að meðalævi manna hefur dregizt saman á heimsvísu eins og sænski lýðheilsuprófessorinn Hans Rosling hefur lýst í bókum sínum. Fyrst gerðist það í fyrri heimsstyrjöldinni 1914-1918 eða þar um bil, ekki vegna mannfalls aðallega heldur vegna Spænsku veikinnar. Næst styttist meðalævin í síðari heimsstyrjöldinni 1939-1945 og þá vegna mannfalls af völdum styrjaldarinnar beint og óbeint. Hitler og Stalín voru fjöldamorðingar. Loks styttist meðalævi heimsbyggðarinnar um 1960. Hvers vegna? spyrð þú nú forviða, lesandi minn góður. Svarið er Maó Tse Tung og stjórnarhættir hans (stóra stökkið, menningarbyltingin o.fl.). Meðalævi Kínverja hrapaði úr 50 árum 1958 í 32 ár 1960 og náði sér ekki á strik aftur fyrr en 1963 (52 ár). Kínverjar voru nógu margir til þess að morðæðið sem rann á Maó og þau hin náði að kýla niður heimsmeðaltalið. Þessi upprifjun á við nú m.a. vegna þess að meðalævi Bandaríkjamanna styttist 2015, 2016 og 2017. Samdráttur meðalævinnar þrjú ár í röð hefur ekki átt sér stað þar í landi síðan í fyrri heimsstyrjöld. Langlífi í Bretlandi stóð í stað frá 2011 til 2016. Það hefur ekki gerzt þar áður. Þessar upplýsingar þarf að skoða í samhengi við þá staðreynd að fjöldi Bandaríkjamanna og Breta telur sig hafa borið skarðan hlut frá borði mörg undangengin ár. Þegar mikill vöxtur helzt í hendur við misskiptingu getur farið svo að margir telji sig sitja eftir með sárt ennið. Hér virðist liggja hluti skýringarinnar á því hvers vegna bandarískir kjósendur gerðu Donald Trump að forseta sínum og brezkir kjósendur ákváðu að yfirgefa ESB 2016. Hvort er verra, Trump eða Brexit? Kannski Brexit þar eð afleiðingar illa undirbúinnar útgöngu kunna að vara lengur en seta Trumps á forsetastóli. Þetta hefði ekki þurft að fara svona. Brezka stjórnin hefur notað tímann frá þjóðaratkvæðagreiðslunni svo illa að Bretar munu líklega hrökklast öfugir út úr ESB í lok marz. Nú sigla skip frá Asíu áleiðis til Bretlands án þess að vita hvaða tollameðferð varningurinn sem þau flytja muni fá. Langlífi stóð í stað á Íslandi 2012-2016 en jókst annars staðar um Norðurlönd. Slík stöðnun er sjaldgæf og hefur aðeins tvisvar áður átt sér stað á Íslandi. Háværari kröfur launþega nú en áður um kjarabætur handa þeim sem höllum fæti standa getur verið gagnlegt að skoða í samhengi við ástand Bandaríkjanna og Bretlands og úrslit kosninga þar, einkum ef í ljós kemur að hrunið kunni að hafa spillt heilsu manna og langlífi og ekki bara efnahag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þorvaldur Gylfason Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Stokkhólmur – Öra framför heimsins má m.a. ráða af því hversu miklu lengur en forfeður okkar og formæður við fáum nú flest að draga lífsandann hér á jörð. Svo er fyrir að þakka framþróun læknavísindanna jafnframt framförum á öðrum sviðum, t.d. í efnahagsmálum og stjórnmálum. Betra hagskipulag, betri hagstjórn og betra stjórnarfar hafa víða lyft oki fátæktar af æ fleira fólki og lengt ævirnar. Heimsmet í langlífi um aldamótin 1800 áttu Belgía og Holland. Þar gátu nýfædd börn þá vænzt þess að ná 40 ára aldri að jafnaði. Meðalævi Bandaríkjamanna og Breta var þá ári skemmri eða 39 ár. Meðalævi Indverja var 25 ár. Tíður barnadauði hélt meðalævinni niðri. Um aldamótin 1900 blasti nýr veruleiki við. Nú tilheyrði heimsmetið Noregi og Svíþjóð (53 ár) og Danmörku (52 ár). Meðalævi Íslendinga var þá 47 ár eins og í Bretlandi borið saman við 49 ár í Bandaríkjunum. Meðal þeirra landa sem staðtölur ná yfir svo langt aftur í tímann sat Bangladess á botninum með 22 ár og Indland með 24 ár, einu ári minna en 100 árum fyrr. Eftir það tók að rofa til. Frá 1960 hefur meðalævi heimsbyggðarinnar lengzt um 19 ár eða úr 53 árum 1960 í 72 ár 2016. Hér munar mest um öra framför Indlands og Kína undangengin 30-40 ár enda býr um þriðjungur jarðarbúa í þessum tveim löndum. Munurinn á langlífi í ólíkum löndum hefur minnkað. Árið 1960 var meðalævilengd um heiminn (53 ár) rösklega 70% af heimsmetinu sem Norðmenn áttu þá (74 ár). Árið 2016 var meðalævilengd um heiminn (72 ár) rösklega 85% af heimsmetinu sem hafði flutzt frá Noregi til Hong Kong (84 ár). Heilbrigði og langlífi er eftir þessu jafnar skipt milli landa en áður var. Sama á við um aðra lífskjarakvarða svo sem tekjur. Þeim er nú einnig jafnar skipt milli landa en áður enda þótt ójöfnuður í skiptingu auðs og tekna innan einstakra landa hafi allvíða færzt í vöxt. Margt bendir með líku lagi til aukinnar misskiptingar heilbrigðis og langlífis innan einstakra landa, t.d. í Bandaríkjunum. Kortlagning þeirrar skiptingar er enn á frumstigi. Aðeins þrisvar frá aldamótunum 1900 hefur það gerzt að meðalævi manna hefur dregizt saman á heimsvísu eins og sænski lýðheilsuprófessorinn Hans Rosling hefur lýst í bókum sínum. Fyrst gerðist það í fyrri heimsstyrjöldinni 1914-1918 eða þar um bil, ekki vegna mannfalls aðallega heldur vegna Spænsku veikinnar. Næst styttist meðalævin í síðari heimsstyrjöldinni 1939-1945 og þá vegna mannfalls af völdum styrjaldarinnar beint og óbeint. Hitler og Stalín voru fjöldamorðingar. Loks styttist meðalævi heimsbyggðarinnar um 1960. Hvers vegna? spyrð þú nú forviða, lesandi minn góður. Svarið er Maó Tse Tung og stjórnarhættir hans (stóra stökkið, menningarbyltingin o.fl.). Meðalævi Kínverja hrapaði úr 50 árum 1958 í 32 ár 1960 og náði sér ekki á strik aftur fyrr en 1963 (52 ár). Kínverjar voru nógu margir til þess að morðæðið sem rann á Maó og þau hin náði að kýla niður heimsmeðaltalið. Þessi upprifjun á við nú m.a. vegna þess að meðalævi Bandaríkjamanna styttist 2015, 2016 og 2017. Samdráttur meðalævinnar þrjú ár í röð hefur ekki átt sér stað þar í landi síðan í fyrri heimsstyrjöld. Langlífi í Bretlandi stóð í stað frá 2011 til 2016. Það hefur ekki gerzt þar áður. Þessar upplýsingar þarf að skoða í samhengi við þá staðreynd að fjöldi Bandaríkjamanna og Breta telur sig hafa borið skarðan hlut frá borði mörg undangengin ár. Þegar mikill vöxtur helzt í hendur við misskiptingu getur farið svo að margir telji sig sitja eftir með sárt ennið. Hér virðist liggja hluti skýringarinnar á því hvers vegna bandarískir kjósendur gerðu Donald Trump að forseta sínum og brezkir kjósendur ákváðu að yfirgefa ESB 2016. Hvort er verra, Trump eða Brexit? Kannski Brexit þar eð afleiðingar illa undirbúinnar útgöngu kunna að vara lengur en seta Trumps á forsetastóli. Þetta hefði ekki þurft að fara svona. Brezka stjórnin hefur notað tímann frá þjóðaratkvæðagreiðslunni svo illa að Bretar munu líklega hrökklast öfugir út úr ESB í lok marz. Nú sigla skip frá Asíu áleiðis til Bretlands án þess að vita hvaða tollameðferð varningurinn sem þau flytja muni fá. Langlífi stóð í stað á Íslandi 2012-2016 en jókst annars staðar um Norðurlönd. Slík stöðnun er sjaldgæf og hefur aðeins tvisvar áður átt sér stað á Íslandi. Háværari kröfur launþega nú en áður um kjarabætur handa þeim sem höllum fæti standa getur verið gagnlegt að skoða í samhengi við ástand Bandaríkjanna og Bretlands og úrslit kosninga þar, einkum ef í ljós kemur að hrunið kunni að hafa spillt heilsu manna og langlífi og ekki bara efnahag.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar