Meinlokur Guðrún Vilmundardóttir skrifar 21. febrúar 2019 07:00 Ég er á ferðalagi um Japan. Það er fagurt og framandi. Les dásamlega bók um japanska matargerð, Sushi and beyond, en þar tengir höfundur matseld og hráefni við landafræði, menningu og sögu. Toilettin eru jafn tæknileg og ég hafði heyrt, gjarna framleidd af Panasonic, hvergi ruslafötur heldur sér hver um sig, veitingastaðir margir pínulitlir og setið á móti kokkunum í eldhúsinu – og gífurleg ást á París. Ég kom inn á kaffihús þar sem á sjónvarpi í horninu gekk myndband með sýnishornum frá kaffihúsalífi á vinstri bakkanum, frá því snemma á níunda áratugnum af hárgreiðslunum að dæma. Mér skilst að það sé til sérstakt hugtak yfir Parísarmelankólíu, því meira að segja París stendur víst ekki alltaf undir slíkum væntingum. Bifreiðar eru minni en maður á að venjast, stundum er einsog búið sé að skera af þeim húdd og skott. Á göngu um fallegt lágreist íbúðahverfi í Kyoto vakti athygli mína að í bílskýlum fyrir framan húsin var bílunum lagt alveg upp við annan vegginn, þannig að bara var hægt að komast út hægra megin. Hver hefur ekki lent í því að þurfa að klöngrast út farþegamegin, en mér fannst þetta óneitanlega kostulegt fyrirkomulag og hafði orð á því við ferðafélaga minn sem er kunnugur staðháttum. Já, merkilegt segir hann, alinn upp í Reykjavík einsog ég. Og svo nokkrum andartökum síðar: Þú manst að það er vinstri umferð hérna. Hefði ég ekki orðað undrun mína upphátt og hugsað hugsunina til enda, hefði ég komið heim með þá hugmynd að japanskir bílstjórar kysu sýstematískt að loka sig inni í bílunum og klöngrast út yfir farþegasætið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er á ferðalagi um Japan. Það er fagurt og framandi. Les dásamlega bók um japanska matargerð, Sushi and beyond, en þar tengir höfundur matseld og hráefni við landafræði, menningu og sögu. Toilettin eru jafn tæknileg og ég hafði heyrt, gjarna framleidd af Panasonic, hvergi ruslafötur heldur sér hver um sig, veitingastaðir margir pínulitlir og setið á móti kokkunum í eldhúsinu – og gífurleg ást á París. Ég kom inn á kaffihús þar sem á sjónvarpi í horninu gekk myndband með sýnishornum frá kaffihúsalífi á vinstri bakkanum, frá því snemma á níunda áratugnum af hárgreiðslunum að dæma. Mér skilst að það sé til sérstakt hugtak yfir Parísarmelankólíu, því meira að segja París stendur víst ekki alltaf undir slíkum væntingum. Bifreiðar eru minni en maður á að venjast, stundum er einsog búið sé að skera af þeim húdd og skott. Á göngu um fallegt lágreist íbúðahverfi í Kyoto vakti athygli mína að í bílskýlum fyrir framan húsin var bílunum lagt alveg upp við annan vegginn, þannig að bara var hægt að komast út hægra megin. Hver hefur ekki lent í því að þurfa að klöngrast út farþegamegin, en mér fannst þetta óneitanlega kostulegt fyrirkomulag og hafði orð á því við ferðafélaga minn sem er kunnugur staðháttum. Já, merkilegt segir hann, alinn upp í Reykjavík einsog ég. Og svo nokkrum andartökum síðar: Þú manst að það er vinstri umferð hérna. Hefði ég ekki orðað undrun mína upphátt og hugsað hugsunina til enda, hefði ég komið heim með þá hugmynd að japanskir bílstjórar kysu sýstematískt að loka sig inni í bílunum og klöngrast út yfir farþegasætið.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun