Chris Hemsworth mun leika Hulk Hogan Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2019 07:54 Myndin mun einblína á hvernig Hogan varð að stærsta nafni glímuheimsins. Vísir/EPA Ástralski leikarinn Chris Hemsworth hefur komist að samkomulagi um að leika bandaríska fjölbragðaglímukappann Hulk Hogan í mynd fyrir streymisveituna Netflix. Leikstjóri myndarinnar verður Todd Phillips sem á að baki myndirnar Old School, The Hangover og væntanlega Joker-mynd. Hulk Hogan var stærsta nafnið í fjölbragðaglímuheiminum á níunda áratug síðustu aldar og var eftirsóttur í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, auglýsingum en einnig voru gerðir tölvuleikir þar sem hann kom fyrir. Hulk Hogan heitir í raun Terry Gene Bollea en hann hóf feril sinn seint á áttunda áratug síðustu aldar í Flórída. Þegar hann gekk til liðs við WWF-fjölbragðaglímusambandsins mætti hann oft Andre the Giant sem illmenni. Síðar meir varð hann ein af hetjum sambandsins en undir lok níunda áratugar síðust aldar var hann orðið eitt þekktasta andlit Bandaríkjanna enda komið víða við. Verið á forsíðu fjölda tímarita, reglulegur gestur í spjallþáttum og hafði meira að segja fengið eigin teiknimyndaþætti sem ætlaði voru börnum. Frægðarsól hans fór hins vegar hratt niður á við og við upphaf þessarar aldar höfðu erfiðleikar í einkalífinu tekið yfir. Hann rataði þó í fréttirnar fyrir nokkrum árum vegna kynlífsmyndbands sem vefurinn Gawker fjallaði um og endaði með að þurfa að greiða Hogan tuga milljóna dollara í bætur fyrir. Myndin mun þó ekki fjalla um seinni ár Hogans heldur einblína á hvernig hann varð að stærsta nafni glímuheimsins. Hemsworth er án ef þekktastur fyrir að leika ofurhetjuna Thor í Marvel-kvikmyndaheiminum en í sumar mun hann sjást í Avengers: Endgame og Men in Black: International. Bandaríkin Mest lesið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Ástralski leikarinn Chris Hemsworth hefur komist að samkomulagi um að leika bandaríska fjölbragðaglímukappann Hulk Hogan í mynd fyrir streymisveituna Netflix. Leikstjóri myndarinnar verður Todd Phillips sem á að baki myndirnar Old School, The Hangover og væntanlega Joker-mynd. Hulk Hogan var stærsta nafnið í fjölbragðaglímuheiminum á níunda áratug síðustu aldar og var eftirsóttur í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, auglýsingum en einnig voru gerðir tölvuleikir þar sem hann kom fyrir. Hulk Hogan heitir í raun Terry Gene Bollea en hann hóf feril sinn seint á áttunda áratug síðustu aldar í Flórída. Þegar hann gekk til liðs við WWF-fjölbragðaglímusambandsins mætti hann oft Andre the Giant sem illmenni. Síðar meir varð hann ein af hetjum sambandsins en undir lok níunda áratugar síðust aldar var hann orðið eitt þekktasta andlit Bandaríkjanna enda komið víða við. Verið á forsíðu fjölda tímarita, reglulegur gestur í spjallþáttum og hafði meira að segja fengið eigin teiknimyndaþætti sem ætlaði voru börnum. Frægðarsól hans fór hins vegar hratt niður á við og við upphaf þessarar aldar höfðu erfiðleikar í einkalífinu tekið yfir. Hann rataði þó í fréttirnar fyrir nokkrum árum vegna kynlífsmyndbands sem vefurinn Gawker fjallaði um og endaði með að þurfa að greiða Hogan tuga milljóna dollara í bætur fyrir. Myndin mun þó ekki fjalla um seinni ár Hogans heldur einblína á hvernig hann varð að stærsta nafni glímuheimsins. Hemsworth er án ef þekktastur fyrir að leika ofurhetjuna Thor í Marvel-kvikmyndaheiminum en í sumar mun hann sjást í Avengers: Endgame og Men in Black: International.
Bandaríkin Mest lesið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið