SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2019 12:58 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri SA. vísir/vilhelm Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að það eitt að slíta viðræðum og hefja undirbúning atkvæðagreiðslna til boðunar verkfalla valdi samfélaginu öllu tjóni. Formenn verkalýðsfélaganna fjögurra og þar með viðræðunefnd þeirra í viðræðum við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara fengu allir umboð samninganefnda sinna seinni partinn í gær og í gærkvöldi umboð til að slíta viðræðunum. Á miðvikudag í síðustu viku lögðu atvinnurekendur fram tilboð um launahækkanir sem félögin höfnuðu með framlagningu gagntilboðs á föstudag sem viðræðunefndin hafnaði samdægurs. Eftir útspil stjórnvalda í tengslum við kjaraviðræður í fyrradag lýsti verkalýðsforystan öll yfir vonbrigðum með það sem stjórnvöld væru tilbúin að gera og lýstu og á laLenna markaðanum er verkalýðsforystan samstíga um að útspil stjórnvalda þýði að sækja þurfi harðar að Samtökum atvinnulífsins. Viðræðunefnd verkalýðsfélaganna fjögurra fundar með forystu atvinnurekenda hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö. Ef Samtök atvinnulífsins leggja ekki fram tilboð á þeim fundi sem formönnunum finnst þess virði að leggja fyrir samninganefndir sínar, er nánast öruggt að þeir slíti viðræðunum. Klukkan 15:30 funda atvinnurekendur síðan með viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins sem enn hefur ekki vísað sinni deilu til ríkissáttasemjara. En það gæti breyst slíti félögin fjögur sínum viðræðum.Ólíklegt að SA komi með tilboð sem afstýrir viðræðuslitum Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir allar líkur á að viðræðum félaganna fjögurra verði slitið á fundinum í dag, nema Samtök atvinnulífsins leggi fram tillögur sem komi verulega til móts við kröfur þeirra. „Samtök atvinnulífsins hafa hafnað okkar móttilboði og hafa ekki viljað teygja sig lengra að þeirra sögn. En það sem þeir hafa sett á borðið fyrir framan okkur höfum við lagt í dóm okar samninganefndar og kynnt fyrir okkar baklandi eins og trúnaðarráði. Afstaðan gagnvart því er alveg skýr. Þar við situr nema eitthvað annað gerist í dag sem geti breytt því. Sem ég er ekki bjartsýnn á að gerist,” segir Ragnar Þór. Þrátt fyrir að allt bendi til að verkalýðsfélögin fjögur hjá ríkissáttasemjara slíti viðræðum við Samtök atvinnulífsins á fundi eftir hádegi vonar Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri samtakanna í lengstu lög að það gerist ekki. „Ég skal ekki leggja neinn dóm á það annan en þann að það yrði mikið tjón fyrir samfélagið allt, einfaldlega að slíta viðræðum og hefja undirbúning atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. Veldur kostnaði fyrir atvinnulífið um leið. Það er allra tjón í samfélaginu og við skulum vona að það gerist ekki,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09 Fjórmenningarnir komnir með umboð til að slíta viðræðum Formenn Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur eru komnir með umboð frá sínum félagsmönnum um að slíta viðræðum. 21. febrúar 2019 00:15 Sólveig býst við viðræðuslitum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fengu í gær í gær umboð frá samninganefndum félaganna til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef þess þarf. 21. febrúar 2019 07:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að það eitt að slíta viðræðum og hefja undirbúning atkvæðagreiðslna til boðunar verkfalla valdi samfélaginu öllu tjóni. Formenn verkalýðsfélaganna fjögurra og þar með viðræðunefnd þeirra í viðræðum við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara fengu allir umboð samninganefnda sinna seinni partinn í gær og í gærkvöldi umboð til að slíta viðræðunum. Á miðvikudag í síðustu viku lögðu atvinnurekendur fram tilboð um launahækkanir sem félögin höfnuðu með framlagningu gagntilboðs á föstudag sem viðræðunefndin hafnaði samdægurs. Eftir útspil stjórnvalda í tengslum við kjaraviðræður í fyrradag lýsti verkalýðsforystan öll yfir vonbrigðum með það sem stjórnvöld væru tilbúin að gera og lýstu og á laLenna markaðanum er verkalýðsforystan samstíga um að útspil stjórnvalda þýði að sækja þurfi harðar að Samtökum atvinnulífsins. Viðræðunefnd verkalýðsfélaganna fjögurra fundar með forystu atvinnurekenda hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö. Ef Samtök atvinnulífsins leggja ekki fram tilboð á þeim fundi sem formönnunum finnst þess virði að leggja fyrir samninganefndir sínar, er nánast öruggt að þeir slíti viðræðunum. Klukkan 15:30 funda atvinnurekendur síðan með viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins sem enn hefur ekki vísað sinni deilu til ríkissáttasemjara. En það gæti breyst slíti félögin fjögur sínum viðræðum.Ólíklegt að SA komi með tilboð sem afstýrir viðræðuslitum Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir allar líkur á að viðræðum félaganna fjögurra verði slitið á fundinum í dag, nema Samtök atvinnulífsins leggi fram tillögur sem komi verulega til móts við kröfur þeirra. „Samtök atvinnulífsins hafa hafnað okkar móttilboði og hafa ekki viljað teygja sig lengra að þeirra sögn. En það sem þeir hafa sett á borðið fyrir framan okkur höfum við lagt í dóm okar samninganefndar og kynnt fyrir okkar baklandi eins og trúnaðarráði. Afstaðan gagnvart því er alveg skýr. Þar við situr nema eitthvað annað gerist í dag sem geti breytt því. Sem ég er ekki bjartsýnn á að gerist,” segir Ragnar Þór. Þrátt fyrir að allt bendi til að verkalýðsfélögin fjögur hjá ríkissáttasemjara slíti viðræðum við Samtök atvinnulífsins á fundi eftir hádegi vonar Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri samtakanna í lengstu lög að það gerist ekki. „Ég skal ekki leggja neinn dóm á það annan en þann að það yrði mikið tjón fyrir samfélagið allt, einfaldlega að slíta viðræðum og hefja undirbúning atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. Veldur kostnaði fyrir atvinnulífið um leið. Það er allra tjón í samfélaginu og við skulum vona að það gerist ekki,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09 Fjórmenningarnir komnir með umboð til að slíta viðræðum Formenn Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur eru komnir með umboð frá sínum félagsmönnum um að slíta viðræðum. 21. febrúar 2019 00:15 Sólveig býst við viðræðuslitum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fengu í gær í gær umboð frá samninganefndum félaganna til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef þess þarf. 21. febrúar 2019 07:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
„Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09
Fjórmenningarnir komnir með umboð til að slíta viðræðum Formenn Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur eru komnir með umboð frá sínum félagsmönnum um að slíta viðræðum. 21. febrúar 2019 00:15
Sólveig býst við viðræðuslitum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fengu í gær í gær umboð frá samninganefndum félaganna til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef þess þarf. 21. febrúar 2019 07:00