Þorsteinn var tölvufíkill starfandi í BT: „Jafn slæmt og alki sem fær vinnu í ÁTVR“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. febrúar 2019 15:30 Þorsteinn á fjögur börn í dag og starfar sem menntaskólakennari. „Þrjátíu og þriggja ára bjó ég hjá mömmu minni, var í mikilli yfirvigt, átti ekkert nema skuldir og hékk í tölvunni öllum stundum enda var ég tölvufíkill,“ segir Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson sem ákvað á þessum punkti að taka sig á. Hann var gestur í þættinum Ísland í dag á þriðjudagskvöldið. Það gekk vel en nokkrum árum seinna var hann kominn með háskólagráðu, orðinn stærðfræðikennari í menntaskóla, giftur tveggja barna faðir. Þorsteinn sagði sögu sína í þættinum Íslandi í dag í gærkvöldi. „Ég hélt alltaf að ég væri bara áhugamaður þegar kom að tölvuleikjum og var hæstánægður þegar ég fékk vinnu í BT. Ég fékk að prófa alla tölvuleikina og segja álit mitt á þeim. En það var auðvitað jafn slæmt og alki sem fær vinnu í ÁTVR við að prófa allar tegundirnar. Ég var auðvitað bara fíkill,“ segir Þorsteinn. Hann segir tölvufíkn vera alvarlegan sjúkdóm en segir aldrei of seint að snúa blaðinu við, sama hversu gamall maður er. „Ég fór að hugsa hvort ég væri nokkuð fíkill og prófaði að slökkva á tölvunni. Þá fékk ég bara fráhvarfseinkenni. Varð bara þvalur, átti erfitt með svefn og fékk kvíðakast og þunglyndi yfir því hvað ég var búinn að eyða miklum tíma í tölvunni. Síðar meir fór ég að reyna ná fókus og hugsa hvað ég vildi gera með líf mitt. Tölvan hafði verið veruleikaflótti og ég fór að setja mér markmið. Það sem ég gerði var að ég kláraði alltaf fyrst það sem ég vildi gera, svo kom tölvan,“ segir Þorsteinn sem rauk í gegnum nokkrar háskólagráður og gerði það eins og drekka vatn, bara þegar tölvan var komin í annað sætið. Hér að neðan má sjá innslagið um Þorstein. Ísland í dag Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
„Þrjátíu og þriggja ára bjó ég hjá mömmu minni, var í mikilli yfirvigt, átti ekkert nema skuldir og hékk í tölvunni öllum stundum enda var ég tölvufíkill,“ segir Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson sem ákvað á þessum punkti að taka sig á. Hann var gestur í þættinum Ísland í dag á þriðjudagskvöldið. Það gekk vel en nokkrum árum seinna var hann kominn með háskólagráðu, orðinn stærðfræðikennari í menntaskóla, giftur tveggja barna faðir. Þorsteinn sagði sögu sína í þættinum Íslandi í dag í gærkvöldi. „Ég hélt alltaf að ég væri bara áhugamaður þegar kom að tölvuleikjum og var hæstánægður þegar ég fékk vinnu í BT. Ég fékk að prófa alla tölvuleikina og segja álit mitt á þeim. En það var auðvitað jafn slæmt og alki sem fær vinnu í ÁTVR við að prófa allar tegundirnar. Ég var auðvitað bara fíkill,“ segir Þorsteinn. Hann segir tölvufíkn vera alvarlegan sjúkdóm en segir aldrei of seint að snúa blaðinu við, sama hversu gamall maður er. „Ég fór að hugsa hvort ég væri nokkuð fíkill og prófaði að slökkva á tölvunni. Þá fékk ég bara fráhvarfseinkenni. Varð bara þvalur, átti erfitt með svefn og fékk kvíðakast og þunglyndi yfir því hvað ég var búinn að eyða miklum tíma í tölvunni. Síðar meir fór ég að reyna ná fókus og hugsa hvað ég vildi gera með líf mitt. Tölvan hafði verið veruleikaflótti og ég fór að setja mér markmið. Það sem ég gerði var að ég kláraði alltaf fyrst það sem ég vildi gera, svo kom tölvan,“ segir Þorsteinn sem rauk í gegnum nokkrar háskólagráður og gerði það eins og drekka vatn, bara þegar tölvan var komin í annað sætið. Hér að neðan má sjá innslagið um Þorstein.
Ísland í dag Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira